Fullkomin Flórídaferð hjá karlalandsliðinu í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 06:30 Brynjólfur Andersen Willumsson opnaði markareikning sinn með íslenska karlalandsliðinu. Getty/Peter Zador Ísland vann 2-0 sigur á Hondúras í nótt í seinni vináttulandsleiknum sínum á æfingaferð landsliðsins til Flórída fylkis í Bandaríkjunum. Andri Lucas Guðjohnsen og Brynjólfur Andersen Willumsson skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum og komu þau bæði í seinni hálfleiknum. Íslensku strákarnir unnu 1-0 sigur á Gvatemala í fyrri leiknum og þetta var því fullkomin ferð. Tveir sigrar, þrjú mörk og hreint mark. Ekki slæm byrjun á árinu 2024. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni þegar íslenska liðið fékk vítaspyrnu á 48. mínútu og úr henni skoraði Andri Lucas Guðjohnsen sitt sjötta A-landsliðsmark í tuttugu leikjum. Það var síðan Brynjólfur Andersen Willumsson sem skoraði seinna markið af miklu harðfylgi á 58. mínútu, hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið, en Brynjólfur lék einmitt sína fyrstu tvo A-landsleiki í þessu janúarverkefni. Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Íslands í fyrri hálfleik en Patrik Sigurður Gunnarsson í þeim síðari. Hákon Rafn var í markinu í fyrri leiknum. Næsta verkefni karlalandsliðsins er umspilsleikur við Ísrael í mars. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Úkraínu eða Bosníu-Hersegóvínu í úrslita-umspilsleik um sæti í lokakeppni EM 2024. A landslið karla vann tveggja marka sigur gegn Hondúras í seinni vináttuleik sínum í janúarverkefninu í Florida og fylgdi þannig eftir eins marks sigri gegn Gvatemala í fyrri leiknum. Þrjú mörk skoruð og ekkert fengið á sig í þessu janúarverkefni. Vel gert, strákar! pic.twitter.com/v28RWsMvOJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 18, 2024 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Andri Lucas Guðjohnsen og Brynjólfur Andersen Willumsson skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum og komu þau bæði í seinni hálfleiknum. Íslensku strákarnir unnu 1-0 sigur á Gvatemala í fyrri leiknum og þetta var því fullkomin ferð. Tveir sigrar, þrjú mörk og hreint mark. Ekki slæm byrjun á árinu 2024. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni þegar íslenska liðið fékk vítaspyrnu á 48. mínútu og úr henni skoraði Andri Lucas Guðjohnsen sitt sjötta A-landsliðsmark í tuttugu leikjum. Það var síðan Brynjólfur Andersen Willumsson sem skoraði seinna markið af miklu harðfylgi á 58. mínútu, hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið, en Brynjólfur lék einmitt sína fyrstu tvo A-landsleiki í þessu janúarverkefni. Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Íslands í fyrri hálfleik en Patrik Sigurður Gunnarsson í þeim síðari. Hákon Rafn var í markinu í fyrri leiknum. Næsta verkefni karlalandsliðsins er umspilsleikur við Ísrael í mars. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Úkraínu eða Bosníu-Hersegóvínu í úrslita-umspilsleik um sæti í lokakeppni EM 2024. A landslið karla vann tveggja marka sigur gegn Hondúras í seinni vináttuleik sínum í janúarverkefninu í Florida og fylgdi þannig eftir eins marks sigri gegn Gvatemala í fyrri leiknum. Þrjú mörk skoruð og ekkert fengið á sig í þessu janúarverkefni. Vel gert, strákar! pic.twitter.com/v28RWsMvOJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 18, 2024
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira