Gæti stýrt Liverpool í leik gegn Ajax Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 14:30 Sven Göran Eriksson var heiðursgestur á leik Lazio og Roma í mars síðastliðnum. Vísir/Getty Fréttir bárust af því í vikunni að fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Sven Göran Eriksson glímdi við ólæknandi krabbamein. Hann gæti hins vegar fengið draum sinn uppfylltan ef ósk stuðningsmanna Liverpool verður að veruleika. Svíinn Sven Göran Eriksson var einn af þeim stóru í knattspyrnustjórabransanum á sínum tíma og vann meðal annars sigur í Evrópukeppni félagsliða með sænska liðinu IFK Gautaborg árið 1982. Hann hefur einnig stýrt Benfica í Portúgal, Fiorentina, Roma, Sampdoria og Lazio á Ítalíu en síðastnefnda liðið gerði hann að Ítalíumeisturum árið 2000 auk þess sem liðið vann Evrópukeppni félagsliða. Í kjölfar velgengninnar á Ítalíu tók hann við enska landsliðinu og stýrði því á árunum 2001-2006. Hann náði sæmilegum árangri með stjörnum prýtt lið Englands en hætti eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Í vikunni bárust þær fréttir að Eriksson glímdi við krabbamein í brisi. Læknar segja að krabbameinið sé ólæknandi og að Eriksson eigi ekki langan tíma eftir. Eriksson sést hér standa yfir Wayne Rooney í leik Englands og Portúgal á Evrópumótinu árið 2004.Vísir/Getty Eriksson var almennt vel liðinn í knattspyrnuheiminum og nú þegar fréttir bárust af veikindum hans hafa margir þekktir aðilar í knattspyrnuheiminum skrifað hvatningarorð til Svíans. Hópur stuðningsmanna Liverpool hefur hins vegar gengið skrefinu lengra. Eriksson hefur verið stuðningsmaður liðsins í frá unga aldri og sagði í viðtali að það hefði verið draumur sinn að stjórna Liverpool á Anfield. Þegar Youtube stjarnan Douglas Horne frétti af því kom hann með þá hugmynd að Eriksson myndi stýra liði Liverpool í góðgerðaleik þar sem fyrrum leikmenn félagsins leika. Næsti leikur þess liðs fer fram í mars þegar þeir mæta Ajax. „Passar fullkomlega“ John Gibbons sem stýrir Anfield Wrap hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á meðal stuðningsmanna félagsins, greip hugmyndina á lofti og sagði hana frábæra. „Ég held að fólki myndi finnast þetta frábært. Hann er vinsæll og að vita að það hafi verið draumur hans í öll þessi ár að stýra Liverpool gerði að verkum að þetta passar fullkomlega,“ sagði Gibbons í viðtali við Sky News. Sven Göran Eriksson ásamt Steve McClaren sem var aðstoðarþjálfari Svíans hjá enska landsliðinu.Vísir/Getty „Þetta er vissulega leikur fyrrum leikmanna en það er alltaf næstum fullt á Anfield á þessum leikjum. Fullt af frábærum leikmönnum, fyrrum leikmönnum og tilefnið er frábært,“ en á leiknum verður safnað í óskasjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Gibbons bætti við að Kenny Dalglish væri yfirleitt sá sem stýrði Liverpool í þessum leikjum en að hann myndi án efa glaður gefa Eriksson tækifæri. Forráðamenn Liverpool hafa ekki tjáð sig um málið og verður forvitnilegt að sjá hvort Sven Göran Eriksson fær draum sinn uppfylltan og stýrir liði Liverpool á Anfield. Enski boltinn Tengdar fréttir Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Sjá meira
Svíinn Sven Göran Eriksson var einn af þeim stóru í knattspyrnustjórabransanum á sínum tíma og vann meðal annars sigur í Evrópukeppni félagsliða með sænska liðinu IFK Gautaborg árið 1982. Hann hefur einnig stýrt Benfica í Portúgal, Fiorentina, Roma, Sampdoria og Lazio á Ítalíu en síðastnefnda liðið gerði hann að Ítalíumeisturum árið 2000 auk þess sem liðið vann Evrópukeppni félagsliða. Í kjölfar velgengninnar á Ítalíu tók hann við enska landsliðinu og stýrði því á árunum 2001-2006. Hann náði sæmilegum árangri með stjörnum prýtt lið Englands en hætti eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Í vikunni bárust þær fréttir að Eriksson glímdi við krabbamein í brisi. Læknar segja að krabbameinið sé ólæknandi og að Eriksson eigi ekki langan tíma eftir. Eriksson sést hér standa yfir Wayne Rooney í leik Englands og Portúgal á Evrópumótinu árið 2004.Vísir/Getty Eriksson var almennt vel liðinn í knattspyrnuheiminum og nú þegar fréttir bárust af veikindum hans hafa margir þekktir aðilar í knattspyrnuheiminum skrifað hvatningarorð til Svíans. Hópur stuðningsmanna Liverpool hefur hins vegar gengið skrefinu lengra. Eriksson hefur verið stuðningsmaður liðsins í frá unga aldri og sagði í viðtali að það hefði verið draumur sinn að stjórna Liverpool á Anfield. Þegar Youtube stjarnan Douglas Horne frétti af því kom hann með þá hugmynd að Eriksson myndi stýra liði Liverpool í góðgerðaleik þar sem fyrrum leikmenn félagsins leika. Næsti leikur þess liðs fer fram í mars þegar þeir mæta Ajax. „Passar fullkomlega“ John Gibbons sem stýrir Anfield Wrap hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á meðal stuðningsmanna félagsins, greip hugmyndina á lofti og sagði hana frábæra. „Ég held að fólki myndi finnast þetta frábært. Hann er vinsæll og að vita að það hafi verið draumur hans í öll þessi ár að stýra Liverpool gerði að verkum að þetta passar fullkomlega,“ sagði Gibbons í viðtali við Sky News. Sven Göran Eriksson ásamt Steve McClaren sem var aðstoðarþjálfari Svíans hjá enska landsliðinu.Vísir/Getty „Þetta er vissulega leikur fyrrum leikmanna en það er alltaf næstum fullt á Anfield á þessum leikjum. Fullt af frábærum leikmönnum, fyrrum leikmönnum og tilefnið er frábært,“ en á leiknum verður safnað í óskasjóð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Gibbons bætti við að Kenny Dalglish væri yfirleitt sá sem stýrði Liverpool í þessum leikjum en að hann myndi án efa glaður gefa Eriksson tækifæri. Forráðamenn Liverpool hafa ekki tjáð sig um málið og verður forvitnilegt að sjá hvort Sven Göran Eriksson fær draum sinn uppfylltan og stýrir liði Liverpool á Anfield.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Sjá meira
Sven-Göran á bara ár eftir ólifað Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er með krabbamein og á væntanlega aðeins ár eftir ólifað. 11. janúar 2024 10:01