Útskýra fjarveru Gylfa: „Aðstæður í Danmörku ekki ákjósanlegar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Lyngby í haust eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. Getty/Lars Ronbog Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem félagið útskýrir af hverju íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki æft með liðinu undanfarnar vikur. Danska félagið segir á heimasíðu sinni að það sé góð og gild ástæða fyrir því að Gylfi hafi ekki komið til móts við liðið á æfingasvæði félagsins, Lundtoftevej. Ástæðan sé sú að Gylfi hafi orðið fyrir álagsmeiðslum eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn og sé nú á leið til Spánar þar sem hann muni ganga í gegnum endurhæfingu við bestu mögulegu aðstæður. GYLFI GENOPTRÆNER I SPANIEN 🇪🇸Gylfi Sigurdsson er ikke med i dagens træningskamp mod Hillerød, men det er der en god grund til. Islændingen er nemlig på vej mod Spanien, hvor han sammen med specialister og under bedst mulige forhold, skal komme sig over den… pic.twitter.com/FgiYBXwLOr— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 21, 2024 Í tilkynningu félagsins segir að eftir langa fjarveru Gylfa frá knattspyrnuivellinum hafi vel mátt búast við að slík meiðsli myndu taka sig upp. Eins og flestir vita var Gylfi lengi frá æfingum og keppni eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, en þær ásakanir hafa verið látnar niður falla. Þá segir einnig að Gylfi hafi haldið heim til Íslands þegar vetrarfríið tók við til að hefja endurhæfingu sína, en muni nú fljótlega halda til Spánar. „Það er engin spurning um að við myndum að sjálfsögðu vilja hafa Gylfa í toppformi með okkur á æfingum nú þegar,“ segir Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri Lyngby um stöðu leikmannsins. „En við vissum að það væri möguleiki á einhverjum fylgikvillum eftir að hafa ekki spilað fótbolta svona lengi. Aðstæður í Danmörku eru ekki ákjósanlegar í augnablikinu fyrir enduehæfingu Gylfa, þannig það er frábært að sjá að hann er staðráðinn í því að koma sterkari til baka, og að hann sé tilbúinn að leggja þetta extra á sig hjá sérfræðingum á Spáni.“ „Bæði við, og Gylfi, vonumst til að hann verði kominn aftur inn í hópinn þegar við leggjum af stað í æfingaferð 2. febrúar,“ bætti Kjeldsen við. Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Danska félagið segir á heimasíðu sinni að það sé góð og gild ástæða fyrir því að Gylfi hafi ekki komið til móts við liðið á æfingasvæði félagsins, Lundtoftevej. Ástæðan sé sú að Gylfi hafi orðið fyrir álagsmeiðslum eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn og sé nú á leið til Spánar þar sem hann muni ganga í gegnum endurhæfingu við bestu mögulegu aðstæður. GYLFI GENOPTRÆNER I SPANIEN 🇪🇸Gylfi Sigurdsson er ikke med i dagens træningskamp mod Hillerød, men det er der en god grund til. Islændingen er nemlig på vej mod Spanien, hvor han sammen med specialister og under bedst mulige forhold, skal komme sig over den… pic.twitter.com/FgiYBXwLOr— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 21, 2024 Í tilkynningu félagsins segir að eftir langa fjarveru Gylfa frá knattspyrnuivellinum hafi vel mátt búast við að slík meiðsli myndu taka sig upp. Eins og flestir vita var Gylfi lengi frá æfingum og keppni eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, en þær ásakanir hafa verið látnar niður falla. Þá segir einnig að Gylfi hafi haldið heim til Íslands þegar vetrarfríið tók við til að hefja endurhæfingu sína, en muni nú fljótlega halda til Spánar. „Það er engin spurning um að við myndum að sjálfsögðu vilja hafa Gylfa í toppformi með okkur á æfingum nú þegar,“ segir Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri Lyngby um stöðu leikmannsins. „En við vissum að það væri möguleiki á einhverjum fylgikvillum eftir að hafa ekki spilað fótbolta svona lengi. Aðstæður í Danmörku eru ekki ákjósanlegar í augnablikinu fyrir enduehæfingu Gylfa, þannig það er frábært að sjá að hann er staðráðinn í því að koma sterkari til baka, og að hann sé tilbúinn að leggja þetta extra á sig hjá sérfræðingum á Spáni.“ „Bæði við, og Gylfi, vonumst til að hann verði kominn aftur inn í hópinn þegar við leggjum af stað í æfingaferð 2. febrúar,“ bætti Kjeldsen við.
Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira