Fær ekki skammtímaleyfi til þess að fylgja mági sínum til grafar Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2024 15:04 Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu og Birna Ólafsdóttir er eiginkona fanga. Bylgjan Maður sem afplánar nú þungan fangelsisdóm fær ekki skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður eiginkonu hans, sem lést á dögunum. Ólafur Ágúst Hraundal, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi í Landsrétti í fyrra fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu, hefur fengið neitun um skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður Birnu Ólafsdóttur eiginkonu hans. Birna segir í samtali við Vísi að bróðir hennar hafi verið bráðkvaddur þann 23. janúar síðastliðinn. Ólafur Ágúst hafi þá þegar óskað eftir skammtímaleyfi. Neikvætt svar við erindi hans hafi borist frá Fangelsismálastofnun á fimmtudag síðustu viku og hann þegar kært ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins. Í dag hafi svo endanlegt svar frá ráðuneytinu borist; Ólafur Ágúst fær ekki skammtímaleyfi. „Þetta er bara svo ljótt,“ segir Birna í talsverðu uppnámi. Hún segir að neitunin fái mikið á Ólaf Ágúst enda vilji hann vera til staðar fyrir eiginkonu sína og börn. Þá hafi þeir mágur hans verið nánir. Tæmandi talning í lögunum Birna segir að í svörum við erindum Ólafs Ágústs hafi verið vísað í lög um fullnustu refsinga. Í 61. grein þeirra um skammtímaleyfi segir að forstöðumaður fangelsis geti að fengnu samþykki Fangelsismálastofnunar veitt fanga skammtímaleyfi til dvalar utan fangelsis í þeim tilgangi að vera viðstaddur jarðarför eða kistulagningu náins ættingja eða annars nákomins í fjölskyldu fanga. Þó geti fangi verið viðstaddur bæði kistulagningu og jarðarför maka síns, niðja, foreldra, systkina, afa og ömmu, langömmu og langafa. Þá segir að með nánum ættingja og öðrum nákomnum í fjölskyldu fanga sé átt við maka, sambúðarmaka, niðja, stjúpbörn, fósturbörn, foreldra, stjúpforeldra, fósturforeldra, tengdaforeldra, systkin, systkinabörn, föður- og móðurforeldra, langömmu og langafa og föður- og móðursystkin. Því er ljóst að mágur fellur ekki undir skilgreiningu laganna um náinn ættingja eða annan nákominn í fjölskyldunni. Málið sorglegt og tími kominn á breytingar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, segir í samtali við Vísi að félagið hafi í rúman áratug barist fyrir því að reglur um skammtímaleyfi verði rýmkaðar. Afstaða sé meðvituð um mál Ágústs Ólafs og hafi unnið í því undanfarið. Hann hafi þó ekki vitað af því að endanleg neitun hafi borist og að honum þyki það sorglegt. Sér í lagi hversu langur málsmeðferðartíminn var og því knappur tími til að bregðast við neitun. Dómsmálaráðherra hefur boðað gagnagera endurskoðun á lögum um fullnustu refsinga. Guðmundur Ingi segist búast við því að endurbætur verði gerðar á reglum um skammtímaleyfi. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði lagað. Þetta er svo sjálfsagt mál, að menn fái skammtímaleyfi til þess að vera viðstaddir jarðarfarir nákominna.“ Þá segir hann að svo virðist sem ekki sé gert ráð fyrir því í núgildandi lögum að fangar eigi fleiri nákomna en þann þrönga hóp sem talinn er upp í lögunum. Ekki rétt að ekki sé heimilt að veita leyfið Guðmundur Ingi gagnrýnir að Ágústi Ólafi hafi ekki verið veitt skammtímaleyfi og segir ekki rétt að lögin girði fyrir það. Þar bendir hann á að forstöðumanni fangelsis sé einnig heimilt að veita fanga skammtímaleyfi til þess að gæta sérstaklega brýnna persónulegra hagsmuna sinna. „Þannig að það er alveg hægt að gera þetta ef menn vilja.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, þegar Vísir bar málið undir hann. Fangelsismál Tengdar fréttir „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Ólafur Ágúst Hraundal, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi í Landsrétti í fyrra fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu, hefur fengið neitun um skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður Birnu Ólafsdóttur eiginkonu hans. Birna segir í samtali við Vísi að bróðir hennar hafi verið bráðkvaddur þann 23. janúar síðastliðinn. Ólafur Ágúst hafi þá þegar óskað eftir skammtímaleyfi. Neikvætt svar við erindi hans hafi borist frá Fangelsismálastofnun á fimmtudag síðustu viku og hann þegar kært ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins. Í dag hafi svo endanlegt svar frá ráðuneytinu borist; Ólafur Ágúst fær ekki skammtímaleyfi. „Þetta er bara svo ljótt,“ segir Birna í talsverðu uppnámi. Hún segir að neitunin fái mikið á Ólaf Ágúst enda vilji hann vera til staðar fyrir eiginkonu sína og börn. Þá hafi þeir mágur hans verið nánir. Tæmandi talning í lögunum Birna segir að í svörum við erindum Ólafs Ágústs hafi verið vísað í lög um fullnustu refsinga. Í 61. grein þeirra um skammtímaleyfi segir að forstöðumaður fangelsis geti að fengnu samþykki Fangelsismálastofnunar veitt fanga skammtímaleyfi til dvalar utan fangelsis í þeim tilgangi að vera viðstaddur jarðarför eða kistulagningu náins ættingja eða annars nákomins í fjölskyldu fanga. Þó geti fangi verið viðstaddur bæði kistulagningu og jarðarför maka síns, niðja, foreldra, systkina, afa og ömmu, langömmu og langafa. Þá segir að með nánum ættingja og öðrum nákomnum í fjölskyldu fanga sé átt við maka, sambúðarmaka, niðja, stjúpbörn, fósturbörn, foreldra, stjúpforeldra, fósturforeldra, tengdaforeldra, systkin, systkinabörn, föður- og móðurforeldra, langömmu og langafa og föður- og móðursystkin. Því er ljóst að mágur fellur ekki undir skilgreiningu laganna um náinn ættingja eða annan nákominn í fjölskyldunni. Málið sorglegt og tími kominn á breytingar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, segir í samtali við Vísi að félagið hafi í rúman áratug barist fyrir því að reglur um skammtímaleyfi verði rýmkaðar. Afstaða sé meðvituð um mál Ágústs Ólafs og hafi unnið í því undanfarið. Hann hafi þó ekki vitað af því að endanleg neitun hafi borist og að honum þyki það sorglegt. Sér í lagi hversu langur málsmeðferðartíminn var og því knappur tími til að bregðast við neitun. Dómsmálaráðherra hefur boðað gagnagera endurskoðun á lögum um fullnustu refsinga. Guðmundur Ingi segist búast við því að endurbætur verði gerðar á reglum um skammtímaleyfi. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði lagað. Þetta er svo sjálfsagt mál, að menn fái skammtímaleyfi til þess að vera viðstaddir jarðarfarir nákominna.“ Þá segir hann að svo virðist sem ekki sé gert ráð fyrir því í núgildandi lögum að fangar eigi fleiri nákomna en þann þrönga hóp sem talinn er upp í lögunum. Ekki rétt að ekki sé heimilt að veita leyfið Guðmundur Ingi gagnrýnir að Ágústi Ólafi hafi ekki verið veitt skammtímaleyfi og segir ekki rétt að lögin girði fyrir það. Þar bendir hann á að forstöðumanni fangelsis sé einnig heimilt að veita fanga skammtímaleyfi til þess að gæta sérstaklega brýnna persónulegra hagsmuna sinna. „Þannig að það er alveg hægt að gera þetta ef menn vilja.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, þegar Vísir bar málið undir hann.
Fangelsismál Tengdar fréttir „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25