Gamall liðsfélagi Ívars og Brynjars tók við á miðju móti og sló út meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 14:30 Leikmenn Fílabeinsstrandarinnar fagna sigrinum í gær. AP/Themba Hadebe Emerse Faé fékk það krefjandi verkefni að taka við landsliði Fílabeinsstrandarinnar á miðju Afríkumóti. Það er óhætt að segja að hann hafi byrjað landsliðsþjálfaraferilinn á eftirminnilegan hátt. Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar ákvað að reka þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir 4-0 skell liðsins á móti Miðbaugs-Gíneu í riðlakeppninni en liðið er á heimavelli í keppninni í ár. Þrátt fyrir skellinn komst Fílabeinsströndin í sextán liða úrslitin en lenti þar á móti ríkjandi meisturum frá Senegal. Faé fékk stöðuhækkun en hann hefur verið þjálfari 23 ára landsliðs þjóðarinnar og aðstoðarmaður Gasset. Frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokksliðs fór afar vel. Emerse Faé had less than a week to prepare Ivory Coast to face Senegal, the Ivorian Federation spent most of that time trying to hire Hervé Renard.Tonight, in his first match in charge, he knocked out the defending champions. #AFCON2023 pic.twitter.com/KI74avI3zo— Owuraku Ampofo (@_owurakuampofo) January 29, 2024 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Senegal komst yfir strax á fjórðu mínútu en Fílabeinsstrendingar jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Fílabeinsströndin vann svo 5-4 í vítakeppni og er komin áfram í átta liða úrslit keppninnar en titilvörn Senegal er á enda. Fílabeinsströndin mætir annað hvort Malí eða Búrkína Fasó í átta liða úrslitunum. Emerse Faé er fertugur og þetta er eins og áður sagði hans fyrsta starf sem þjálfari aðalliðs. Hann spilaði lengst af í Frakklandi en fékk aðeins að kynnast ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Íslendingafélagið Reading keypti hann frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda í ágúst 2007. Faé skrifaði undir þriggja ára samning og var þar með orðinn liðsfélagi Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar. Þetta var hins vegar stutt gaman því hann komst ekki í byrjunarliðið og neitaði síðan að spila með varaliðinu. Tími hans var stuttur, liðið féll og hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei spila aftur fyrir Reading. Faé var lánaður eftir tímabilið til Nice og félagið keypti hann síðan af enska félaginu. Hann kláraði ferilinn hjá Nice og hóf þar jafnframt þjálfaraferil sinn með yngri liðum félagsins. Faé spilaði á sínum tíma 41 landsleik fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann var landsliðsmaður þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. Nú var honum hent út í djúpu laugina og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu enda eru stórþjóðir eins og Egyptaland, Senegal, Alsír og Kamerún úr leik. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Fílabeinsströndin Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar ákvað að reka þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir 4-0 skell liðsins á móti Miðbaugs-Gíneu í riðlakeppninni en liðið er á heimavelli í keppninni í ár. Þrátt fyrir skellinn komst Fílabeinsströndin í sextán liða úrslitin en lenti þar á móti ríkjandi meisturum frá Senegal. Faé fékk stöðuhækkun en hann hefur verið þjálfari 23 ára landsliðs þjóðarinnar og aðstoðarmaður Gasset. Frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokksliðs fór afar vel. Emerse Faé had less than a week to prepare Ivory Coast to face Senegal, the Ivorian Federation spent most of that time trying to hire Hervé Renard.Tonight, in his first match in charge, he knocked out the defending champions. #AFCON2023 pic.twitter.com/KI74avI3zo— Owuraku Ampofo (@_owurakuampofo) January 29, 2024 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Senegal komst yfir strax á fjórðu mínútu en Fílabeinsstrendingar jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Fílabeinsströndin vann svo 5-4 í vítakeppni og er komin áfram í átta liða úrslit keppninnar en titilvörn Senegal er á enda. Fílabeinsströndin mætir annað hvort Malí eða Búrkína Fasó í átta liða úrslitunum. Emerse Faé er fertugur og þetta er eins og áður sagði hans fyrsta starf sem þjálfari aðalliðs. Hann spilaði lengst af í Frakklandi en fékk aðeins að kynnast ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Íslendingafélagið Reading keypti hann frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda í ágúst 2007. Faé skrifaði undir þriggja ára samning og var þar með orðinn liðsfélagi Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar. Þetta var hins vegar stutt gaman því hann komst ekki í byrjunarliðið og neitaði síðan að spila með varaliðinu. Tími hans var stuttur, liðið féll og hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei spila aftur fyrir Reading. Faé var lánaður eftir tímabilið til Nice og félagið keypti hann síðan af enska félaginu. Hann kláraði ferilinn hjá Nice og hóf þar jafnframt þjálfaraferil sinn með yngri liðum félagsins. Faé spilaði á sínum tíma 41 landsleik fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann var landsliðsmaður þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. Nú var honum hent út í djúpu laugina og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu enda eru stórþjóðir eins og Egyptaland, Senegal, Alsír og Kamerún úr leik. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Fílabeinsströndin Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti