Giga bætist við Álftanes Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 09:00 Norbertas Giga sýndi styrk sinn með Haukum á síðustu leiktíð. Vísir/Diego Nýliðar Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta tilkynntu um sannkallaða „risaviðbót“ fyrir lok félagaskiptagluggans. Álftanes hefur fengið til sín hinn 28 ára gamla Norbertas Giga, sem gerði góða hluti með Haukum á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðsins er gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld en liðið er einnig komið í undanúrslit VÍS-bikarsins. Giga er 209 sentímetra hár, litháískur miðherji. Hann skoraði að meðaltali yfir tuttugu stig í leik fyrir Hauka á síðustu leiktíð, og tók 11,4 fráköst. Meiðsli hans settu strik í reikninginn hjá Haukum í úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið féll út gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Giga kveðst afar spenntur fyrir því að spila fyrir nýliðana og undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. „Við Kjartan þjálfari ræddum saman fyrir tímabilið og héldum svo sambandi. Þegar þetta tækifæri kom fann ég strax fyrir gagnkvæmum áhuga. Ég er ánægður að við gátum klárað þetta á örfáum klukkutímum,“ er haft eftir Giga á Facebook-síðu Álftnesinga. „Að koma og spila fyrir Álftanes og Kjartan þjálfara er mjög spennandi. Ég er glaður að geta tekið þátt í að skrifa söguna með klúbbnum, taka taka fyrstu skrefin á meðal þeirra bestu. Ég er mjög spenntur að hitta leikmennina, þjálfarateymið, stjórnina og auðvitað aðdáendur liðsins. Að koma inn í lið á miðju tímabili er ný reynsla fyrir mig en ég veit að allur hópurinn hefur sama markmið - að vinna leiki. Mitt markmið er að koma inn í liðið og hjálpa því að ná þeim markmiðum,“ segir Giga. Kjartan Atli þjálfari er ánægður með viðbótina: „Giga er frábær viðbót inn í okkar góða leikmannahóp. Við höfum verið að glíma við óvænt skakkaföll í allan vetur og ákváðum að hafa augun opin fyrir styrkingu á hópnum. Þegar þessi hugmynd var lögð fyrir okkur var þetta aldrei spurning. Við í þjálfarateyminu hrifumst allir af leik hans á síðasta tímabili og teljum að hann passi vel inn í þann körfubolta sem við viljum spila. Framundan eru spennandi tímar hjá klúbbnum, síðustu umferðirnar á fyrsta leiktímabilinu okkar í efstu deild og lokahelgin í bikarkeppninni. Við hlökkum til að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á; að kljást af krafti við bestu körfuboltalið landsins, hvattir áfram af frábæra samfélaginu okkar.“ UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Álftanes hefur fengið til sín hinn 28 ára gamla Norbertas Giga, sem gerði góða hluti með Haukum á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðsins er gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld en liðið er einnig komið í undanúrslit VÍS-bikarsins. Giga er 209 sentímetra hár, litháískur miðherji. Hann skoraði að meðaltali yfir tuttugu stig í leik fyrir Hauka á síðustu leiktíð, og tók 11,4 fráköst. Meiðsli hans settu strik í reikninginn hjá Haukum í úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið féll út gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum. Giga kveðst afar spenntur fyrir því að spila fyrir nýliðana og undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. „Við Kjartan þjálfari ræddum saman fyrir tímabilið og héldum svo sambandi. Þegar þetta tækifæri kom fann ég strax fyrir gagnkvæmum áhuga. Ég er ánægður að við gátum klárað þetta á örfáum klukkutímum,“ er haft eftir Giga á Facebook-síðu Álftnesinga. „Að koma og spila fyrir Álftanes og Kjartan þjálfara er mjög spennandi. Ég er glaður að geta tekið þátt í að skrifa söguna með klúbbnum, taka taka fyrstu skrefin á meðal þeirra bestu. Ég er mjög spenntur að hitta leikmennina, þjálfarateymið, stjórnina og auðvitað aðdáendur liðsins. Að koma inn í lið á miðju tímabili er ný reynsla fyrir mig en ég veit að allur hópurinn hefur sama markmið - að vinna leiki. Mitt markmið er að koma inn í liðið og hjálpa því að ná þeim markmiðum,“ segir Giga. Kjartan Atli þjálfari er ánægður með viðbótina: „Giga er frábær viðbót inn í okkar góða leikmannahóp. Við höfum verið að glíma við óvænt skakkaföll í allan vetur og ákváðum að hafa augun opin fyrir styrkingu á hópnum. Þegar þessi hugmynd var lögð fyrir okkur var þetta aldrei spurning. Við í þjálfarateyminu hrifumst allir af leik hans á síðasta tímabili og teljum að hann passi vel inn í þann körfubolta sem við viljum spila. Framundan eru spennandi tímar hjá klúbbnum, síðustu umferðirnar á fyrsta leiktímabilinu okkar í efstu deild og lokahelgin í bikarkeppninni. Við hlökkum til að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á; að kljást af krafti við bestu körfuboltalið landsins, hvattir áfram af frábæra samfélaginu okkar.“
UMF Álftanes Subway-deild karla Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti