Stelpurnar grátandi og hlæjandi en hún alveg stjörf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 09:30 Leikmenn SR fagna sigrinum á Fjölni. Skautafélag Reykjavíkur Alexandra Hafsteinsdóttir lagði ómælda vinnu á sig til styrkja og bæta kvennalið Skautafélags Reykjavíkur. Á dögunum var sú vinna öll þess virði þegar liðið vann sögulegan sigur. Alexandra hefur æft íshokkí hjá SR frá tíu ára aldri. Átján ára gömul fór hún að þjálfa stúlknalið félagsins því hún taldi að ef ekkert yrði gert til að efla kvennaíshokkí myndi hún ekki hafa neitt félag til að spila fyrir. Ferlið að byggja upp kvennalið átti eftir að taka drjúgan tíma. Kvennalið SR hefur staðið í erfiðri baráttu við sterkari og reynslumeiri lið í mörg ár. Á dögunum borgaði allt erfiðið, þrautseigjan og baráttuhugurinn sig margfalt. Liðið vann þá sinn fyrsta leik í venjulegum leiktíma í sögunni. Væntanlega var það ekki neinn sem upplifði sigurinn eins sætan og Alexandra. „Tilfinningin var alveg ólýsanleg. Stelpurnar voru allar hoppandi af gleði, grátandi og hlæjandi og ég var bara sjálf alveg stjörf. Ég gat ekki hreyft mig og vissi ekki hvað ég átti að segja. Þetta var bara æðislegt og mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Alexandra Hafsteinsdóttir í viðtali við Aron Guðmundsson. SR vann 6-3 sigur á Fjölni þar sem sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin eða þær Friðrika Ragna Magnúsdóttir, Satu Niinimäki, Þóra Míla Sigurðardóttir, Ylfa Kristín Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Arna Friðjónsdóttir. Árangurinn er ekki síður merkilegur vegna þess að meirihluti liðsins eru uppaldir leikmenn og enn að spila með yngri flokkum SR. Framtíðin er því svo sannarlega björt. „Fyrir mér var þetta talsvert meira en bara einn sigur þar sem að þetta hefur verið svo langur aðdragandi. Ég æfði alltaf ein með strákum og byrjaði mjög ung með meistaraflokki kvenna. Ég er ein eftir úr upprunalega kvennaliðinu,“ sagði Alexandra. „Langflestar af stelpunum sem eru í kvennaliðinu í dag byrjuðu að æfa hjá mér fyrir stuttu síðan. Mér þykir ofboðslega vænt um það að sjá þær ná svona miklum árangri,“ sagði Alexandra. „Við byrjuðum fyrir nokkrum árum með sérstakar stelpuæfingar hjá Skautafélaginu þar sem að það voru nánast engar stelpur í yngri flokkunum. Við reyndum að draga inn eins mikið af stelpum og við gátum og reyna að halda þeim í íþróttinni,“ sagði Alexandra. „Árið eftir að við byrjuðum með þessar stelpuæfingar þá hefði stelpunum fjölgað úr átta í fjörutíu í yngri flokkunum hjá okkur. Meirihlutinn af stelpunum í meistaraflokki í dag eru þessar stelpur sem byrjuðu bara fyrir stuttu síðan. Við höldum bara áfram okkar uppbyggingu í félaginu,“ sagði Alexandra. En hvaða áhrif hefur svona sigur á leikmenn? „Ég held að þetta hafi gefið okkur mjög mikið sjálfstraust. Við sjáum núna að við getum þetta alveg og það er allt hægt. Við eigum alveg roð í liðin sem eru fyrir í deildinni. Þetta er geggjað. Við vitum að við getum unnið leiki og höldum því áfram,“ sagði Alexandra. Það gerðu þær líka því SR stelpurnar fylgdu þessum sögulega sigri á Fjölni eftir með sigri á Íslandsmeisturum SA. Þær unnu þann leik 4-3 og mörkin skoruðu Satu Niinimäki, Friðrika Magnúsdóttir, Arna Friðjónsdóttir og April Orongan. Íshokkí Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Alexandra hefur æft íshokkí hjá SR frá tíu ára aldri. Átján ára gömul fór hún að þjálfa stúlknalið félagsins því hún taldi að ef ekkert yrði gert til að efla kvennaíshokkí myndi hún ekki hafa neitt félag til að spila fyrir. Ferlið að byggja upp kvennalið átti eftir að taka drjúgan tíma. Kvennalið SR hefur staðið í erfiðri baráttu við sterkari og reynslumeiri lið í mörg ár. Á dögunum borgaði allt erfiðið, þrautseigjan og baráttuhugurinn sig margfalt. Liðið vann þá sinn fyrsta leik í venjulegum leiktíma í sögunni. Væntanlega var það ekki neinn sem upplifði sigurinn eins sætan og Alexandra. „Tilfinningin var alveg ólýsanleg. Stelpurnar voru allar hoppandi af gleði, grátandi og hlæjandi og ég var bara sjálf alveg stjörf. Ég gat ekki hreyft mig og vissi ekki hvað ég átti að segja. Þetta var bara æðislegt og mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Alexandra Hafsteinsdóttir í viðtali við Aron Guðmundsson. SR vann 6-3 sigur á Fjölni þar sem sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin eða þær Friðrika Ragna Magnúsdóttir, Satu Niinimäki, Þóra Míla Sigurðardóttir, Ylfa Kristín Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Arna Friðjónsdóttir. Árangurinn er ekki síður merkilegur vegna þess að meirihluti liðsins eru uppaldir leikmenn og enn að spila með yngri flokkum SR. Framtíðin er því svo sannarlega björt. „Fyrir mér var þetta talsvert meira en bara einn sigur þar sem að þetta hefur verið svo langur aðdragandi. Ég æfði alltaf ein með strákum og byrjaði mjög ung með meistaraflokki kvenna. Ég er ein eftir úr upprunalega kvennaliðinu,“ sagði Alexandra. „Langflestar af stelpunum sem eru í kvennaliðinu í dag byrjuðu að æfa hjá mér fyrir stuttu síðan. Mér þykir ofboðslega vænt um það að sjá þær ná svona miklum árangri,“ sagði Alexandra. „Við byrjuðum fyrir nokkrum árum með sérstakar stelpuæfingar hjá Skautafélaginu þar sem að það voru nánast engar stelpur í yngri flokkunum. Við reyndum að draga inn eins mikið af stelpum og við gátum og reyna að halda þeim í íþróttinni,“ sagði Alexandra. „Árið eftir að við byrjuðum með þessar stelpuæfingar þá hefði stelpunum fjölgað úr átta í fjörutíu í yngri flokkunum hjá okkur. Meirihlutinn af stelpunum í meistaraflokki í dag eru þessar stelpur sem byrjuðu bara fyrir stuttu síðan. Við höldum bara áfram okkar uppbyggingu í félaginu,“ sagði Alexandra. En hvaða áhrif hefur svona sigur á leikmenn? „Ég held að þetta hafi gefið okkur mjög mikið sjálfstraust. Við sjáum núna að við getum þetta alveg og það er allt hægt. Við eigum alveg roð í liðin sem eru fyrir í deildinni. Þetta er geggjað. Við vitum að við getum unnið leiki og höldum því áfram,“ sagði Alexandra. Það gerðu þær líka því SR stelpurnar fylgdu þessum sögulega sigri á Fjölni eftir með sigri á Íslandsmeisturum SA. Þær unnu þann leik 4-3 og mörkin skoruðu Satu Niinimäki, Friðrika Magnúsdóttir, Arna Friðjónsdóttir og April Orongan.
Íshokkí Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira