Umfjöllun og viðtal: Haukar - Keflavík 93-104 | Annar sigur Keflvíkinga í röð Dagur Lárusson skrifar 1. febrúar 2024 21:04 Vísir/Vilhelm Keflvíkingar unnu góðan ellefu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-104. Fyrsti leikhlutinn var heldur jafn og skiptust liðin á að vera með forystuna. Gestirnir komust í 27-28 áður en Haukar tóku við sér og náðu forystunni á ný 35-31 en þannig var staðan þegar annar leikhluti tók við. Daniel Love og Everage Richardson stýrði ferðinni mesta allan annan leikhlutann og áttu gestirnir erfitt með að ráða við þá. Forysta Hauka jókst því eftir því sem leið á leikhlutann. Hins vegar, þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum tók Maté Dalmay, þjálfari Hauka, leikhlé en eftir það leikhlé breyttist gangur leiksins. Keflvíkingar komu fullir eldmóðs út úr leikhléinu og náðu að minnka forskot Hauka þar til þeir voru komnir með forystuna. Staðan orðin 59-61 og tólf stiga forysta Hauka farin á augabragði. Haukar náðu þó að klóra í bakkann áður en annar leikhluti var allur og var staðan 61-61 í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var líklegast jafnasti leikhlutinn af þeim öllum en hvorugt liðið náði að vera með meira en tveggja stiga forystu en leikhlutinn endaði þannig að Remy Martin setti niður þriggja stiga skot og kom gestunum í þriggja stiga forystu. Staðan 80-83. Það má segja að leikmenn Hauka hafi síðan ekki mætt til leiks í síðasta leikhlutann og gestnum óx ásmegin. Það var uppgjöf og pirringur sem einkenndi leikmenn Hauka á meðan gestirnir juku forskot sitt og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 93-104. Afhverju vann Keflavík? Þolinmæði og trú á verkefnið vil ég meina að hafi verið lykillinn að sigri Keflvíkinga. Haukar voru oft yfir í leiknum en það vantaði einhvern veginn alltaf upp á það að þeir gætu varið forystu sína og klárað leikinn en það sama má ekki segja um gestina. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin var bestur hjá Keflavík en hann steig upp á mikilvægum augnablikum og var hann einnig stigahæstur með 26 stig. Urban Oman og Jaka voru einnig öflugir. Hvað fór illa? Þreyta, pirringur og lítil trú á verkefnið einkenndi Hauka liðið frá því í lok fyrri hálfleiks og nánast allan seinni hálfleikinn. Hvað gerist næst? Næsti leikur Haukar er eftir viku gegn Val á Hlíðarenda en sama kvöld fær Keflavík Hött í heimsókn. Pétur Ingvarsson: Þolinmæðin var lykilinn Pétur Ingvarsson.Vísir/Bára „Já ég er sáttur með þetta. Þeir eru góðir og þeir eru góðir á þeirra heimavelli og við höfum ekki verið að spila vel á útivöllum,“ byrjaði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að segja eftir leik. „Mér fannst þolinmæðin hjá okkur vera lykilinn að þessum sigri. Maður vinnur ekki leiki eftir þrettán mínútur heldur tekur þetta lengri tíma og því fannst mér þolinmæðin vera það sem vann þetta,“ hélt Pétur áfram að segja. „Við erum með hörkulið en þeir voru að hitta rosalega vel í fyrri hálfleik og þá Everage sérstaklega. En þegar við fórum að þétta vörnina þá komumst við inn í leikinn með þrautseigju,“ endaði Pétur á að segja. Subway-deild karla Haukar Keflavík ÍF
Keflvíkingar unnu góðan ellefu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-104. Fyrsti leikhlutinn var heldur jafn og skiptust liðin á að vera með forystuna. Gestirnir komust í 27-28 áður en Haukar tóku við sér og náðu forystunni á ný 35-31 en þannig var staðan þegar annar leikhluti tók við. Daniel Love og Everage Richardson stýrði ferðinni mesta allan annan leikhlutann og áttu gestirnir erfitt með að ráða við þá. Forysta Hauka jókst því eftir því sem leið á leikhlutann. Hins vegar, þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum tók Maté Dalmay, þjálfari Hauka, leikhlé en eftir það leikhlé breyttist gangur leiksins. Keflvíkingar komu fullir eldmóðs út úr leikhléinu og náðu að minnka forskot Hauka þar til þeir voru komnir með forystuna. Staðan orðin 59-61 og tólf stiga forysta Hauka farin á augabragði. Haukar náðu þó að klóra í bakkann áður en annar leikhluti var allur og var staðan 61-61 í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var líklegast jafnasti leikhlutinn af þeim öllum en hvorugt liðið náði að vera með meira en tveggja stiga forystu en leikhlutinn endaði þannig að Remy Martin setti niður þriggja stiga skot og kom gestunum í þriggja stiga forystu. Staðan 80-83. Það má segja að leikmenn Hauka hafi síðan ekki mætt til leiks í síðasta leikhlutann og gestnum óx ásmegin. Það var uppgjöf og pirringur sem einkenndi leikmenn Hauka á meðan gestirnir juku forskot sitt og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 93-104. Afhverju vann Keflavík? Þolinmæði og trú á verkefnið vil ég meina að hafi verið lykillinn að sigri Keflvíkinga. Haukar voru oft yfir í leiknum en það vantaði einhvern veginn alltaf upp á það að þeir gætu varið forystu sína og klárað leikinn en það sama má ekki segja um gestina. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin var bestur hjá Keflavík en hann steig upp á mikilvægum augnablikum og var hann einnig stigahæstur með 26 stig. Urban Oman og Jaka voru einnig öflugir. Hvað fór illa? Þreyta, pirringur og lítil trú á verkefnið einkenndi Hauka liðið frá því í lok fyrri hálfleiks og nánast allan seinni hálfleikinn. Hvað gerist næst? Næsti leikur Haukar er eftir viku gegn Val á Hlíðarenda en sama kvöld fær Keflavík Hött í heimsókn. Pétur Ingvarsson: Þolinmæðin var lykilinn Pétur Ingvarsson.Vísir/Bára „Já ég er sáttur með þetta. Þeir eru góðir og þeir eru góðir á þeirra heimavelli og við höfum ekki verið að spila vel á útivöllum,“ byrjaði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að segja eftir leik. „Mér fannst þolinmæðin hjá okkur vera lykilinn að þessum sigri. Maður vinnur ekki leiki eftir þrettán mínútur heldur tekur þetta lengri tíma og því fannst mér þolinmæðin vera það sem vann þetta,“ hélt Pétur áfram að segja. „Við erum með hörkulið en þeir voru að hitta rosalega vel í fyrri hálfleik og þá Everage sérstaklega. En þegar við fórum að þétta vörnina þá komumst við inn í leikinn með þrautseigju,“ endaði Pétur á að segja.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti