Ryan Gosling sársvekktur yfir Óskarstilnefningunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. janúar 2024 08:31 Ryan Gosling á setti Barbie myndarinnar með þeim Margot Robbie og Gretu Gerwig. Jaap Buitendijk/Warner Bros. Pictures/AP Kanadíski leikarinn Ryan Gosling segist vera vonsvikinn og sársvekktur vegna þess að Greta Gerwig, leikstjóri Barbie og Margot Robbie, aðalleikkona myndarinnar, hafi ekki verið tilnefndar til Óskarsverðlauna líkt og hann sjálfur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá leikaranum. Tilkynnt var í gær hverjir hefðu verið tilnefndir til Óskarsverðlauna. Barbie myndin hlaut alls átta tilnefningar. Í tilkynningu sinni tekur Gosling fram að hann væri himinlifandi með að vera tilnefndur í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem „plastdúkka að nafni Ken.“ Hann tók fram að hann væri ánægður fyrir hönd samleikara síns, America Ferrera, sem tilnefnd var í flokki leikkvenna í aukahlutverki. „En það er enginn Ken án Barbie og það er engin Barbie mynd án Gretu Gerwig og Margot Robbie,“ segir leikarinn í tilkynningunni. Hann segir þær stöllur bera mesta ábyrgð á myndinni og gríðarlegri velgengni hennar. „Það væri ekki hægt að veita neinum við gerð þessarar myndar viðurkenningu ef ekki hefði verið fyrir hæfileika þeirra og snilligáfu,“ segir leikarinn. Hann segir orð ekki ná utan um það hve svekktur hann er yfir því að þær hafi ekki verið tilnefndar. „Þvert á allar væntingar og með ekkert nema sálarlausar, fáklæddar og sem betur fer kloflausar dúkkur í farteskinu, fengu þær okkur til að hlæja, brutu hjörtu okkar og skráðu sig á spjöld sögunnar. Vinna þeirra ætti að hljóta viðurkenningu, líkt og allra hinna sem hlutu tilnefningu.“ Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá leikaranum. Tilkynnt var í gær hverjir hefðu verið tilnefndir til Óskarsverðlauna. Barbie myndin hlaut alls átta tilnefningar. Í tilkynningu sinni tekur Gosling fram að hann væri himinlifandi með að vera tilnefndur í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem „plastdúkka að nafni Ken.“ Hann tók fram að hann væri ánægður fyrir hönd samleikara síns, America Ferrera, sem tilnefnd var í flokki leikkvenna í aukahlutverki. „En það er enginn Ken án Barbie og það er engin Barbie mynd án Gretu Gerwig og Margot Robbie,“ segir leikarinn í tilkynningunni. Hann segir þær stöllur bera mesta ábyrgð á myndinni og gríðarlegri velgengni hennar. „Það væri ekki hægt að veita neinum við gerð þessarar myndar viðurkenningu ef ekki hefði verið fyrir hæfileika þeirra og snilligáfu,“ segir leikarinn. Hann segir orð ekki ná utan um það hve svekktur hann er yfir því að þær hafi ekki verið tilnefndar. „Þvert á allar væntingar og með ekkert nema sálarlausar, fáklæddar og sem betur fer kloflausar dúkkur í farteskinu, fengu þær okkur til að hlæja, brutu hjörtu okkar og skráðu sig á spjöld sögunnar. Vinna þeirra ætti að hljóta viðurkenningu, líkt og allra hinna sem hlutu tilnefningu.“
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira