Fegurðin við vörn Valsliðsins á móti Remy Martin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 16:20 Remy Martin komst lítið áleiðis á móti Valsvörninni. Vísir/Hulda Margrét Remy Martin hefur farið á kostum með Keflavíkurliðinu í vetur en hann lenti á vegg í síðasta leik. Vegg af vakandi Valsmönnum. Subway Körfuboltakvöld tók fyrir varnarleik Valsmanna í síðasta þætti sínum en það er einkum hann sem skilar Hliðarendaliðinu í efsta sæti Subway deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Valsliðið átti ekki í miklum vandræðum í 23 stiga sigri á Keflavík þar sem gestirnir úr Keflavík voru í miklum vandræðum fram eftir leik. „Við ætlum að skoða frábæran varnarleik Valsmanna gegn Keflvíkingum en þeir ná upp mjög miklu forskoti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég sá bara Valsvörnina upp á sitt besta. Það er greinilega mikil áhersla lögð á það að stoppa Remy Martin. Það eru bara þrír leikmenn sem bíða eftir honum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík náði ekki að finna út úr þessu og Valsmenn voru að treysta á það að Remy myndi ekki gefa réttu sendinguna. Hann náði að gera það nokkrum sinnum en ekki alltaf,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Vörn Valsmanna á móti Remy Martin Þeir fóru yfir nokkrar klippur með því hvernig Valsliðið dekkaði Martin í leiknum. „Þetta er lýjandi fyrir Remy en fegurðin við þetta er að það er eins og það sé strengur á milli þeirra. Þetta er einhver teygja og þegar einn hreyfir sig þá er veika hliðin að hreyfa sig. Þeir hreyfast í takti og allir tilbúnir. Um leið og Remy lyftir boltanum og er að fara að gefa hann þá fara allir út aftur. Þetta er bara gullfalleg vörn en að sama skapi á Keflavík að geta fundið lausn við þessu,“ sagði Helgi. Hann segir að Valsmenn hafi mögulega fundið lausnina á móti einum hættulegasta sóknarmanni deildarinnar. „Svona eiga liðin eftir að spila á móti Remy. Þau eiga eftir að neyða hann í það að taka réttar ákvarðanir, aftur og aftur og aftur. Lykillinn að góðri vörn á móti Keflavík er síðan að nógu agaður þegar hinir eru að hitta líka,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Næsti leikur Valsmanna er á móti Tindastól í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld tók fyrir varnarleik Valsmanna í síðasta þætti sínum en það er einkum hann sem skilar Hliðarendaliðinu í efsta sæti Subway deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Valsliðið átti ekki í miklum vandræðum í 23 stiga sigri á Keflavík þar sem gestirnir úr Keflavík voru í miklum vandræðum fram eftir leik. „Við ætlum að skoða frábæran varnarleik Valsmanna gegn Keflvíkingum en þeir ná upp mjög miklu forskoti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég sá bara Valsvörnina upp á sitt besta. Það er greinilega mikil áhersla lögð á það að stoppa Remy Martin. Það eru bara þrír leikmenn sem bíða eftir honum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík náði ekki að finna út úr þessu og Valsmenn voru að treysta á það að Remy myndi ekki gefa réttu sendinguna. Hann náði að gera það nokkrum sinnum en ekki alltaf,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Vörn Valsmanna á móti Remy Martin Þeir fóru yfir nokkrar klippur með því hvernig Valsliðið dekkaði Martin í leiknum. „Þetta er lýjandi fyrir Remy en fegurðin við þetta er að það er eins og það sé strengur á milli þeirra. Þetta er einhver teygja og þegar einn hreyfir sig þá er veika hliðin að hreyfa sig. Þeir hreyfast í takti og allir tilbúnir. Um leið og Remy lyftir boltanum og er að fara að gefa hann þá fara allir út aftur. Þetta er bara gullfalleg vörn en að sama skapi á Keflavík að geta fundið lausn við þessu,“ sagði Helgi. Hann segir að Valsmenn hafi mögulega fundið lausnina á móti einum hættulegasta sóknarmanni deildarinnar. „Svona eiga liðin eftir að spila á móti Remy. Þau eiga eftir að neyða hann í það að taka réttar ákvarðanir, aftur og aftur og aftur. Lykillinn að góðri vörn á móti Keflavík er síðan að nógu agaður þegar hinir eru að hitta líka,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Næsti leikur Valsmanna er á móti Tindastól í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan 19.05.
Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira