Kona sem var dæmd fyrir þungunarrof laus úr fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 07:04 Kvenréttindahópar í El-Salvador hafa löngum barist fyrir réttinum til þugnunarrofs. Getty/Roque Alvarenga Ungri konu frá El-Salvador hefur verið sleppt úr fangelsi eftir sjö ára vist en hún var sakfelld fyrir að hafa rofið þungun. Konan var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2015. Mál Lilian vakti mikla athygli á sínum tíma en árið 2015, þegar hún var tvítug, fæddi hún stúlkubarn á sjúkrahúsi. Stúlkan dó þremur dögum síðar eftir stutta en erfiða glímu við ýmsa heilsufarskvilla. Þungunarrof í El Salvador er bannað með öllu og er ríkið þekkt fyrir eina ströngustu þungunarrofslöggjöf heims. Saksóknarar sökuðu Lilian um að hafa ekki gætt að heilbrigði fóstursins á meðan hún gekk með barnið og var hún ákærð fyrir vanrækslu og morð af ásettu ráði. Lilian, sem á tíu ára gamla dóttur, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa ætlað að rjúfa þungunina. „Fyrir hönd allra kvenna biðla ég til ykkar að hætta að ásaka og dæma saklausar konur eins og mig,“ sagði Lilian á blaðamannafundi í gær. „Þetta var mjög erfið lífsreynsla sem ég vona að enginn annar þurfa að ganga í gegnum.“ Samkvæmt baráttuhópum kvenna í El-Salvador var Lilian sleppt úr fangelsi í desember en aðeins mátti greina frá frelsuninni nú. Að sögn hópanna var ákvörðun dómara um að frelsa Lilian byggð á því að hún hafi verið í viðkvæmri stöðu á sjúkrahúsinu þegar barn hennar dó. Í El-Salvador er bannað með ölu að rjúfa þungun, eins og áður segir. Það á við jafnvel í tilfellum nauðgunar eða þegar þungun leggur líf móðurinnar í hættu. Lögin voru sett árið 1998 og kveða á um það að þeir sem gerist sekir um þugnunarrof eigi yfir höfði sér tveggja til átta ára fangelsisvist. Í mörgum málum eru konur hins vegar ákærðar fyrir morð af ásettu ráði, þar sem lægsta mögulega refsing eru þrjátíu ár í fangelsi. El Salvador Þungunarrof Tengdar fréttir Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43 Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14 Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Mál Lilian vakti mikla athygli á sínum tíma en árið 2015, þegar hún var tvítug, fæddi hún stúlkubarn á sjúkrahúsi. Stúlkan dó þremur dögum síðar eftir stutta en erfiða glímu við ýmsa heilsufarskvilla. Þungunarrof í El Salvador er bannað með öllu og er ríkið þekkt fyrir eina ströngustu þungunarrofslöggjöf heims. Saksóknarar sökuðu Lilian um að hafa ekki gætt að heilbrigði fóstursins á meðan hún gekk með barnið og var hún ákærð fyrir vanrækslu og morð af ásettu ráði. Lilian, sem á tíu ára gamla dóttur, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa ætlað að rjúfa þungunina. „Fyrir hönd allra kvenna biðla ég til ykkar að hætta að ásaka og dæma saklausar konur eins og mig,“ sagði Lilian á blaðamannafundi í gær. „Þetta var mjög erfið lífsreynsla sem ég vona að enginn annar þurfa að ganga í gegnum.“ Samkvæmt baráttuhópum kvenna í El-Salvador var Lilian sleppt úr fangelsi í desember en aðeins mátti greina frá frelsuninni nú. Að sögn hópanna var ákvörðun dómara um að frelsa Lilian byggð á því að hún hafi verið í viðkvæmri stöðu á sjúkrahúsinu þegar barn hennar dó. Í El-Salvador er bannað með ölu að rjúfa þungun, eins og áður segir. Það á við jafnvel í tilfellum nauðgunar eða þegar þungun leggur líf móðurinnar í hættu. Lögin voru sett árið 1998 og kveða á um það að þeir sem gerist sekir um þugnunarrof eigi yfir höfði sér tveggja til átta ára fangelsisvist. Í mörgum málum eru konur hins vegar ákærðar fyrir morð af ásettu ráði, þar sem lægsta mögulega refsing eru þrjátíu ár í fangelsi.
El Salvador Þungunarrof Tengdar fréttir Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43 Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14 Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43
Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14
Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01