Enski boltinn

Klopp: Ég mun aldrei stýra öðru liði á Eng­landi en Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp lofaði því að stýra aldrei öðru félagi en Liverpool.
Jürgen Klopp lofaði því að stýra aldrei öðru félagi en Liverpool. Getty/Andrew Powell

Liverpool stuðningsmenn fengu mikið áfall í dag þegar þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp tilkynnti það að hann myndi ekki klára samning sinn heldur hætt að með liðið í vor.

Klopp hefur unnið sex titla með félaginu þar af bæði enska meistaratitilinn og Meistaradeildina. Hann tók við í október 2015 og var með samning til ársins 2026.

Stuðningsmenn Liverpool vissu því að það kæmi að þessu en bjuggust þó við að hafa stjórann sinn í tvö tímabil í viðbót. Hann lofaði þeim þó einu.

„Ef þú spyrð mig núna um það hvort ég muni stýra fótboltaliði aftur, þá væri svarið nei,“ sagði Jürgen Klopp.

„Það sem ég veit fyrir víst er að ég mun aldrei stýra öðru liði í Englandi en Liverpool. Það væri ómögulegt,“ sagði Klopp. „Þó að ég ætti ekki fyrir mat þá kæmi það aldrei til greina,“ sagði Klopp.

„Ég mun finna mér eitthvað annað að gera. Ég mun hins vegar hvorki stýra félagsliði eða landsliði í að minnsta kosti eitt ár,“ sagði hinn 56 ára gamli Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×