„Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 10:30 Deandre Kane er mjög litríkur og skemmtilegur leikmaður. Grindvíkingar eru alltaf skeinuhættir með svo öflugan leikmann innanborðs. Vísir/Hulda Margrét Deandre Kane spilar með Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í vetur en þetta er líklegast sá bandaríski körfuboltaleikmaður sem hefur komið hingað til lands með hvað öflugustu ferilskrána á bakinu. Kane spilaði með Iowa State í háskólaboltanum og var boðið til nokkurra NBA liða til að sýna sig. Hann spilaði einnig með bæði Los Angels Lakers og Atlanta Hawks í sumardeild NBA. Kane hefur síðan spilað lengi í sterkum deildum í Evrópu og í löndum eins og Ísrael, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Grikklandi. Víkurfréttir fjölluðu um komu Kane til Grindavíkur og ræddu við hann um ástæðu þess að hann sé að spila á Íslandi. Hann spilar hér sem Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf. „Ég og konan mín hugsuðum með okkur, af hverju ekki að prófa Ísland? Ég hef leikið í níu löndum og fannst eitthvað spennandi við Ísland og hingað er ég kominn,“ sagði Deandre Kane. „Ég kann mjög vel við mig og get alveg hugsað mér að leika hér áfram. Þetta er auðvitað búið að vera mjög furðulegt tímabil vegna ástandsins í Grindavík,“ sagði Kane en sagðist engu að síður hafa kunnað mjög vel við sig í bænum. „Umskiptin tóku sinn toll af okkur og við vorum lélegir og töpuðum mörgum leikjum. Þeir sem þekkja mig, vita að ég þoli ekki að tapa en ég hef mjög mikla trú á liðinu mínu,“ sagði Kane. Grindavíkurliðið byrjaði mótið ekki vel og lenti síðan einnig í mótlæti í kringum það þegar liðið missti heimavöll sinn og leikmenn þurftu að flýja bæinn. Síðan þá hefur liðið verið á flugi og er nú með fimm sigra í röð í deildinni. Kane segist geta skorað hvenær sem hann vill en leggur áherslu á það að vörn vinni titla. Blaðamaður Víkurfrétta spurði Kane út í möguleika Grindavíkurliðsins og þar vantar ekki trú á Grindavíkurliðið eða aðallega sjálfan sig. „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu. Ég veit að nánast öll liðin ætla sér það sama en þau munu ekki vinna af því að ég er ekki í liðinu þeirra. Ég spila með Grindavík og þar af leiðandi verður Grindavík Íslandsmeistari,“ sagði Deandre Kane en það má lesa allt viðtalið hér. Subway-deild karla Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira
Kane spilaði með Iowa State í háskólaboltanum og var boðið til nokkurra NBA liða til að sýna sig. Hann spilaði einnig með bæði Los Angels Lakers og Atlanta Hawks í sumardeild NBA. Kane hefur síðan spilað lengi í sterkum deildum í Evrópu og í löndum eins og Ísrael, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Grikklandi. Víkurfréttir fjölluðu um komu Kane til Grindavíkur og ræddu við hann um ástæðu þess að hann sé að spila á Íslandi. Hann spilar hér sem Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf. „Ég og konan mín hugsuðum með okkur, af hverju ekki að prófa Ísland? Ég hef leikið í níu löndum og fannst eitthvað spennandi við Ísland og hingað er ég kominn,“ sagði Deandre Kane. „Ég kann mjög vel við mig og get alveg hugsað mér að leika hér áfram. Þetta er auðvitað búið að vera mjög furðulegt tímabil vegna ástandsins í Grindavík,“ sagði Kane en sagðist engu að síður hafa kunnað mjög vel við sig í bænum. „Umskiptin tóku sinn toll af okkur og við vorum lélegir og töpuðum mörgum leikjum. Þeir sem þekkja mig, vita að ég þoli ekki að tapa en ég hef mjög mikla trú á liðinu mínu,“ sagði Kane. Grindavíkurliðið byrjaði mótið ekki vel og lenti síðan einnig í mótlæti í kringum það þegar liðið missti heimavöll sinn og leikmenn þurftu að flýja bæinn. Síðan þá hefur liðið verið á flugi og er nú með fimm sigra í röð í deildinni. Kane segist geta skorað hvenær sem hann vill en leggur áherslu á það að vörn vinni titla. Blaðamaður Víkurfrétta spurði Kane út í möguleika Grindavíkurliðsins og þar vantar ekki trú á Grindavíkurliðið eða aðallega sjálfan sig. „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu. Ég veit að nánast öll liðin ætla sér það sama en þau munu ekki vinna af því að ég er ekki í liðinu þeirra. Ég spila með Grindavík og þar af leiðandi verður Grindavík Íslandsmeistari,“ sagði Deandre Kane en það má lesa allt viðtalið hér.
Subway-deild karla Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira