Mahomes, Kelce og auðvitað Taylor Swift líka í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 06:31 Travis Kelce of Taylor Swift fagna saman sigri Kansas City Chiefs í leikslok. Getty/Patrick Smith Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers mætast í Super Bowl í ár en þetta varð ljóst eftir úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs vann 17-10 sigur á Baltimore Ravens á útivelli þar sem öll stigin í leiknum, nema eitt vallarmark frá Ravens, komu í fyrri hálfleiknum. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum þar sem Patrick Mahomes og félagar fara alla leið í leikinn um Ofurskálina. Það var mun meiri dramatík í hinum leiknum þar sem San Francisco 49ers gróf stig upp úr stórri holu og vann 34-31 endurkomusigur á Detriot Lions. 49ers vs. Chiefs in Las Vegas! #SBLVIII pic.twitter.com/ARHIwQBaia— NFL (@NFL) January 29, 2024 Lions liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og var komið í 24-7 fyrir hálfleik. 49ers menn sýndu mikla seiglu með að koma til baka en miklu munaði um sautján stig liðsins á mögnuðum átta mínútna kafla. Detoit hefur aldrei spilað í Super Bowl og var svo ótrúlega nálægt því. Liðið tók tvisvar áhættuna á því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að reyna við vallarmark og það reyndist á endanum dýrkeypt. 49ers var á heimavelli og sigurstranglegra fyrir fram en útlitið var svo sannarlega svart um tíma. Liðið er aftur á móti stórhættulegt þegar það kemst á ferðina. 49ers fær nú tækifæri til að hefna fyrir tap á móti Chiefs í Super Bowl fyrir fimm árum. Mr. Irrelevant is Super Bowl bound pic.twitter.com/7EQbjqrGe2— NFL (@NFL) January 29, 2024 Baltimore Ravens var með besta árangurinn í deildinni og allt bendir til þess að leikstjórnandinn Lamar Jackson verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Enn á ný ganga hlutirnir hins vegar ekki upp hjá liðinu í úrslitakeppninni. Chiefs liðið, sem varð meistari í fyrra, hefur ekki verið sannfærandi í vetur en er að koma upp á hárréttum tíma. Travis Kelce skoraði fyrra snertimark Chiefs og greip alls ellefu bolta frá Patrick Mahomes í leiknum. Með því setti Kelce met yfir flesta gripnar sendingar í sögu úrslitakeppni NFL. Kelce fagnaði í leikslok með kærustu sinni, tónlistastjörnunni Taylor Swift, og fóru myndavélarnar varla af þeim í sigurhátíðinni. Swift hefur verið mjög dugleg að mæta á leiki liðsins og þó að hún hafi ekki viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl þá má búast við henni i stúkunni á Super Bowl í leiknum í Las Vegas eftir tæpar tvær vikur. Travis and Taylor pic.twitter.com/9FlGKczWd4— NFL (@NFL) January 28, 2024 NFL Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira
Chiefs vann 17-10 sigur á Baltimore Ravens á útivelli þar sem öll stigin í leiknum, nema eitt vallarmark frá Ravens, komu í fyrri hálfleiknum. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum þar sem Patrick Mahomes og félagar fara alla leið í leikinn um Ofurskálina. Það var mun meiri dramatík í hinum leiknum þar sem San Francisco 49ers gróf stig upp úr stórri holu og vann 34-31 endurkomusigur á Detriot Lions. 49ers vs. Chiefs in Las Vegas! #SBLVIII pic.twitter.com/ARHIwQBaia— NFL (@NFL) January 29, 2024 Lions liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og var komið í 24-7 fyrir hálfleik. 49ers menn sýndu mikla seiglu með að koma til baka en miklu munaði um sautján stig liðsins á mögnuðum átta mínútna kafla. Detoit hefur aldrei spilað í Super Bowl og var svo ótrúlega nálægt því. Liðið tók tvisvar áhættuna á því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að reyna við vallarmark og það reyndist á endanum dýrkeypt. 49ers var á heimavelli og sigurstranglegra fyrir fram en útlitið var svo sannarlega svart um tíma. Liðið er aftur á móti stórhættulegt þegar það kemst á ferðina. 49ers fær nú tækifæri til að hefna fyrir tap á móti Chiefs í Super Bowl fyrir fimm árum. Mr. Irrelevant is Super Bowl bound pic.twitter.com/7EQbjqrGe2— NFL (@NFL) January 29, 2024 Baltimore Ravens var með besta árangurinn í deildinni og allt bendir til þess að leikstjórnandinn Lamar Jackson verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Enn á ný ganga hlutirnir hins vegar ekki upp hjá liðinu í úrslitakeppninni. Chiefs liðið, sem varð meistari í fyrra, hefur ekki verið sannfærandi í vetur en er að koma upp á hárréttum tíma. Travis Kelce skoraði fyrra snertimark Chiefs og greip alls ellefu bolta frá Patrick Mahomes í leiknum. Með því setti Kelce met yfir flesta gripnar sendingar í sögu úrslitakeppni NFL. Kelce fagnaði í leikslok með kærustu sinni, tónlistastjörnunni Taylor Swift, og fóru myndavélarnar varla af þeim í sigurhátíðinni. Swift hefur verið mjög dugleg að mæta á leiki liðsins og þó að hún hafi ekki viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl þá má búast við henni i stúkunni á Super Bowl í leiknum í Las Vegas eftir tæpar tvær vikur. Travis and Taylor pic.twitter.com/9FlGKczWd4— NFL (@NFL) January 28, 2024
NFL Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira