Ísak Snær tryggði íslenskan sigur með sögulegu marki Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 03:24 Arnór Ingvi Traustason var fyrirliði Íslands í dag. Knattspyrnusamband Gvatemala Íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Gvatemala en leikur þjóðanna fór fram í Flórída í Bandaríkjunum. Eina mark leiksins kom í síðari hálfleik. Leikur þjóðanna fór fram í Fort Lauderdale í Flórída en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Gvatemala í landsleik. Íslenska liðið er í 71. sæti á styrkleikalista FIFA en Gvatemala í 108. sæti. Þar sem ekki er um alþjóðlegan landsleikjaglugga að ræða gátu félagslið stoppað leikmenn sína af í þetta verkefni. Í íslenska liðinu eru því aðeins leikmenn sem leika í deildum þar sem ekki er spilað um þessar mundir. Byrjunarlið Íslands sem mætir Gvatemala á miðnætti á DRV Pink Stadium í Miami. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Our starting lineup for the match against Guatemala.#fyririsland pic.twitter.com/NUosZNSk8N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2024 Íslenska liðið var frekar tíðindalítill. Kolbeinn Finnsson átti skot á marki á 8. mínútu en hefði mögulega frekar átt að gefa á Birni Snæ Ingason sem var nokkuð opinn í betri stöðu. Íslenska liðið hélt boltanum ágætlega en náði ekki að skapa sér hættulegar stöður nægilega oft. Á 38. mínútu fékk Brynjólfur Andersen Willumsson gott færi eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni. Skot hans var hins vegar misheppnað og auðvelt viðureignar fyrir markvörð Gvatemala. Staðan í hálfleik var 0-0 en Ísland gerði þrjár breytingar í hálfleik og komu þeir Logi Tómasson, Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson allir inn í liðið. Íslenska liðið hélt áfram að vera með yfirhöndina eftir hlé. Leikmenn Gvatemala stunduðu það óspart að henda sér í jörðina við minnsta tilefni og féll dómari leiksins of oft í þá gildru að flauta aukaspyrnur í kjölfarið og tók oft á tíðum óratíma að hefja leik að nýju. Íslenska liðið var beinskeyttara í sínum aðgerðum og komst Brynjar Ingi Bjarnason nokkuð nálægt því að skora þegar fyrirgjöf hans frá hægri stefndi í nærhornið en markvörður Gvatemala náði að slá boltann frá. Á 64. tókst Eggerti Aroni Guðmundssyni síðan að koma knettinum í netið en búið var að flauta aukaspyrnu á íslenska liðið. Mínútu síðar fékk Gvatemala mjög gott færi. Esteban Garcia skallaði þá framhjá af markteig eftir fyrirgjöf. Færið var gott en skallinn algjörlega misheppnaður. Fyrsta markið reyndist sigurmark Á 79. mínútu kom loks fyrsta markið. Eggert Aron gerði vel í að finna Loga Tómasson í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Fyrirgjöf Loga var góð og rataði á kollinn á varamanninum Jasoni Daða Svanþórssyni. Hann skallaði boltann fyrir fætur Ísask Snæs Þorvaldssonar sem kláraði frábærlega með vinstri fæti. Staðan orðin 1-0 fyrir Ísland. Markið er fyrsta landsliðsmark Ísaks Snæs sem leikur með Rosenborg í Noregi en hann var að leika sinn fimmta A-landsleik. LIð Gvatemala kom framar á völlinn eftir markið og skapaði hættu í nokkur skipti eftir hornspyrnur. Fyrst reyndi á Hákon Rafn í markinu á 86. mínútu þegar hann þurfti að bregðast við í tvígang þegar bolti féll fyrir fætur leikmanns Gvatemala. Brynjar Ingi Bjarnason gerði sömuleiðis vel þegar hann komst fyrir skot Elmer Cardoza í teignum. Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik í nótt.Knattspyrnusamband Gvatemala Mark Ísaks reyndist hins vegar eina mark leiksins þrátt fyrir ótrúlegar senur á lokasekúndum leiksins þegar Gvatemala komst í þrígang afar nálægt því að skora eftir enn eina hornspyrnuna. Lokatölur 1-0 Íslandi í vil sem þar með fagnar sigri í fyrsta leik ársins. Ísland sýndi heilt yfir ágæta frammistöðu. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson voru traustir og Eggert Aron Guðmundsson líflegur og vinnusamur í sínum fyrsta landsleik. Hákon Rafn gerði vel þegar hann þurfti að grípa inn í Stefán Teitur Þórðarson var duglegur á miðjunni. Ísland mætir Hondúras næst aðfaranótt fimmtudags og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Leikur þjóðanna fór fram í Fort Lauderdale í Flórída en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Gvatemala í landsleik. Íslenska liðið er í 71. sæti á styrkleikalista FIFA en Gvatemala í 108. sæti. Þar sem ekki er um alþjóðlegan landsleikjaglugga að ræða gátu félagslið stoppað leikmenn sína af í þetta verkefni. Í íslenska liðinu eru því aðeins leikmenn sem leika í deildum þar sem ekki er spilað um þessar mundir. Byrjunarlið Íslands sem mætir Gvatemala á miðnætti á DRV Pink Stadium í Miami. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Our starting lineup for the match against Guatemala.#fyririsland pic.twitter.com/NUosZNSk8N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2024 Íslenska liðið var frekar tíðindalítill. Kolbeinn Finnsson átti skot á marki á 8. mínútu en hefði mögulega frekar átt að gefa á Birni Snæ Ingason sem var nokkuð opinn í betri stöðu. Íslenska liðið hélt boltanum ágætlega en náði ekki að skapa sér hættulegar stöður nægilega oft. Á 38. mínútu fékk Brynjólfur Andersen Willumsson gott færi eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni. Skot hans var hins vegar misheppnað og auðvelt viðureignar fyrir markvörð Gvatemala. Staðan í hálfleik var 0-0 en Ísland gerði þrjár breytingar í hálfleik og komu þeir Logi Tómasson, Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson allir inn í liðið. Íslenska liðið hélt áfram að vera með yfirhöndina eftir hlé. Leikmenn Gvatemala stunduðu það óspart að henda sér í jörðina við minnsta tilefni og féll dómari leiksins of oft í þá gildru að flauta aukaspyrnur í kjölfarið og tók oft á tíðum óratíma að hefja leik að nýju. Íslenska liðið var beinskeyttara í sínum aðgerðum og komst Brynjar Ingi Bjarnason nokkuð nálægt því að skora þegar fyrirgjöf hans frá hægri stefndi í nærhornið en markvörður Gvatemala náði að slá boltann frá. Á 64. tókst Eggerti Aroni Guðmundssyni síðan að koma knettinum í netið en búið var að flauta aukaspyrnu á íslenska liðið. Mínútu síðar fékk Gvatemala mjög gott færi. Esteban Garcia skallaði þá framhjá af markteig eftir fyrirgjöf. Færið var gott en skallinn algjörlega misheppnaður. Fyrsta markið reyndist sigurmark Á 79. mínútu kom loks fyrsta markið. Eggert Aron gerði vel í að finna Loga Tómasson í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Fyrirgjöf Loga var góð og rataði á kollinn á varamanninum Jasoni Daða Svanþórssyni. Hann skallaði boltann fyrir fætur Ísask Snæs Þorvaldssonar sem kláraði frábærlega með vinstri fæti. Staðan orðin 1-0 fyrir Ísland. Markið er fyrsta landsliðsmark Ísaks Snæs sem leikur með Rosenborg í Noregi en hann var að leika sinn fimmta A-landsleik. LIð Gvatemala kom framar á völlinn eftir markið og skapaði hættu í nokkur skipti eftir hornspyrnur. Fyrst reyndi á Hákon Rafn í markinu á 86. mínútu þegar hann þurfti að bregðast við í tvígang þegar bolti féll fyrir fætur leikmanns Gvatemala. Brynjar Ingi Bjarnason gerði sömuleiðis vel þegar hann komst fyrir skot Elmer Cardoza í teignum. Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik í nótt.Knattspyrnusamband Gvatemala Mark Ísaks reyndist hins vegar eina mark leiksins þrátt fyrir ótrúlegar senur á lokasekúndum leiksins þegar Gvatemala komst í þrígang afar nálægt því að skora eftir enn eina hornspyrnuna. Lokatölur 1-0 Íslandi í vil sem þar með fagnar sigri í fyrsta leik ársins. Ísland sýndi heilt yfir ágæta frammistöðu. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson voru traustir og Eggert Aron Guðmundsson líflegur og vinnusamur í sínum fyrsta landsleik. Hákon Rafn gerði vel þegar hann þurfti að grípa inn í Stefán Teitur Þórðarson var duglegur á miðjunni. Ísland mætir Hondúras næst aðfaranótt fimmtudags og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira