Funheitar og fágaðar flugkonur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. janúar 2024 10:12 Flugkonur eru um 12 til 14 prósent af heildarfjölda atvinnuflugmanna hjá íslensku flugfélögunum Icelandair og Play. Flugmannastarfið var lengi álitið karlastarf hér á landi eða til ársins 1984 þegar fyrsta konan, Sigríður Einarsdóttir, hóf atvinnuflugmannsferil sinn hjá Flugleiðum. Mikil fjölgun hefur orðið af kvenkyns flugmönnum hér á landi síðastliðin ár og er hlutfall kvenna í stéttinni með því hæsta í heiminum. Í tímaritinu Rökkur árið 1949 kemur fram að konur óskuðu eftir því að fá jafna aðstöðu til þess að stunda þessa atvinnu. Þær vildu geta fengið ábyrgðarstöður eins og karlmenn: „Þær hætta lífi sínu jafnt og karlmenn og þær hafa tekið á sig alla erfiðleika fúslega. Sigg á hnúum, flumbraðir fótleggir, brotnar og rifnar neglur, hörund sem er eins og sútað skinn, úfið hár og ótótlegt. Þetta fylgir allt starfinu, en enginn tepruskapur hefur staðið þeim konum í vegi sem stunda vilja fluglistina.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Sigríði eftir síðustu lendinguna hennar í flugstjórnarsætinu. Tímarnir hafa breyst og hefur fjölbreytileikinn tekið við á jörðu niðri sem og í háloftunum sem er mikið gleðiefni. Hjá íslensku flugfélögunum Icelandair og Play eru tólf til fjórtan prósent atvinnuflugmanna konur. Lífið á Vísi setti saman lista af glæsilegum og ólíkum flugkonum, sem starfa innan raða íslensku flugfélaganna, Icelandair og Play, auk þess sem við spurðum þær hvað það sé við starfið sem heilli þær. Jafnast ekkert á við kyrrðina sem fylgir því að taka á loft Berglind Heiða Árnadóttir hóf störf hjá Icelandair árið 2004 sem flugfreyja samhliða flugnáminu. Berglind Heiða hóf störf sem flugmaður árið 2004.Aðsend „Ég fékk vinnu sem flugmaður hjá Flugfélagi Vestmannaeyja árið 2005 og í framhaldinu hjá Icelandair 2006. Starfaði einnig erlendis í rúm tvö ár, bjó þá í Papúa Nýju-Gíneu, Ástralíu og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum sem var dýrmæt lífsreynsla. Flugið er ákveðinn lífsstíll sem hefur alltaf heillað. Ég ólst upp í þessu umhverfi og vissi snemma að þarna ætti ég heima. Pabbi var flugmaður hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum. Ég hef þetta flökkueðli frá honum,“ segir Berglind. Tvennt heillar hana mest við starfið. Aðsend „Starfsumhverfið er mjög fjölbreytt - enginn dagur eins, óreglulegur vinnutími, skemmtilegt og vandað samstarfsfólk og ferðalög. Maður er alltaf að kynnast nýju fólki og mynda tengsl við fólk á öllum aldri. Síðan er starfið sjálft mjög krefjandi og skemmtilegt. Við vinnum eftir mjög skýrum verkferlum en þurfum á sama tíma alltaf að vera viðbúin hinu óvænta, leysa verkefni og áskoranir sem koma upp og hugsa út fyrir boxið. Svo jafnast ekkert á við kyrrðina sem fylgir því að taka á loft og kúpla sig frá þessu daglega amstri, þá er stundum eins og tíminn standi í stað.“ Eftirminnilegur gamlársdagur Sigrún Björg Ingvadóttir hóf störf hjá Icelandair sem flugfreyja þann 4. júní 1994. Samhliða starfinu var hún í flugnámi. Hún var svo ráðin sem flugmaður á gamlársdag 1999. Sigrún heillast að fjölbreytni starfsins dag frá degi.Aðsend „Flugið er svo ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt starf. Þú þarft bæði að kunna tæknilega hluta vinnunnar og ekki síst að vera fær í mannlegum samskiptum og búa yfir leiðtogahæfni. Fólkið sem velur sér þennan vettvang sem ævistarf er upp til hópa ótrúlega lifandi og skemmtilegt. Það er enginn dagur eins í þessu starfi og það heillar mig líka,“ segir Sigrún. Sigrún náði skemmtilegum árangri að lenda í öllum heimsálfunum, að Suðurskautslandinu meðtöldu á sama árinu.Aðsend „Í fyrra náði ég til dæmis þeim ótrúlega skemmtilega árangri að lenda í öllum heimsálfunum, að Suðurskautslandinu meðtöldu á sama árinu. Endalaus ævintýri og skemmtilegt fólk sama hvort ég er að fljúga til Köben, á Suðurskautið eða hringinn í kringum heiminn.“ Ekki aftur snúið eftir fyrsta prufutímann Victoría Geirsdóttir segir flugáhugann hafi kviknað þegar hún var lítil. Hún starfaði sem flugfreyja til fjölda ára áður en hún settist í framsætið. Victoría hefur starfað hjá Play frá stofnun flugfélagsins.Aðsend „Foreldrar mínir komu mér á óvart og gáfu mér fyrsta prufutímann 2014 og þá var ekki aftur snúið. Ég starfaði í fluggeiranum með náminu, fyrst sem flugfreyja hjá WOW og svo hef ég verið hjá Play frá stofnun. Ég var yfirflugfreyja hjá þeim þar til ég byrjaði að fljúga sjálf í júlí 2023,“ segir Victoría. „Það sem heillar mig mest við starfið er að enginn dagur er eins, ég fæ að kynnast allskonar fólki og ferðast.“ Flogið yfir landið.Aðsend Fjölbreyttar áskoranir Birna Katrín Gunnlaugsdóttir hóf störf sem flugmaður hjá Icelandair Regional í ársbyrjun 2023 þar sem hún flýgur flugvélatýpunni Dash 8. Birna hóf störf sem flugmaður í fyrra.Aðsend „Það skemmtilegasta við vinnuna eru áskoranir dagsins en þær geta verið mjög ólíkar. Svo eru það auðvitað samstarfsfélagarnir en þetta er þéttur og skemmtilegur hópur,“ segir Birna. Birna heillast að þeim ólíku áskorunum sem flugið býður upp á.Aðsend Óútskýranlegir töfrar Halldóra Þorvaldsdóttir hefur starfað sem flugmaður frá árinu 2006. Þá hjá Mýflugi þar sem hún sinnti útsýnisflugi, sjúkraflugi og leiguflugi. Halldóra hefur sýmt ólíkum tegundum af flugi í gegnum tíðina. Aðsend „Eftir það fór ég í áætlunarflug innanlands og til Grænlands fyrir Flugfélag Íslands áður en ég byrjaði hjá Icelandair árið 2012,“ segir Halldóra. „Fyrir utan hvað starfið er skemmtilega krefjandi og að engir tveir dagar eru eins þá stendur upp úr allt þetta frábæra samstarfsfólk sem ég fæ tækifæri til að starfa með í hverju flugi. Þrátt fyrir að við séum stór hópum vinnum við alltaf sem ein heild. Verkferlar og kúltúr fyrirtækisins eru upp á tíu.“ Starfið sem flugmaður er skemmtilega krefjandi.Aðsend „Það eru einhverjir óútskýrðir töfrar við það að starfa um borð í flugvél sem maður fær ekki nóg af. Útsýnið, flugvélalyktin og stemmningin spila þar saman.“ Klisjukennd staðreynd Soffía Bergsdóttir segir það klisjukennda staðreynd að elska það að fljúga flugvélum, bæði stórum sem smáum. Hún byrjaði að fljúga árið 2014 og var síðan ráðin sem flugmaður hjá Icelandair fyrir sumarið 2018. Soffía hefur starfað í flugbransanum frá árinu 2014.Aðsend „Flugstjórnarklefinn er einstakur vinnustaður með frábærum samstarfsfélögum og svo skemmir útsýnið ekki fyrir,“ segir Soffía. Soffía starfar sem flugmaður hjá Icelandair.Aðsend Áhugasöm um flugvélar Hera Björk Hafsteinsdóttir lærði einkaflugmanninn í Svíþjóð árið 2014 en kláraði atvinnuflugmannsnámið á Íslandi 2017. Hera tók einkaflugmannsprófið í Svíþjóð.Aðsend „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á flugvélum og flugi og ákvað þegar ég var tíu ára gömul að ég ætlaði að verða flugmaður. Það besta við að vinna sem flugmaður er að sjálfsögðu að fá að fljúga og allt sem tengist flugvélunum. Einnig er mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að kynnast nýju fólki. Það er enginn dagur eins í þessu starfi,“ segir Hera. Aðsend Talar fjögur tungumál reiprennandi Anastasia Isabella er þýsk og starfar sem flugstjóri hjá Play. Áður starfaði hún hjá Wow Air og Easyjet. „Á þessum tólf árum sem ég hef starfað sem flugmaður hef ég búið víðs vegar um heiminn og fengið að sinna ólíkum verkefnum. Allt frá því að fljúga einkaþotum, VIP-flugum, með stjórnmálamenn og konungsfólk yfir í að fljúga veikum farþegum í sjúkraflugi og líffærum til líffæragjafa,“ segir Anastasia. Anastasia hefur starfað sem flugmaður í tólf ár og talar fjögur tungumál.Aðsend Að sögn Anastasiu varð hún dolfallin af flugheiminum eftir að eldri systir hennar, sem starfaði sem flugfreyja, tók hana með sér í stopp til New York í Bandaríkjunum. „Systir mín mælti með því að ég myndi skoða flugnám í stað þess að sækja um starf sem flugfreyja. Ári síðar var ég komin í atvinnuflugmannsnám,“ segir Anastasia. „Það eru algjör forréttindi að vera í einni bestu vinnu í heimi og að fá tækifæri að ferðast til ólíkra landa, ásamt því að kynnast hópi af frábæru fólki. Það er því enginn dagur á skrifstofunni sem ég nýt mín ekki. Það er svo dásamlegt að taka á loft snemma morguns og horfa á sólarupprásina á meðan restin af heiminum sefur.“ Auk þess segir Anastasia að það sé stór plús fá tækifæri til að búa á Íslandi. „Ég elska Ísland og fólkið, sem lætur mér líða eins og heima hjá mér. Eftir langan vinnudag er fátt betra en að fara á hestbak eða slaka á í sundi.“ Fjölbreytileikinn heillar Hildur Björk Pálsdóttir starfaði sem flugfreyja hjá Icelandair í tvö sumur áður en hún hóf störf sem flugmaður árið 2016. Hildur útskrifaðist sem flugmaður árið 2016.Hildur Björk „Það sem heillar mig mest við starfið er fjölbreytileikinn. Það er unnið á öllum tímum sólarhrings og árs, með mismunandi áhöfnum í hvert skipti, og áfangastaðirnir ólíkir. Flugbransinn er svo skemmtilegur og lifandi, stöðugar breytingar og alls konar sem getur komið uppá. Hildur starfaði sem flugfreyja í tvö sumur.Aðsend Ég þrífst vel í þannig umhverfi. Svo skemmir auðvitað ekki útsýnið af skrifstofunni.“ Ekki aftur snúið eftir fyrsta flugtímann Laufey Einarsdóttir hóf atvinnuflugmannsferilinn hjá finnska flugfélaginu Air Finland og kom til Icelandair árið 2012. „Áhugi minn á flugi kviknaði þegar ég starfaði sem flugfreyja hjá Icelandair. Ég ákvað að fara í prufutíma hjá Flugskóla Íslands og þá var ekki aftur snúið,“ segir Laufey. Laufey fékk flugstjórastöðu árið 2023.Aðsend „Það var svo á síðasta ári sem ég tók flugstjórasætið. Það sem heillar mig mest við starfið er fjölbreytileikinn og allt fólkið sem maður kynnist. En svo er það ævintýri líkast að komast í heimsferð og sjá fjarlægari staði.“ Flugfólk Icelandair hefur tækifæri á sækja um að fara í sérstakar heimsferðir sem eru á vegum Loftleiða.Aðsend Enginn dagur fyrirsjáanlegur Rós Sigurðardóttir hóf störf sem flugmaður hjá Play í júlí á síðasta ári en hefur starfað innan fluggeirans frá árið 2017. Rós starfaði áður hjá Wow air.Aðsend „Ég var að vinna hjá Wow Air í Flight Operations árið 2017. Ég byrjaði svo hjá Play í janúar 2022, fyrst sem Flight Safety Officer og Auditor og núna sem Flugmaður. Það má vel segja að flugiðnaðurinn sé ávanabindandi, ég hef ekki upplifað einn dag sem er fyrirsjáanlegur. Síbreytilegt umhverfið, vinnan og æðislegir vinnufélagar gera þetta að frábæru starfi.“ Rós hóf störf hjá Play árið 2022.Aðsend Fréttir af flugi Icelandair Play Jafnréttismál Tímamót Boeing Tengdar fréttir Funheitar og föngulegar flugfreyjur Flugfreyjustarfið var lengi álitið kvennastarf sem einkenndist af glamúr, glæsileika og kynþokka. Konur eru enn í miklum meirihluta innan starfsstéttarinnar þrátt fyrir töluverða aukningu af karlmönnum síðastliðin ár. Starf flugfreyju er fyrst og fremst öryggisstarf. 10. september 2023 21:00 Heitir í háloftunum Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti. 30. ágúst 2023 20:02 Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Í tímaritinu Rökkur árið 1949 kemur fram að konur óskuðu eftir því að fá jafna aðstöðu til þess að stunda þessa atvinnu. Þær vildu geta fengið ábyrgðarstöður eins og karlmenn: „Þær hætta lífi sínu jafnt og karlmenn og þær hafa tekið á sig alla erfiðleika fúslega. Sigg á hnúum, flumbraðir fótleggir, brotnar og rifnar neglur, hörund sem er eins og sútað skinn, úfið hár og ótótlegt. Þetta fylgir allt starfinu, en enginn tepruskapur hefur staðið þeim konum í vegi sem stunda vilja fluglistina.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Sigríði eftir síðustu lendinguna hennar í flugstjórnarsætinu. Tímarnir hafa breyst og hefur fjölbreytileikinn tekið við á jörðu niðri sem og í háloftunum sem er mikið gleðiefni. Hjá íslensku flugfélögunum Icelandair og Play eru tólf til fjórtan prósent atvinnuflugmanna konur. Lífið á Vísi setti saman lista af glæsilegum og ólíkum flugkonum, sem starfa innan raða íslensku flugfélaganna, Icelandair og Play, auk þess sem við spurðum þær hvað það sé við starfið sem heilli þær. Jafnast ekkert á við kyrrðina sem fylgir því að taka á loft Berglind Heiða Árnadóttir hóf störf hjá Icelandair árið 2004 sem flugfreyja samhliða flugnáminu. Berglind Heiða hóf störf sem flugmaður árið 2004.Aðsend „Ég fékk vinnu sem flugmaður hjá Flugfélagi Vestmannaeyja árið 2005 og í framhaldinu hjá Icelandair 2006. Starfaði einnig erlendis í rúm tvö ár, bjó þá í Papúa Nýju-Gíneu, Ástralíu og Sameinuðu arabísku Furstadæmunum sem var dýrmæt lífsreynsla. Flugið er ákveðinn lífsstíll sem hefur alltaf heillað. Ég ólst upp í þessu umhverfi og vissi snemma að þarna ætti ég heima. Pabbi var flugmaður hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum. Ég hef þetta flökkueðli frá honum,“ segir Berglind. Tvennt heillar hana mest við starfið. Aðsend „Starfsumhverfið er mjög fjölbreytt - enginn dagur eins, óreglulegur vinnutími, skemmtilegt og vandað samstarfsfólk og ferðalög. Maður er alltaf að kynnast nýju fólki og mynda tengsl við fólk á öllum aldri. Síðan er starfið sjálft mjög krefjandi og skemmtilegt. Við vinnum eftir mjög skýrum verkferlum en þurfum á sama tíma alltaf að vera viðbúin hinu óvænta, leysa verkefni og áskoranir sem koma upp og hugsa út fyrir boxið. Svo jafnast ekkert á við kyrrðina sem fylgir því að taka á loft og kúpla sig frá þessu daglega amstri, þá er stundum eins og tíminn standi í stað.“ Eftirminnilegur gamlársdagur Sigrún Björg Ingvadóttir hóf störf hjá Icelandair sem flugfreyja þann 4. júní 1994. Samhliða starfinu var hún í flugnámi. Hún var svo ráðin sem flugmaður á gamlársdag 1999. Sigrún heillast að fjölbreytni starfsins dag frá degi.Aðsend „Flugið er svo ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt starf. Þú þarft bæði að kunna tæknilega hluta vinnunnar og ekki síst að vera fær í mannlegum samskiptum og búa yfir leiðtogahæfni. Fólkið sem velur sér þennan vettvang sem ævistarf er upp til hópa ótrúlega lifandi og skemmtilegt. Það er enginn dagur eins í þessu starfi og það heillar mig líka,“ segir Sigrún. Sigrún náði skemmtilegum árangri að lenda í öllum heimsálfunum, að Suðurskautslandinu meðtöldu á sama árinu.Aðsend „Í fyrra náði ég til dæmis þeim ótrúlega skemmtilega árangri að lenda í öllum heimsálfunum, að Suðurskautslandinu meðtöldu á sama árinu. Endalaus ævintýri og skemmtilegt fólk sama hvort ég er að fljúga til Köben, á Suðurskautið eða hringinn í kringum heiminn.“ Ekki aftur snúið eftir fyrsta prufutímann Victoría Geirsdóttir segir flugáhugann hafi kviknað þegar hún var lítil. Hún starfaði sem flugfreyja til fjölda ára áður en hún settist í framsætið. Victoría hefur starfað hjá Play frá stofnun flugfélagsins.Aðsend „Foreldrar mínir komu mér á óvart og gáfu mér fyrsta prufutímann 2014 og þá var ekki aftur snúið. Ég starfaði í fluggeiranum með náminu, fyrst sem flugfreyja hjá WOW og svo hef ég verið hjá Play frá stofnun. Ég var yfirflugfreyja hjá þeim þar til ég byrjaði að fljúga sjálf í júlí 2023,“ segir Victoría. „Það sem heillar mig mest við starfið er að enginn dagur er eins, ég fæ að kynnast allskonar fólki og ferðast.“ Flogið yfir landið.Aðsend Fjölbreyttar áskoranir Birna Katrín Gunnlaugsdóttir hóf störf sem flugmaður hjá Icelandair Regional í ársbyrjun 2023 þar sem hún flýgur flugvélatýpunni Dash 8. Birna hóf störf sem flugmaður í fyrra.Aðsend „Það skemmtilegasta við vinnuna eru áskoranir dagsins en þær geta verið mjög ólíkar. Svo eru það auðvitað samstarfsfélagarnir en þetta er þéttur og skemmtilegur hópur,“ segir Birna. Birna heillast að þeim ólíku áskorunum sem flugið býður upp á.Aðsend Óútskýranlegir töfrar Halldóra Þorvaldsdóttir hefur starfað sem flugmaður frá árinu 2006. Þá hjá Mýflugi þar sem hún sinnti útsýnisflugi, sjúkraflugi og leiguflugi. Halldóra hefur sýmt ólíkum tegundum af flugi í gegnum tíðina. Aðsend „Eftir það fór ég í áætlunarflug innanlands og til Grænlands fyrir Flugfélag Íslands áður en ég byrjaði hjá Icelandair árið 2012,“ segir Halldóra. „Fyrir utan hvað starfið er skemmtilega krefjandi og að engir tveir dagar eru eins þá stendur upp úr allt þetta frábæra samstarfsfólk sem ég fæ tækifæri til að starfa með í hverju flugi. Þrátt fyrir að við séum stór hópum vinnum við alltaf sem ein heild. Verkferlar og kúltúr fyrirtækisins eru upp á tíu.“ Starfið sem flugmaður er skemmtilega krefjandi.Aðsend „Það eru einhverjir óútskýrðir töfrar við það að starfa um borð í flugvél sem maður fær ekki nóg af. Útsýnið, flugvélalyktin og stemmningin spila þar saman.“ Klisjukennd staðreynd Soffía Bergsdóttir segir það klisjukennda staðreynd að elska það að fljúga flugvélum, bæði stórum sem smáum. Hún byrjaði að fljúga árið 2014 og var síðan ráðin sem flugmaður hjá Icelandair fyrir sumarið 2018. Soffía hefur starfað í flugbransanum frá árinu 2014.Aðsend „Flugstjórnarklefinn er einstakur vinnustaður með frábærum samstarfsfélögum og svo skemmir útsýnið ekki fyrir,“ segir Soffía. Soffía starfar sem flugmaður hjá Icelandair.Aðsend Áhugasöm um flugvélar Hera Björk Hafsteinsdóttir lærði einkaflugmanninn í Svíþjóð árið 2014 en kláraði atvinnuflugmannsnámið á Íslandi 2017. Hera tók einkaflugmannsprófið í Svíþjóð.Aðsend „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á flugvélum og flugi og ákvað þegar ég var tíu ára gömul að ég ætlaði að verða flugmaður. Það besta við að vinna sem flugmaður er að sjálfsögðu að fá að fljúga og allt sem tengist flugvélunum. Einnig er mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að kynnast nýju fólki. Það er enginn dagur eins í þessu starfi,“ segir Hera. Aðsend Talar fjögur tungumál reiprennandi Anastasia Isabella er þýsk og starfar sem flugstjóri hjá Play. Áður starfaði hún hjá Wow Air og Easyjet. „Á þessum tólf árum sem ég hef starfað sem flugmaður hef ég búið víðs vegar um heiminn og fengið að sinna ólíkum verkefnum. Allt frá því að fljúga einkaþotum, VIP-flugum, með stjórnmálamenn og konungsfólk yfir í að fljúga veikum farþegum í sjúkraflugi og líffærum til líffæragjafa,“ segir Anastasia. Anastasia hefur starfað sem flugmaður í tólf ár og talar fjögur tungumál.Aðsend Að sögn Anastasiu varð hún dolfallin af flugheiminum eftir að eldri systir hennar, sem starfaði sem flugfreyja, tók hana með sér í stopp til New York í Bandaríkjunum. „Systir mín mælti með því að ég myndi skoða flugnám í stað þess að sækja um starf sem flugfreyja. Ári síðar var ég komin í atvinnuflugmannsnám,“ segir Anastasia. „Það eru algjör forréttindi að vera í einni bestu vinnu í heimi og að fá tækifæri að ferðast til ólíkra landa, ásamt því að kynnast hópi af frábæru fólki. Það er því enginn dagur á skrifstofunni sem ég nýt mín ekki. Það er svo dásamlegt að taka á loft snemma morguns og horfa á sólarupprásina á meðan restin af heiminum sefur.“ Auk þess segir Anastasia að það sé stór plús fá tækifæri til að búa á Íslandi. „Ég elska Ísland og fólkið, sem lætur mér líða eins og heima hjá mér. Eftir langan vinnudag er fátt betra en að fara á hestbak eða slaka á í sundi.“ Fjölbreytileikinn heillar Hildur Björk Pálsdóttir starfaði sem flugfreyja hjá Icelandair í tvö sumur áður en hún hóf störf sem flugmaður árið 2016. Hildur útskrifaðist sem flugmaður árið 2016.Hildur Björk „Það sem heillar mig mest við starfið er fjölbreytileikinn. Það er unnið á öllum tímum sólarhrings og árs, með mismunandi áhöfnum í hvert skipti, og áfangastaðirnir ólíkir. Flugbransinn er svo skemmtilegur og lifandi, stöðugar breytingar og alls konar sem getur komið uppá. Hildur starfaði sem flugfreyja í tvö sumur.Aðsend Ég þrífst vel í þannig umhverfi. Svo skemmir auðvitað ekki útsýnið af skrifstofunni.“ Ekki aftur snúið eftir fyrsta flugtímann Laufey Einarsdóttir hóf atvinnuflugmannsferilinn hjá finnska flugfélaginu Air Finland og kom til Icelandair árið 2012. „Áhugi minn á flugi kviknaði þegar ég starfaði sem flugfreyja hjá Icelandair. Ég ákvað að fara í prufutíma hjá Flugskóla Íslands og þá var ekki aftur snúið,“ segir Laufey. Laufey fékk flugstjórastöðu árið 2023.Aðsend „Það var svo á síðasta ári sem ég tók flugstjórasætið. Það sem heillar mig mest við starfið er fjölbreytileikinn og allt fólkið sem maður kynnist. En svo er það ævintýri líkast að komast í heimsferð og sjá fjarlægari staði.“ Flugfólk Icelandair hefur tækifæri á sækja um að fara í sérstakar heimsferðir sem eru á vegum Loftleiða.Aðsend Enginn dagur fyrirsjáanlegur Rós Sigurðardóttir hóf störf sem flugmaður hjá Play í júlí á síðasta ári en hefur starfað innan fluggeirans frá árið 2017. Rós starfaði áður hjá Wow air.Aðsend „Ég var að vinna hjá Wow Air í Flight Operations árið 2017. Ég byrjaði svo hjá Play í janúar 2022, fyrst sem Flight Safety Officer og Auditor og núna sem Flugmaður. Það má vel segja að flugiðnaðurinn sé ávanabindandi, ég hef ekki upplifað einn dag sem er fyrirsjáanlegur. Síbreytilegt umhverfið, vinnan og æðislegir vinnufélagar gera þetta að frábæru starfi.“ Rós hóf störf hjá Play árið 2022.Aðsend
Fréttir af flugi Icelandair Play Jafnréttismál Tímamót Boeing Tengdar fréttir Funheitar og föngulegar flugfreyjur Flugfreyjustarfið var lengi álitið kvennastarf sem einkenndist af glamúr, glæsileika og kynþokka. Konur eru enn í miklum meirihluta innan starfsstéttarinnar þrátt fyrir töluverða aukningu af karlmönnum síðastliðin ár. Starf flugfreyju er fyrst og fremst öryggisstarf. 10. september 2023 21:00 Heitir í háloftunum Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti. 30. ágúst 2023 20:02 Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Funheitar og föngulegar flugfreyjur Flugfreyjustarfið var lengi álitið kvennastarf sem einkenndist af glamúr, glæsileika og kynþokka. Konur eru enn í miklum meirihluta innan starfsstéttarinnar þrátt fyrir töluverða aukningu af karlmönnum síðastliðin ár. Starf flugfreyju er fyrst og fremst öryggisstarf. 10. september 2023 21:00
Heitir í háloftunum Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti. 30. ágúst 2023 20:02
Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50