Segir að Mainoo minni sig á Seedorf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2024 12:00 Samherjar Kobbies Mainoo fagna honum eftir sigur Manchester United á Wolves. getty/Marc Atkins Maður gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni var hinn átján ára Kobbie Mainoo, átján ára leikmaður Manchester United. Fyrrverandi leikmaður liðsins líkti honum við mikla hetju eftir sigurinn á Wolves. Mainoo kom United til bjargar á Molineux í gær en hann skoraði sigurmark liðsins þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Skömmu áður hafði Pedro Neto jafnað í 3-3 fyrir Wolves sem virtist vera búið að tryggja sér stig þrátt fyrir að lenda tvisvar tveimur mörkum undir. En Mainoo var á öðru máli. Mainoo skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að hafa leikið á nokkra leikmenn Úlfanna. Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður United, sagði að taktarnir sem Mainoo sýndi hafi minnt sig á leikmann sem hann mætti nokkrum sinnum á ferlinum, Clarence Seedorf. „Ég var í rusli og svo kemur Kobbie Mainoo með augnablik sem við höfum séð í unglingaliðunum áður,“ sagði Ferdinand. „Yfirvegunin sem þessi strákur sýnir á þessu stigi var áberandi í þessum leik. Í yngri liðunum leit hann alltaf út fyrir að vera klassaleikmaður og að færa það yfir í aðalliðið án nokkurra vandræða er merki um leikmann sem á bjarta framtíð fyrir höndum. Hann skilur kröfurnar sem eru hér, söguna og allt.“ Ferdinand líkti Mainoo svo við Seedorf sem átti frábæran feril með Ajax, Real Madrid, Inter og AC Milan. „Ég er ekki að segja að hann sé sami leikmaður eða með sömu hæfileika en hann minnir mig á Seedorf. Það hvernig hann smokrar sér framhjá mönnum í þröngum stöðum, skýlir boltanum og notar líkamann,“ sagði Ferdinand um Mainoo hefur alls leikið tólf leiki fyrir aðallið United og skorað tvö mörk. Næsti leikur United er gegn West Ham United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðin eru í 6. og 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en West Ham er einu stigi á undan United. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Mainoo kom United til bjargar á Molineux í gær en hann skoraði sigurmark liðsins þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Skömmu áður hafði Pedro Neto jafnað í 3-3 fyrir Wolves sem virtist vera búið að tryggja sér stig þrátt fyrir að lenda tvisvar tveimur mörkum undir. En Mainoo var á öðru máli. Mainoo skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að hafa leikið á nokkra leikmenn Úlfanna. Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður United, sagði að taktarnir sem Mainoo sýndi hafi minnt sig á leikmann sem hann mætti nokkrum sinnum á ferlinum, Clarence Seedorf. „Ég var í rusli og svo kemur Kobbie Mainoo með augnablik sem við höfum séð í unglingaliðunum áður,“ sagði Ferdinand. „Yfirvegunin sem þessi strákur sýnir á þessu stigi var áberandi í þessum leik. Í yngri liðunum leit hann alltaf út fyrir að vera klassaleikmaður og að færa það yfir í aðalliðið án nokkurra vandræða er merki um leikmann sem á bjarta framtíð fyrir höndum. Hann skilur kröfurnar sem eru hér, söguna og allt.“ Ferdinand líkti Mainoo svo við Seedorf sem átti frábæran feril með Ajax, Real Madrid, Inter og AC Milan. „Ég er ekki að segja að hann sé sami leikmaður eða með sömu hæfileika en hann minnir mig á Seedorf. Það hvernig hann smokrar sér framhjá mönnum í þröngum stöðum, skýlir boltanum og notar líkamann,“ sagði Ferdinand um Mainoo hefur alls leikið tólf leiki fyrir aðallið United og skorað tvö mörk. Næsti leikur United er gegn West Ham United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðin eru í 6. og 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en West Ham er einu stigi á undan United.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira