Svarar gagnrýninni: „Hvenær má maður þá fagna?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 17:00 Martin Ödegaard fagnaði að sumra mati of mikið eftir sigurinn góða gegn Liverpool. Getty/Charlotte Wilson Norðmaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, þvertekur fyrir að hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátum eftir sigurinn á toppliði Liverpool, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, sagði í útsendingu eftir leik að Ödegaard ætti að „koma sér í leikmannagöngin“ í stað þess að fagna úti á velli. Það gerði Ödegaard hins vegar og tók meðal annars ljósmyndir með vél ljósmyndara Arsenal. Sigurinn þýðir að Arsenal er núna tveimur stigum á eftir Liverpool. „Ef að maður má ekki fagna eftir að hafa unnið leik, hvenær má maður þá fagna?“ spurði Ödegaard í viðtali eftir leik. „Við erum ánægðir með sigurinn og við verðum áfram auðmjúkir,“ sagði Ödegaard. Carragher virtist hins vegar alls ekki hrifinn af því að Norðmaðurinn eyddi svona miklum tíma úti á velli til að njóta sigursins. „Farið bara niður í göngin. Þið unnuð leik, þrjú stig, voruð frábærir. Aftur komnir í titilslaginn, farið bara í göngin. Í alvöru talað,“ sagði Carragher. Gary Neville, félagi Carraghers hjá Sky og fyrrverandi leikmaður Manchester United, sagði það merki um „dálítinn skort á þroska“ hvernig Arsenal hefði fagnað. Það væri í anda liðs sem að teldi sig ekki geta klárað dæmið og unnið titilinn. Ödegaard var hins vegar ekki sammála því að hægt væri að fagna of mikið. „Nei, ég held að allir sem að elska fótbolta, og sem skilja fótbolta, viti hvað það var mikils virði að vinna þennan leik. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og búum okkur undir næsta leik, en auðvitað er maður ánægður þegar maður vinnur,“ sagði Ödegaard og bætti við: „Þetta var risaleikur. Bilið hefði getað orðið átta stig og þá væri útlitið allt annað, en við mættum til leiks, og stuðningsmennirnir voru frábærir. Við gerðum þetta öll saman. Þú sérð félagið, hve allir eru sameinaðir, leikmenn starfsliðið, stuðningsmenn, allir. Svo já, það er frábært að sjá.“ Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, sagði í útsendingu eftir leik að Ödegaard ætti að „koma sér í leikmannagöngin“ í stað þess að fagna úti á velli. Það gerði Ödegaard hins vegar og tók meðal annars ljósmyndir með vél ljósmyndara Arsenal. Sigurinn þýðir að Arsenal er núna tveimur stigum á eftir Liverpool. „Ef að maður má ekki fagna eftir að hafa unnið leik, hvenær má maður þá fagna?“ spurði Ödegaard í viðtali eftir leik. „Við erum ánægðir með sigurinn og við verðum áfram auðmjúkir,“ sagði Ödegaard. Carragher virtist hins vegar alls ekki hrifinn af því að Norðmaðurinn eyddi svona miklum tíma úti á velli til að njóta sigursins. „Farið bara niður í göngin. Þið unnuð leik, þrjú stig, voruð frábærir. Aftur komnir í titilslaginn, farið bara í göngin. Í alvöru talað,“ sagði Carragher. Gary Neville, félagi Carraghers hjá Sky og fyrrverandi leikmaður Manchester United, sagði það merki um „dálítinn skort á þroska“ hvernig Arsenal hefði fagnað. Það væri í anda liðs sem að teldi sig ekki geta klárað dæmið og unnið titilinn. Ödegaard var hins vegar ekki sammála því að hægt væri að fagna of mikið. „Nei, ég held að allir sem að elska fótbolta, og sem skilja fótbolta, viti hvað það var mikils virði að vinna þennan leik. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og búum okkur undir næsta leik, en auðvitað er maður ánægður þegar maður vinnur,“ sagði Ödegaard og bætti við: „Þetta var risaleikur. Bilið hefði getað orðið átta stig og þá væri útlitið allt annað, en við mættum til leiks, og stuðningsmennirnir voru frábærir. Við gerðum þetta öll saman. Þú sérð félagið, hve allir eru sameinaðir, leikmenn starfsliðið, stuðningsmenn, allir. Svo já, það er frábært að sjá.“
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira