Enski boltinn

Biðin eftir Haaland lengist enn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland þarf að sýna meiri þolinmæði því hann spilar ekki með Manchester City um helgina.
Erling Haaland þarf að sýna meiri þolinmæði því hann spilar ekki með Manchester City um helgina. Getty/James Gill

Erling Braut Haaland spilar ekki með Manchester City á móti Tottenham í ensku bikarkeppninni annað kvöld.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, af þetta úr á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Haaland hefur ekki spilað með City liðinu síðan 6. desember.

„Tottenham leikurinn kemur of snemma fyrir Haaland en það er stutt í hann,“ sagði Guardiola.

Haaland hefur verið að glíma við álagsbrot í fæti í langan tíma en er byrjaður að æfa aftur með liðinu.

Guardiola tekur aftur á móti enga áhættu með leikmanninn.

Áður en Haaland meiddist þá skoraði hann 19 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum. Liðið hefur þó ekki saknað hans mikið og varð meðal annars heimsmeistari félagsliða án hans.

Síðasti leikur Norðmannsins var á móti Aston Villa í ensku deildinni og náði hann þá ekki að skora á níutíu mínútum í 1-0 tapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×