Fótbolti

Þrenna frá Füllkrug tryggði Dortmund sigur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Niclas Fulkrug var öruggur á punktinum í dag. Framherjinn skoraði þrjú mörk, þar af tvö úr víti.
Niclas Fulkrug var öruggur á punktinum í dag. Framherjinn skoraði þrjú mörk, þar af tvö úr víti. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Borussia Dortmund sótti sinn þriðja sigur í þremur leikjum á þessu ári þegar þeir lögðu VFL Bochum að velli, 3-1. 

Maður leiksins var klárlega Niclas Füllkrug sem skoraði þrjú mörk í leiknum, þar af tvö úr vítaspyrnu. 

Fyrsta markið kom einmitt úr vítaspyrnu strax á 6. mínútu. Nico Schlotterbeck varð svo fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net rétt fyrir hálfleik og jafnaði leikinn fyrir VFL Bochum. 

Það kom ekki að sök, Füllkrug tók forystuna aftur fyrir Dortmund á 72. mínútu eftir góðan undirbúning Marcel Sabitzer. Füllkrug fullkomnaði svo þrennuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 

Dortmund hefur því náð í 36 stig á tímabilinu og vann sig upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri, stigi á eftir Stuttgart í 3. sætinu og þremur stigum á undan Leipzig í 5. sætinu. 

Það er þó enn nokkuð langt upp á topp, Bayer Leverkusen trónir þar með 49 stig, tveimur stigum á undan Bayern Munchen. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×