Erfitt að standast kombó af súkkulaði og söltu með smá krönsi Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. febrúar 2024 10:00 Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festa á sér sínar nammifreistingar eins og flestir. Og segir reyndar vísindalega sannað að líkaminn geti ekki staðist kombó af sykri, fitu og salti. Vísir/Vilhelm Bókaormurinn Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, á erfitt með að standast ákveðnar freistingar þegar kemur að namminu. Enda segir hún vísindin rökstyðja að sumt er varla hægt að standast. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt klukkan 7:10 nema ef ég ætla í sturtu þá þarf ég að vakna fyrr. Ég er með tvo unglinga á heimilinu og það er barist um sturtutímann á morgnana.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Við maðurinn minn vekjum yngsta gaurinn, þennan sjö ára, en þau eldri sjá um sig sjálf. Ég passa að láta hann lesa heimalesturinn á meðan hann fær sér morgunmat því hann hefur ekki nokkra þolinmæði fyrir því í lok dags þegar hann vill bara vera að leika sér með vinunum. Ég næ svo stundum að eiga smá móment fyrir sjálfa mig þegar krakkarnir eru lögð af stað í skólann sem er oft ein af uppáhalds stundum dagsins. Skrepp kannski í ræktina ef ég næ því eða bara les fréttir og fæ mér morgunmat í rólegheitum.“ Hvaða nammikyns freistingu áttu alltaf erfitt með að standast? Allt sem er blanda af súkkulaði og einhverju söltu með smá krönsi. Til dæmis súkkulaði-snakkið Smash sem fyrir þá sem ekki vita er eins og súkkulaðihúðað Bugles. Einfaldlega ómótstæðileg blanda! Það er vísindalega sannað að líkaminn getur ekki staðist þetta kombó af sykri, fitu og salti og munnurinn minn er hjartanlega sammála.“ Elva Rakel segist nokkuð sveigjanleg þegar kemur að skipulagi og að þessi sveigjanleiki henti starfinu hennar vel. Hún telur gott að skipulagið samanstandi af gallhörðum verkefnastjóra annars vegar en draumóramanneskju hins vegar.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við hjá Festu vorum að ljúka við stærsta viðburð ársins hjá okkur sem er Janúarráðstefna Festu og að þessu sinni héldum við líka hliðarviðburði svo sem hringborðsumræður leiðtoga og ungmennafund um seiglu. Þannig að þessa dagana er ég að gera upp þessa veislu og kjarna það sem við tökum með okkur út úr ótal áhugaverðum samtölum. Annars er Festa svo svakalega gróskumikið félag og verkefnin svo fjölbreytt að það er eiginlega erfitt að segjast vera að vinna við eitthvað eitt. Það er stefnumótun framundan hjá okkur og fyrirséð að þar komi inn ákveðin þemu svo sem reglugerðarumhverfi rekstraraðila og sjálfbær fjármögnun, félagsleg sjálfbærni, aukin tengslamyndum á innan félagsins og samstarf við hið opinbera. Við erum að ýta úr vör mjög spennandi Loftslagsleiðtoga hópi sem mun láta til sín taka á árinu, við verðum með fókus á hringrásarhagkerfið og samþættingu okkar verkefna við áherslur velsældarhagkerfisins.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er mjög sveigjanleg í því hvernig ég vinn sem hentar vel í þessu starfi. Sum verkefni eru þess eðlis að það er nauðsynlegt að vera með mikla yfirsýn, mælanleg markmið og vel sundurgreinda verkþætti. Önnur verkefni vinnast einfaldlega betur í meira flæði og þá þarf maður að leyfa öldunni að hrífa sig með þótt allt sé ekki endilega ferlað eða skilgreint. Það er sennilega gott að vera einhver blanda af gallhörðum verkefnastjóra og draumóramanneskju í þessu sem öðru.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Svona frekar í fyrra fallinu. Mér finnst gott að vera komin upp í klukkan hálf ellefu og ná svo að liggja og lesa í kannski góðan klukkutíma. Ég er mikill bókaormur, er í bókaklúbbi og veit ekkert betra en að týna mér í góðri sögu. Ég get reyndar illa sofnað án þess að lesa fyrir svefninn sem veldur því að ég missi iðulega bókina eða Kindle-inn ofan á nefið á mér þegar ég er eiginlega sofnuð með bókina enn á lofti.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00 Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00 „Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“ Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið. 13. janúar 2024 10:00 „Hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra“ Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segist klárlega samsvara sig við karakterinn í áramótaskaupinu sem endaði með að flokka sjálfan sig. Og telur reyndar að sjálf hafi hún bæði flokkað og endurnýtt sjálfan sig. 6. janúar 2024 10:00 Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt klukkan 7:10 nema ef ég ætla í sturtu þá þarf ég að vakna fyrr. Ég er með tvo unglinga á heimilinu og það er barist um sturtutímann á morgnana.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Við maðurinn minn vekjum yngsta gaurinn, þennan sjö ára, en þau eldri sjá um sig sjálf. Ég passa að láta hann lesa heimalesturinn á meðan hann fær sér morgunmat því hann hefur ekki nokkra þolinmæði fyrir því í lok dags þegar hann vill bara vera að leika sér með vinunum. Ég næ svo stundum að eiga smá móment fyrir sjálfa mig þegar krakkarnir eru lögð af stað í skólann sem er oft ein af uppáhalds stundum dagsins. Skrepp kannski í ræktina ef ég næ því eða bara les fréttir og fæ mér morgunmat í rólegheitum.“ Hvaða nammikyns freistingu áttu alltaf erfitt með að standast? Allt sem er blanda af súkkulaði og einhverju söltu með smá krönsi. Til dæmis súkkulaði-snakkið Smash sem fyrir þá sem ekki vita er eins og súkkulaðihúðað Bugles. Einfaldlega ómótstæðileg blanda! Það er vísindalega sannað að líkaminn getur ekki staðist þetta kombó af sykri, fitu og salti og munnurinn minn er hjartanlega sammála.“ Elva Rakel segist nokkuð sveigjanleg þegar kemur að skipulagi og að þessi sveigjanleiki henti starfinu hennar vel. Hún telur gott að skipulagið samanstandi af gallhörðum verkefnastjóra annars vegar en draumóramanneskju hins vegar.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við hjá Festu vorum að ljúka við stærsta viðburð ársins hjá okkur sem er Janúarráðstefna Festu og að þessu sinni héldum við líka hliðarviðburði svo sem hringborðsumræður leiðtoga og ungmennafund um seiglu. Þannig að þessa dagana er ég að gera upp þessa veislu og kjarna það sem við tökum með okkur út úr ótal áhugaverðum samtölum. Annars er Festa svo svakalega gróskumikið félag og verkefnin svo fjölbreytt að það er eiginlega erfitt að segjast vera að vinna við eitthvað eitt. Það er stefnumótun framundan hjá okkur og fyrirséð að þar komi inn ákveðin þemu svo sem reglugerðarumhverfi rekstraraðila og sjálfbær fjármögnun, félagsleg sjálfbærni, aukin tengslamyndum á innan félagsins og samstarf við hið opinbera. Við erum að ýta úr vör mjög spennandi Loftslagsleiðtoga hópi sem mun láta til sín taka á árinu, við verðum með fókus á hringrásarhagkerfið og samþættingu okkar verkefna við áherslur velsældarhagkerfisins.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er mjög sveigjanleg í því hvernig ég vinn sem hentar vel í þessu starfi. Sum verkefni eru þess eðlis að það er nauðsynlegt að vera með mikla yfirsýn, mælanleg markmið og vel sundurgreinda verkþætti. Önnur verkefni vinnast einfaldlega betur í meira flæði og þá þarf maður að leyfa öldunni að hrífa sig með þótt allt sé ekki endilega ferlað eða skilgreint. Það er sennilega gott að vera einhver blanda af gallhörðum verkefnastjóra og draumóramanneskju í þessu sem öðru.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Svona frekar í fyrra fallinu. Mér finnst gott að vera komin upp í klukkan hálf ellefu og ná svo að liggja og lesa í kannski góðan klukkutíma. Ég er mikill bókaormur, er í bókaklúbbi og veit ekkert betra en að týna mér í góðri sögu. Ég get reyndar illa sofnað án þess að lesa fyrir svefninn sem veldur því að ég missi iðulega bókina eða Kindle-inn ofan á nefið á mér þegar ég er eiginlega sofnuð með bókina enn á lofti.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00 Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00 „Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“ Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið. 13. janúar 2024 10:00 „Hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra“ Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segist klárlega samsvara sig við karakterinn í áramótaskaupinu sem endaði með að flokka sjálfan sig. Og telur reyndar að sjálf hafi hún bæði flokkað og endurnýtt sjálfan sig. 6. janúar 2024 10:00 Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. 27. janúar 2024 10:00
Sprenghlægilegt að sjá pabba sinn á dansgólfinu Ólöf Kristrún Pétursdóttir, stjórnarkona í UAK, verkefnafulltrúi hjá KLAK-Icelandic Startups og nemi í hátækniverkfræði í HR, segist þeim megin í lífinu að hláturinn lengi lífið og á auðvelt með að skella uppúr yfir alls konar hlutum í daglegu lífi. 20. janúar 2024 10:00
„Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“ Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið. 13. janúar 2024 10:00
„Hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra“ Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segist klárlega samsvara sig við karakterinn í áramótaskaupinu sem endaði með að flokka sjálfan sig. Og telur reyndar að sjálf hafi hún bæði flokkað og endurnýtt sjálfan sig. 6. janúar 2024 10:00
Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00