Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Dr. Football. Þar segir að Celtic sé eitt fjölmargra liða sem séu á höttunum á eftir hinum 22 ára gamla markverði. Hákon Rafn væri hugsaður sem eftirmaður Joe Hart, fyrrum landsliðsmarkvarðar Englands, en hann gæti lagt hanskana á hilluna að leiktíðinni lokinni.
Scottish champions @CelticFC are one of numerous clus interested in Elfsborg's highly rated goalkeeper Hákon Valdimarsson. The Iceland number one would be a great replacement for Joe Hart who might hang up his gloves after the season. Belgium clubs Anderlecht and Gent are also pic.twitter.com/XrmCEV3mt0
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) January 15, 2024
Hákon Rafn, sem vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína gegn Portúgal í undankeppni EM, hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Elfsborg. Markvörðurinn öflugi hefur til að mynda verið orðaður við danska félagið Bröndby sem og belgíska félagið Anderlecht á undanförnum mánuðum.
Celtic trónir á toppi skosku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, átta stigum meira en Rangers sem er í 2. sæti með tvo leiki til góða.