Mahomes, Kelce og auðvitað Taylor Swift líka í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 06:31 Travis Kelce of Taylor Swift fagna saman sigri Kansas City Chiefs í leikslok. Getty/Patrick Smith Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers mætast í Super Bowl í ár en þetta varð ljóst eftir úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs vann 17-10 sigur á Baltimore Ravens á útivelli þar sem öll stigin í leiknum, nema eitt vallarmark frá Ravens, komu í fyrri hálfleiknum. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum þar sem Patrick Mahomes og félagar fara alla leið í leikinn um Ofurskálina. Það var mun meiri dramatík í hinum leiknum þar sem San Francisco 49ers gróf stig upp úr stórri holu og vann 34-31 endurkomusigur á Detriot Lions. 49ers vs. Chiefs in Las Vegas! #SBLVIII pic.twitter.com/ARHIwQBaia— NFL (@NFL) January 29, 2024 Lions liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og var komið í 24-7 fyrir hálfleik. 49ers menn sýndu mikla seiglu með að koma til baka en miklu munaði um sautján stig liðsins á mögnuðum átta mínútna kafla. Detoit hefur aldrei spilað í Super Bowl og var svo ótrúlega nálægt því. Liðið tók tvisvar áhættuna á því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að reyna við vallarmark og það reyndist á endanum dýrkeypt. 49ers var á heimavelli og sigurstranglegra fyrir fram en útlitið var svo sannarlega svart um tíma. Liðið er aftur á móti stórhættulegt þegar það kemst á ferðina. 49ers fær nú tækifæri til að hefna fyrir tap á móti Chiefs í Super Bowl fyrir fimm árum. Mr. Irrelevant is Super Bowl bound pic.twitter.com/7EQbjqrGe2— NFL (@NFL) January 29, 2024 Baltimore Ravens var með besta árangurinn í deildinni og allt bendir til þess að leikstjórnandinn Lamar Jackson verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Enn á ný ganga hlutirnir hins vegar ekki upp hjá liðinu í úrslitakeppninni. Chiefs liðið, sem varð meistari í fyrra, hefur ekki verið sannfærandi í vetur en er að koma upp á hárréttum tíma. Travis Kelce skoraði fyrra snertimark Chiefs og greip alls ellefu bolta frá Patrick Mahomes í leiknum. Með því setti Kelce met yfir flesta gripnar sendingar í sögu úrslitakeppni NFL. Kelce fagnaði í leikslok með kærustu sinni, tónlistastjörnunni Taylor Swift, og fóru myndavélarnar varla af þeim í sigurhátíðinni. Swift hefur verið mjög dugleg að mæta á leiki liðsins og þó að hún hafi ekki viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl þá má búast við henni i stúkunni á Super Bowl í leiknum í Las Vegas eftir tæpar tvær vikur. Travis and Taylor pic.twitter.com/9FlGKczWd4— NFL (@NFL) January 28, 2024 NFL Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Chiefs vann 17-10 sigur á Baltimore Ravens á útivelli þar sem öll stigin í leiknum, nema eitt vallarmark frá Ravens, komu í fyrri hálfleiknum. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum þar sem Patrick Mahomes og félagar fara alla leið í leikinn um Ofurskálina. Það var mun meiri dramatík í hinum leiknum þar sem San Francisco 49ers gróf stig upp úr stórri holu og vann 34-31 endurkomusigur á Detriot Lions. 49ers vs. Chiefs in Las Vegas! #SBLVIII pic.twitter.com/ARHIwQBaia— NFL (@NFL) January 29, 2024 Lions liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og var komið í 24-7 fyrir hálfleik. 49ers menn sýndu mikla seiglu með að koma til baka en miklu munaði um sautján stig liðsins á mögnuðum átta mínútna kafla. Detoit hefur aldrei spilað í Super Bowl og var svo ótrúlega nálægt því. Liðið tók tvisvar áhættuna á því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að reyna við vallarmark og það reyndist á endanum dýrkeypt. 49ers var á heimavelli og sigurstranglegra fyrir fram en útlitið var svo sannarlega svart um tíma. Liðið er aftur á móti stórhættulegt þegar það kemst á ferðina. 49ers fær nú tækifæri til að hefna fyrir tap á móti Chiefs í Super Bowl fyrir fimm árum. Mr. Irrelevant is Super Bowl bound pic.twitter.com/7EQbjqrGe2— NFL (@NFL) January 29, 2024 Baltimore Ravens var með besta árangurinn í deildinni og allt bendir til þess að leikstjórnandinn Lamar Jackson verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Enn á ný ganga hlutirnir hins vegar ekki upp hjá liðinu í úrslitakeppninni. Chiefs liðið, sem varð meistari í fyrra, hefur ekki verið sannfærandi í vetur en er að koma upp á hárréttum tíma. Travis Kelce skoraði fyrra snertimark Chiefs og greip alls ellefu bolta frá Patrick Mahomes í leiknum. Með því setti Kelce met yfir flesta gripnar sendingar í sögu úrslitakeppni NFL. Kelce fagnaði í leikslok með kærustu sinni, tónlistastjörnunni Taylor Swift, og fóru myndavélarnar varla af þeim í sigurhátíðinni. Swift hefur verið mjög dugleg að mæta á leiki liðsins og þó að hún hafi ekki viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl þá má búast við henni i stúkunni á Super Bowl í leiknum í Las Vegas eftir tæpar tvær vikur. Travis and Taylor pic.twitter.com/9FlGKczWd4— NFL (@NFL) January 28, 2024
NFL Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira