Enski boltinn

Ivan Toney laus úr leikbanni og úti­lokar ekki fé­lags­skipti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ivan Toney hefur spilað með Brentford síðan liðið var í Championship deildinni 2020.
Ivan Toney hefur spilað með Brentford síðan liðið var í Championship deildinni 2020. Ryan Pierse/Getty Images

Ivan Toney, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni lauk í dag átta mánaða banni frá keppni vegna brota á veðmálareglum. 

Toney steig síðast inn á völl þann 6. maí í 1-0 tapi gegn Liverpool. Samkvæmt skilmálum leikbannsins mátti hann spila leiki fyrir lokuðum dyrum með varaliði Brentford. 

Enski framherjinn fagnaði frelsinu með færslu á samfélagsmiðlum. Það má gera ráð fyrir honum í leikmannahópi Brentford næsta laugardag gegn Nottingham Forest í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 

Það er að segja, ef Toney verður ekki farinn frá félaginu. Vitað er af áhuga margra stórliða, Chelsea og Arsenal þar á meðal. Toney gaf það svo sterklega í skyn í viðtali við Sky Sports að hann væri á förum frá Brentford. 

„Það vilja allir spila fyrir stórt félag sem berst um titla. Hvort janúar sé rétti tíminn fyrir félag til að bjóða í mig, hver veit?“ sagði Toney tyrfinn í tali. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×