Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 22:43 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar mbl um kæru á hendur ónefndum palestínskum mótmælanda. María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Maríu Lilju frá því fyrr í kvöld. Þar segist hún hafa lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttarinnar „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“ á vef mbl.is. Hún segir blaðamann fréttarinnar ganga „mjög langt“ í fullyrðingum um hinn kærða sem sé sagður palestínskur mótmælandi. Með fréttinni sé alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. „Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu,“ skrifar María í færslunni og telur það brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyður það neðar. Myndaval villandi og einkennist af virðingarleysi Framsetning fréttarinnar sé ekki sett fram af heiðarleika og „ásakanir á hendur stórum hópi fólks, núþegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar“ að hennar sögn. Út frá myndavali og texta mætti ætla að vinnubrögð blaðamanns væru einungis til þess fallin að kynda undir „(kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks“. Út frá fréttinni megi ætla að hópurinn sem birtist á myndinni liggi sérstaklega undir grun. Hins vegar eigi myndin ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og telur María að því gæti jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni. Fréttin, fyrirsögnin og myndavalið séu „alls ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu“ miðað við ofangreind atriði. Enginn blaðamaður skráður fyrir greininni Þá segir María að í fréttinni birtist skjáskot af Facebook-færslu „án nokkurra frekari skýringa um uppruna þess“ og að búið sé að eiga við myndina, nafn notandans afmáð og upprunalegum texta skipt út fyrir þýðingu Google-gervigreindar. Hún vill sömuleiðis undirstrika að myndavalið hafi ekkert með tjaldbúðirnar né kæruna að gera. Myndin hafi verið fengin af mótmælum frá því í október og að mennirnir hafi fengið skiltin sem þeir halda á að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. „Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin,“ skrifar hún. Að lokum segir hún að mbl hafi ekki brugðist við óskum „um breytingu á framsetningu og/eða óskum um að efnið sé tekið út og endurunnið í samræmi við siðareglur“. Þá segir hún að það veki athygli að enginn blaðamaður sé skráður fyrir greininni líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Kæran beinist því gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi þess. Fjölmiðlar Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Maríu Lilju frá því fyrr í kvöld. Þar segist hún hafa lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttarinnar „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“ á vef mbl.is. Hún segir blaðamann fréttarinnar ganga „mjög langt“ í fullyrðingum um hinn kærða sem sé sagður palestínskur mótmælandi. Með fréttinni sé alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. „Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu,“ skrifar María í færslunni og telur það brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyður það neðar. Myndaval villandi og einkennist af virðingarleysi Framsetning fréttarinnar sé ekki sett fram af heiðarleika og „ásakanir á hendur stórum hópi fólks, núþegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar“ að hennar sögn. Út frá myndavali og texta mætti ætla að vinnubrögð blaðamanns væru einungis til þess fallin að kynda undir „(kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks“. Út frá fréttinni megi ætla að hópurinn sem birtist á myndinni liggi sérstaklega undir grun. Hins vegar eigi myndin ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og telur María að því gæti jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni. Fréttin, fyrirsögnin og myndavalið séu „alls ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu“ miðað við ofangreind atriði. Enginn blaðamaður skráður fyrir greininni Þá segir María að í fréttinni birtist skjáskot af Facebook-færslu „án nokkurra frekari skýringa um uppruna þess“ og að búið sé að eiga við myndina, nafn notandans afmáð og upprunalegum texta skipt út fyrir þýðingu Google-gervigreindar. Hún vill sömuleiðis undirstrika að myndavalið hafi ekkert með tjaldbúðirnar né kæruna að gera. Myndin hafi verið fengin af mótmælum frá því í október og að mennirnir hafi fengið skiltin sem þeir halda á að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. „Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin,“ skrifar hún. Að lokum segir hún að mbl hafi ekki brugðist við óskum „um breytingu á framsetningu og/eða óskum um að efnið sé tekið út og endurunnið í samræmi við siðareglur“. Þá segir hún að það veki athygli að enginn blaðamaður sé skráður fyrir greininni líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Kæran beinist því gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi þess.
Fjölmiðlar Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40