Alveg sama um hvaða liði kaupandi Arsenal-hússins haldi með Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 13:39 Í húsinu er að finna sérstakt herbergi tileinkað Arsenal. Frægt blátt hús við Aðalstræti 5 á Akureyri, sem hefur gjarnan verið kennt við enska fótboltaliðið Arsenal, er komið á sölu. Eignin er fjögurra herbergja sérhæð í steyptu tvíbýli og tæplega fimmtíu milljóna verðmiði er settur á það. Fasteignamatið er 47,5 milljónir og brunabótamatið er 55,8 milljónir. Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjallara og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara. Líkt og áður segir er húsið oft kennt við knattspyrnustórveldið Arsenal. Ástæðan er sú að húsið er uppfullt af minjagripum, varningi og öðrum munum tengdu Lundúnaliðinu, líkt og sjá má á myndum af fasteigninni. Þó að húsið sé að mestu leiti rautt að innan, þá er það blátt að utan. Í samtali við Vísi segir Sigfríð Ingólfsdóttir, mikill stuðningsmaður Arsenal og eigandi hússins, að sér sé alveg sama með hvaða liði í enska boltanum sá sem kaupir húsið haldi með. Blaðamaður tilkynnti Sigfríði að hann héldi sjálfur með Arsenal og hún brást við með því að spyrja hvernig stórleikur helgarinnar myndi fara. Blaðamaðurinn spáði því að Arsenal myndi bera sigur úr býtum. Sessunautur hans, sem heldur með Liverpool, sagði þá að blaðamaðurinn væri „ruglaður“. Blaðamaðurinn tilkynnti Sigfríði þessi ummæli Liverpool-sessunautarins. „Segðu að hann sé bilaður að halda með Liverpool,“ sagði hún og hló. Þá bætti hún við að þeir sem haldi með Liverpool séu stórskrýtnir. Sjálf spáir hún því að Arsenal vinni leikinn um helgina sem fer fram síðdegis á sunnudag. „Við vinnum þá. Já já. Ég er svo bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“ Arsenal er svo sannarlega í aðalhlutverki. Sigþrúði er samt alveg sama hvort kaupandinn verði Arsenal maður eða ekki. Í fasteignaauglýsingu segir einnig um Arsenal-húsið að úr því sé gott útsýni og að það sé skemmtilega staðsett í Innbænum á Akureyri. Eignin gæti verið sérstaklega spennandi fyrir ísunnendur, en það er staðsett við hlið ísbúðarinnar goðsagnakenndu Brynju. Eldhúsinnréttingin minnir hreinlega á Highbury, gamlan heimavöll Arsenal. Rúmfötin eru líka merkt Arsenal. Árið 2017 fór Arnar Björnsson fréttamaður ásamt tökuliði Stöðvar 2 í heimsókn til Sigfríðar í Arsenal-húsið. Í innslaginu, sem má sjá hér á neðan, var meðal annars minnst á heimiliskött sem var skýrður í höfuðið á knattspyrnustjóranum ástsæla Arsène Wenger, sem stýrði liðinu í 22 ár. Einnig var lögð áhersla á það að í húsinu væri að finna sérherbergi helgað Arsenal. Hús og heimili Enski boltinn Akureyri Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Fasteignamatið er 47,5 milljónir og brunabótamatið er 55,8 milljónir. Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjallara og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara. Líkt og áður segir er húsið oft kennt við knattspyrnustórveldið Arsenal. Ástæðan er sú að húsið er uppfullt af minjagripum, varningi og öðrum munum tengdu Lundúnaliðinu, líkt og sjá má á myndum af fasteigninni. Þó að húsið sé að mestu leiti rautt að innan, þá er það blátt að utan. Í samtali við Vísi segir Sigfríð Ingólfsdóttir, mikill stuðningsmaður Arsenal og eigandi hússins, að sér sé alveg sama með hvaða liði í enska boltanum sá sem kaupir húsið haldi með. Blaðamaður tilkynnti Sigfríði að hann héldi sjálfur með Arsenal og hún brást við með því að spyrja hvernig stórleikur helgarinnar myndi fara. Blaðamaðurinn spáði því að Arsenal myndi bera sigur úr býtum. Sessunautur hans, sem heldur með Liverpool, sagði þá að blaðamaðurinn væri „ruglaður“. Blaðamaðurinn tilkynnti Sigfríði þessi ummæli Liverpool-sessunautarins. „Segðu að hann sé bilaður að halda með Liverpool,“ sagði hún og hló. Þá bætti hún við að þeir sem haldi með Liverpool séu stórskrýtnir. Sjálf spáir hún því að Arsenal vinni leikinn um helgina sem fer fram síðdegis á sunnudag. „Við vinnum þá. Já já. Ég er svo bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“ Arsenal er svo sannarlega í aðalhlutverki. Sigþrúði er samt alveg sama hvort kaupandinn verði Arsenal maður eða ekki. Í fasteignaauglýsingu segir einnig um Arsenal-húsið að úr því sé gott útsýni og að það sé skemmtilega staðsett í Innbænum á Akureyri. Eignin gæti verið sérstaklega spennandi fyrir ísunnendur, en það er staðsett við hlið ísbúðarinnar goðsagnakenndu Brynju. Eldhúsinnréttingin minnir hreinlega á Highbury, gamlan heimavöll Arsenal. Rúmfötin eru líka merkt Arsenal. Árið 2017 fór Arnar Björnsson fréttamaður ásamt tökuliði Stöðvar 2 í heimsókn til Sigfríðar í Arsenal-húsið. Í innslaginu, sem má sjá hér á neðan, var meðal annars minnst á heimiliskött sem var skýrður í höfuðið á knattspyrnustjóranum ástsæla Arsène Wenger, sem stýrði liðinu í 22 ár. Einnig var lögð áhersla á það að í húsinu væri að finna sérherbergi helgað Arsenal.
Hús og heimili Enski boltinn Akureyri Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira