Anníe Mist og Katrín Tanja hjálpa konum á breytingaskeiðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Daviðsdóttir hafa stofnað fyrirtæki utan um verkefnið. Ekki í fyrst sinn sem þær vinna saman fyrir utan CrossFit íþróttina. @empowerbydottir Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Daviðsdóttir hafa nú stofnsett verkefni sem hefur það markmið að hjálpa konum þegar þær fara í gegnum breytingaskeiðið. Anníe og Katrín hafa báðar unnið tvo heimsmeistaratitla og komist samtals tíu sinnum á verðlaunapall á heimsleikum. Þær hafa báðar yfir 1,4 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum og geta því komið mikilvægum fróðleik til þeirra sem geta nýtt sér hann til að bæta líf sitt. Anníe og Katrín vilja nú nota sitt sviðsljós til að koma réttum upplýsingum til skila og aðstoða konur þegar þær fara í gegnum tíðahvörfin. Þær vilja hjálpa þessum konum að nýta sér hreyfingu og annað til að líða sem best á þessu sérstaka tíma. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Anníe og Katrín kynntu vefinn og verkefnið sem hefur heimili á empowerbydottir, bæði á samfélagsamiðlum sem og á netinu á empowerbydottir.com. „Við fengum innblástur frá mömmum okkar og það sem rekur okkur áfram er ástríða okkar fyrir því að hjálpa konum að að skilja betur og takast betur á við nýjan líkama sinn. Þetta er æfingakerfi sem er sett sérstaklega saman fyrir ykkur til að verða sem besta útgáfan af ykkur sjálfum á breytingaskeiðinu,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram. Íslensku CrossFit drottningarnar hafa gríðarlega reynslu og þekkingu frá frábærum ferli sínum en þær eru líka með vísindin með sér í liði. Þær leituðu nefni til doktors í þessum fræðum til að aðstoða þær. Sú er doktor Stacy Sims sem hefur sérhæft sig í lífeðlisfræði og næringarfræði kvenna. „Mín sýn er heimur fullur af heilbrigðum konum sem skilja líkamann sinn og það hvernig er besta að vinna með einstaka lífeðlisfræði sína. Hjálpa þessum konum að gera sér betur grein fyrir því hvaða kostir fylgja tíðahringnum og hvernig er best að búa til jákvæðni tengdu því að vera kona í íþróttum. Í sameiningu getum við breytt neikvæðri umræðu og hjálpað konum að vaxa og dafna í grenum rannsóknir, vísindi og íþróttir,“ er haft eftir Stacy Sims á síðu empowerbydottir. CrossFit Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Anníe og Katrín hafa báðar unnið tvo heimsmeistaratitla og komist samtals tíu sinnum á verðlaunapall á heimsleikum. Þær hafa báðar yfir 1,4 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum og geta því komið mikilvægum fróðleik til þeirra sem geta nýtt sér hann til að bæta líf sitt. Anníe og Katrín vilja nú nota sitt sviðsljós til að koma réttum upplýsingum til skila og aðstoða konur þegar þær fara í gegnum tíðahvörfin. Þær vilja hjálpa þessum konum að nýta sér hreyfingu og annað til að líða sem best á þessu sérstaka tíma. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Anníe og Katrín kynntu vefinn og verkefnið sem hefur heimili á empowerbydottir, bæði á samfélagsamiðlum sem og á netinu á empowerbydottir.com. „Við fengum innblástur frá mömmum okkar og það sem rekur okkur áfram er ástríða okkar fyrir því að hjálpa konum að að skilja betur og takast betur á við nýjan líkama sinn. Þetta er æfingakerfi sem er sett sérstaklega saman fyrir ykkur til að verða sem besta útgáfan af ykkur sjálfum á breytingaskeiðinu,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram. Íslensku CrossFit drottningarnar hafa gríðarlega reynslu og þekkingu frá frábærum ferli sínum en þær eru líka með vísindin með sér í liði. Þær leituðu nefni til doktors í þessum fræðum til að aðstoða þær. Sú er doktor Stacy Sims sem hefur sérhæft sig í lífeðlisfræði og næringarfræði kvenna. „Mín sýn er heimur fullur af heilbrigðum konum sem skilja líkamann sinn og það hvernig er besta að vinna með einstaka lífeðlisfræði sína. Hjálpa þessum konum að gera sér betur grein fyrir því hvaða kostir fylgja tíðahringnum og hvernig er best að búa til jákvæðni tengdu því að vera kona í íþróttum. Í sameiningu getum við breytt neikvæðri umræðu og hjálpað konum að vaxa og dafna í grenum rannsóknir, vísindi og íþróttir,“ er haft eftir Stacy Sims á síðu empowerbydottir.
CrossFit Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira