Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 74-65 | Haukar höfðu betur gegn Stjörnunni Andri Már Eggertsson skrifar 23. janúar 2024 21:28 Rósa Björk Pétursdóttir í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu níu stiga sigur gegn Stjörnunni í Ólafssal 74-65. Heimakonur tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, óskaði eftir viðbrögðum frá sínu liði eftir 34 stiga tap gegn Keflavík í VÍS-bikarnum síðasta sunnudag. Þessi skilaboð Bjarna smituðust svo sannarlega í liðið í upphafi leiks þar sem Haukar byrjuðu afar vel og gerðu fyrstu átta stigin. Fyrirliði Hauka, Lovísa Björt Henningsdóttir, setti tóninn og gerði fyrstu fimm stigin. Fyrirliðinn spilaði afar vel í fyrsta leikhluta og gerði átta stig á fjórum mínútum. Þrátt fyrir að spilamennska Stjörnunnar hafi batnað þá voru Haukar sterkari og heimakonur voru ellefu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 28-17. Annar leikhluti fór afar rólega af stað. Á fyrstu fimm mínútunum í öðrum leikhluta gerðu bæði lið aðeins eina körfu hvor. Stjarnan var í meiri vandræðum þar sem liðið gerði aðeins eina körfu úr opnum leik á sjö mínútum. Haukar voru tólf stigum yfir í hálfleik 43-31. Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Bæði lið skiptust á körfum sem gerði lítið fyrir Stjörnuna þar sem gestirnir voru að elta skottið á Haukum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, neyddist til þess að taka leikhlé í stöðunni 52-39. Haukar unnu þriðja leikhluta með þremur stigum og voru fimmtán stigum yfir fyrir síðasta fjórðung 59-44. Stjarnan kom loksins með áhlaup og gerði sjö stig í röð í upphafi fjórða leikhluta. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók leikhlé í stöðunni 61-53. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi náð að saxa forskot Hauka niður í sex stig komst liðið ekki lengra og Haukar unnu að lokum 74-65. Af hverju unnu Haukar? Haukar settu tóninn strax í upphafi leiks og náðu góðu forskoti. Það var ekki fyrr en það voru fimm mínútur eftir að Stjarnan að minnka forskot Hauka. Það var hins vegar of seint fyrir Stjörnuna og sigur Hauka var verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson var allt í öllu hjá Haukum. Keira var stigahæst með 18 stig frákastahæst með 12 fráköst og stoðsendingahæst með sjö stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Denia Davis-Stewart með tvöfalda tvennu. Hún gerði 18 stig og tók 16 fráköst. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði leikinn illa og lenti snemma í brekku. Stjarnan tapaði ellefu boltum í fyrri hálfleik sem skilaði Haukum sextán stigum. Hvað gerist næst? Næsta þriðjudag mætast Haukar og Fjölnir klukkan 19:15. Klukkutíma síðar eigast við Grindavík og Stjarnan. „Að við séum komin í efri hlutann er mjög stórt“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð brattur eftir leikVísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð jákvæður þrátt fyrir níu stiga tap gegn Haukum 74-65. „Þetta voru fullorðnar konur á móti börnum. Við megum ekki við því að missa mikið úr liðinu okkar. Mér fannst við samt spila mjög vel í dag en Haukar voru betri og það er alveg ljóst að ef við ætlum að keppa við bestu liðin þá þurfa allar að vera heilar. Við erum með mikið af börnum í liðinu og ég var ánægður með frammistöðuna,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Haukar byrjuðu á að setja niður skot og við fórum að tapa boltanum sem endaði með sniðskoti hjá Haukum. Ég átti ekki von á því að halda Haukum í núll stigum en lentum aðeins eftir á. Við náðum að saxa forskot Hauka niður í sex stig en þá setti Keira í fluggírinn og setti erfið skot ofan í.“ Arnar var ánægður með að liðið hafði náð að saxa forskot Hauka niður í sex stig í fjórða leikhluta. „Við fórum að hitta betur og leikmenn hjá mér fóru að setja stór skot ofan í. Við náðum að stoppa þær og þegar að við vorum að klikka í vörninni þá misnotuðu þær opin skot sem hjálpaði okkur.“ Arnar fór yfir möguleika Stjörnunnar þegar að deildin mun skiptast upp og efstu fimm liðin munu mætast. „Við höfum ekki bætt við okkur erlendum leikmönnum eða A-landsliðs mönnum eins og liðin í kringum okkur. Ég held að við séum að bæta okkar leik þar sem við erum að eldast og það hjálpar.“ „Það mun gefa auga leið að þegar við munum fara upp á móti liðunum í efri hlutanum sama hvort það verður Þór Akureyri eða Haukar sem fylgja okkur. Suðurnesjaliðin eru ansi vel mönnuð og ef að við lendum í því að tapa gegn þeim þá þýðir það ekki að við séum að gefa eftir. Við erum með lið í dag aðeins með tvo leikmenn sem eru ekki í tíunda bekk eða á fyrsta ári í framhaldsskóla. Það að við séum komin í efri hlutan er mjög stórt fyrir okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan
Haukar unnu níu stiga sigur gegn Stjörnunni í Ólafssal 74-65. Heimakonur tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, óskaði eftir viðbrögðum frá sínu liði eftir 34 stiga tap gegn Keflavík í VÍS-bikarnum síðasta sunnudag. Þessi skilaboð Bjarna smituðust svo sannarlega í liðið í upphafi leiks þar sem Haukar byrjuðu afar vel og gerðu fyrstu átta stigin. Fyrirliði Hauka, Lovísa Björt Henningsdóttir, setti tóninn og gerði fyrstu fimm stigin. Fyrirliðinn spilaði afar vel í fyrsta leikhluta og gerði átta stig á fjórum mínútum. Þrátt fyrir að spilamennska Stjörnunnar hafi batnað þá voru Haukar sterkari og heimakonur voru ellefu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 28-17. Annar leikhluti fór afar rólega af stað. Á fyrstu fimm mínútunum í öðrum leikhluta gerðu bæði lið aðeins eina körfu hvor. Stjarnan var í meiri vandræðum þar sem liðið gerði aðeins eina körfu úr opnum leik á sjö mínútum. Haukar voru tólf stigum yfir í hálfleik 43-31. Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Bæði lið skiptust á körfum sem gerði lítið fyrir Stjörnuna þar sem gestirnir voru að elta skottið á Haukum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, neyddist til þess að taka leikhlé í stöðunni 52-39. Haukar unnu þriðja leikhluta með þremur stigum og voru fimmtán stigum yfir fyrir síðasta fjórðung 59-44. Stjarnan kom loksins með áhlaup og gerði sjö stig í röð í upphafi fjórða leikhluta. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók leikhlé í stöðunni 61-53. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi náð að saxa forskot Hauka niður í sex stig komst liðið ekki lengra og Haukar unnu að lokum 74-65. Af hverju unnu Haukar? Haukar settu tóninn strax í upphafi leiks og náðu góðu forskoti. Það var ekki fyrr en það voru fimm mínútur eftir að Stjarnan að minnka forskot Hauka. Það var hins vegar of seint fyrir Stjörnuna og sigur Hauka var verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson var allt í öllu hjá Haukum. Keira var stigahæst með 18 stig frákastahæst með 12 fráköst og stoðsendingahæst með sjö stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Denia Davis-Stewart með tvöfalda tvennu. Hún gerði 18 stig og tók 16 fráköst. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði leikinn illa og lenti snemma í brekku. Stjarnan tapaði ellefu boltum í fyrri hálfleik sem skilaði Haukum sextán stigum. Hvað gerist næst? Næsta þriðjudag mætast Haukar og Fjölnir klukkan 19:15. Klukkutíma síðar eigast við Grindavík og Stjarnan. „Að við séum komin í efri hlutann er mjög stórt“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð brattur eftir leikVísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð jákvæður þrátt fyrir níu stiga tap gegn Haukum 74-65. „Þetta voru fullorðnar konur á móti börnum. Við megum ekki við því að missa mikið úr liðinu okkar. Mér fannst við samt spila mjög vel í dag en Haukar voru betri og það er alveg ljóst að ef við ætlum að keppa við bestu liðin þá þurfa allar að vera heilar. Við erum með mikið af börnum í liðinu og ég var ánægður með frammistöðuna,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Haukar byrjuðu á að setja niður skot og við fórum að tapa boltanum sem endaði með sniðskoti hjá Haukum. Ég átti ekki von á því að halda Haukum í núll stigum en lentum aðeins eftir á. Við náðum að saxa forskot Hauka niður í sex stig en þá setti Keira í fluggírinn og setti erfið skot ofan í.“ Arnar var ánægður með að liðið hafði náð að saxa forskot Hauka niður í sex stig í fjórða leikhluta. „Við fórum að hitta betur og leikmenn hjá mér fóru að setja stór skot ofan í. Við náðum að stoppa þær og þegar að við vorum að klikka í vörninni þá misnotuðu þær opin skot sem hjálpaði okkur.“ Arnar fór yfir möguleika Stjörnunnar þegar að deildin mun skiptast upp og efstu fimm liðin munu mætast. „Við höfum ekki bætt við okkur erlendum leikmönnum eða A-landsliðs mönnum eins og liðin í kringum okkur. Ég held að við séum að bæta okkar leik þar sem við erum að eldast og það hjálpar.“ „Það mun gefa auga leið að þegar við munum fara upp á móti liðunum í efri hlutanum sama hvort það verður Þór Akureyri eða Haukar sem fylgja okkur. Suðurnesjaliðin eru ansi vel mönnuð og ef að við lendum í því að tapa gegn þeim þá þýðir það ekki að við séum að gefa eftir. Við erum með lið í dag aðeins með tvo leikmenn sem eru ekki í tíunda bekk eða á fyrsta ári í framhaldsskóla. Það að við séum komin í efri hlutan er mjög stórt fyrir okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti