Fótbolti

Ingi­björg og Selma Sól áttust við í fyrsta leik í Þýska­landi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Selma Sól (t.v.) og Ingibjörg Sigurðardóttir eru liðsfélagar í íslenska landsliðinu en stóðu andspænis hvor annari í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Selma Sól (t.v.) og Ingibjörg Sigurðardóttir eru liðsfélagar í íslenska landsliðinu en stóðu andspænis hvor annari í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Dave Howarth - CameraSport via Getty Images

Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í vörn Duisburg sem tapaði 1-2 gegn Selmu Sól Magnúsdóttur og liðsfélögum hennar í 1. FC Nürnberg. 

Þær voru báðar að spila fyrsta leik fyrir félögin. Selma Sól gekk í raðir Nürnberg frá Rosenborg í Noregi. Ingibjörg Sigurðardóttir skrifaði undir hjá Duisburg eftir að Vålerenga í Noregi neitaði að bjóða henni samning.

Duisburg byrjaði leikinn afar illa og var lent tveimur mörkum undir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Medina Dešić skoraði fyrsta markið strax á 1. mínútu leiksins. Vanessa Haim tvöfaldaði svo forystuna fyrir 1. FC Nürnberg á 3. mínútu. 

Alexandra Emmerling minnkaði muninn fyrir Duisburg í seinni hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki að þessu sinni og Duisburg sat eftir með sárt ennið. 

Duisburg dúsir í 12. og neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 2 stig úr 11 leikjum. 1. FC Nürnberg fór með þessum sigri úr fallsæti og upp í 10. sæti, tveimur stigum fyrir ofan Leipzig. 


Tengdar fréttir

Ingibjörg til liðs við Duisburg

Ingibjörg Sigurðardóttir, íslenska landsliðskonan, hefur gengið til liðs við þýska félagið Duisburg.

Selma Sól til Nürnberg

Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er gengin í raðir Nürnberg í Þýskalandi. Hún hefur leikið með Rosenborg í Noregi undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×