Óttast um öryggi sitt vegna hatursorðræðu Bartons Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2024 11:30 Eni Aluko hefur haslað sér völl sem álitsgjafi eftir að fótboltaferlinum lauk. getty/James Baylis Eni Aluko, fyrrverandi landsliðskona Englands í fótbolta, segist vera hrædd eftir að hafa fengið yfir sig svívirðingar á samfélagsmiðlum. Joey Barton, fyrrverandi leikmaður Manchester City og Newcastle United, hefur farið mikinn að undanförnu í krossferð sinni gegn konum sem fjalla um karlafótbolta í sjónvarpi. Hann líkti meðal annars Aluko og öðrum álitsgjafa, Lucy Ward, við raðmorðingjana Fred og Rose West. Á Instagram sagðist Aluko hreinlega óttast um öryggi eftir svívirðingarnar frá Barton og fleirum. „Ég er óttasleginn. Ég er mannleg og viðurkenni fúslega að ég hef verið hrædd í vikunni,“ sagði Aluko. „Ég hef verið raunverulega hrædd. Ég yfirgaf ekki heimili mitt fyrr en á föstudaginn og núna er ég erlendis. Það er mjög mikilvægt að segja að svívirðingar á netinu hafa áhrif á öryggi þitt, hvernig þér líður og hversu örugga þú upplifir þig.“ Aluko segist ekki vera að biðja um vorkunn, hún hafi bara verið raunverulega hrædd um öryggi sitt og að einhver myndi gera henni eitthvað. „Ég segi þetta svo fólk skilji hversu mikið áhrif hatursorðræða, rasismi og kvenfyrirlitning hefur á okkur konur í bransanum,“ sagði Aluko. „Þeir eru að búa til umhverfi þar sem fólk vill ekki mæta í vinnuna, yfirgefa heimili sitt og finnst því ógnað. Augljóslega hefur þetta líka mikil áhrif á andlega heilsu.“ Aluko lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum. Hún lék yfir hundrað landsleiki fyrir England og spilaði meðal annars með Chelsea og Juventus. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Joey Barton, fyrrverandi leikmaður Manchester City og Newcastle United, hefur farið mikinn að undanförnu í krossferð sinni gegn konum sem fjalla um karlafótbolta í sjónvarpi. Hann líkti meðal annars Aluko og öðrum álitsgjafa, Lucy Ward, við raðmorðingjana Fred og Rose West. Á Instagram sagðist Aluko hreinlega óttast um öryggi eftir svívirðingarnar frá Barton og fleirum. „Ég er óttasleginn. Ég er mannleg og viðurkenni fúslega að ég hef verið hrædd í vikunni,“ sagði Aluko. „Ég hef verið raunverulega hrædd. Ég yfirgaf ekki heimili mitt fyrr en á föstudaginn og núna er ég erlendis. Það er mjög mikilvægt að segja að svívirðingar á netinu hafa áhrif á öryggi þitt, hvernig þér líður og hversu örugga þú upplifir þig.“ Aluko segist ekki vera að biðja um vorkunn, hún hafi bara verið raunverulega hrædd um öryggi sitt og að einhver myndi gera henni eitthvað. „Ég segi þetta svo fólk skilji hversu mikið áhrif hatursorðræða, rasismi og kvenfyrirlitning hefur á okkur konur í bransanum,“ sagði Aluko. „Þeir eru að búa til umhverfi þar sem fólk vill ekki mæta í vinnuna, yfirgefa heimili sitt og finnst því ógnað. Augljóslega hefur þetta líka mikil áhrif á andlega heilsu.“ Aluko lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum. Hún lék yfir hundrað landsleiki fyrir England og spilaði meðal annars með Chelsea og Juventus.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira