Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 16:22 Er þetta í þriðja kjörtímabilið í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er með einn úr sínum röðum í embættinu. Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. Samkvæmt Guardian var Laí áður varaforseti í ríkisstjórn Tsaí Ingwen úr sama flokki. Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er sjálfstæðissinnaður og þykir stefna þeirra í utanríkismálum ekki bjóða upp á mikla samvinnu við yfirvöld í Kína. Aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði Kína hefur haldið því fram að Taívan tilheyri landinu alveg frá því að ríkisstjórn var komið upp á eyjunni í kjölfar kínversku borgarastyrjaldarinnar. Rauði her Maós bar sigur úr býtum í þeirri styrjöld og eftir að hafa gert hlé á átökum milli síns og hins þjóðernissinnaða Kuómintang-flokksins til að sigrast á Japönum og binda enda á hernám þeirra á Kína hrakti kommúnistaflokkurinn Kuómintang-menn, undir stjórn Chiang Kai-shek, í útlegð á Taívan. Þar komu Kuómintang-menn upp einræðisstjórn eins og á meginlandinu en héldu því samt fram að þeir væru hin réttmæta ríkisstjórn Kína. Smám saman dróst áhuginn á sameiningu saman og fór taívanska þjóðin í auknum mæli að vilja tryggja sjálfstæði sitt og öryggi frá herskáu leiðtogunum í Peking. Þá sérstaklega þegar mikil lýðræðis- og frelsisvæðing átti sér stað í landinu þegar leið á 20. öldina. Taívan er með eigin stjórn- og dómskerfi en hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. „Sigur fyrir öll lýðræðisríki heims“ Eftir að ljóst var að Laí hlyti kjör flutti hann ræðu þar sem hann ítrekaði rétt Taívana til að kjósa sér sinn forseta. Flokkurinn hans missti þó meirihlutann sinn í taívanska þinginu. Hann segir niðurstöðurnar vera sigur fyrir öll lýðræðisríki heims og að þær sýndu að kjósendur hefðu sigrað í baráttunni við utanaðkomandi öfl. Þar á hann við tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og tryggja ósigur flokksins. Kosningaherferð Lýðræðislega framfaraflokksins gekk út á að hann væri flokkur varkárrar andspyrnu við Kína. Flokksmenn telji það mikilvægt að forðast það að styggja yfirvöld á meginlandinu en að tryggja öryggi þjóðarinnar og byggja upp samband sitt við Bandaríkin og bandamenn þeirra. Taívan Kína Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Samkvæmt Guardian var Laí áður varaforseti í ríkisstjórn Tsaí Ingwen úr sama flokki. Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er sjálfstæðissinnaður og þykir stefna þeirra í utanríkismálum ekki bjóða upp á mikla samvinnu við yfirvöld í Kína. Aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði Kína hefur haldið því fram að Taívan tilheyri landinu alveg frá því að ríkisstjórn var komið upp á eyjunni í kjölfar kínversku borgarastyrjaldarinnar. Rauði her Maós bar sigur úr býtum í þeirri styrjöld og eftir að hafa gert hlé á átökum milli síns og hins þjóðernissinnaða Kuómintang-flokksins til að sigrast á Japönum og binda enda á hernám þeirra á Kína hrakti kommúnistaflokkurinn Kuómintang-menn, undir stjórn Chiang Kai-shek, í útlegð á Taívan. Þar komu Kuómintang-menn upp einræðisstjórn eins og á meginlandinu en héldu því samt fram að þeir væru hin réttmæta ríkisstjórn Kína. Smám saman dróst áhuginn á sameiningu saman og fór taívanska þjóðin í auknum mæli að vilja tryggja sjálfstæði sitt og öryggi frá herskáu leiðtogunum í Peking. Þá sérstaklega þegar mikil lýðræðis- og frelsisvæðing átti sér stað í landinu þegar leið á 20. öldina. Taívan er með eigin stjórn- og dómskerfi en hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. „Sigur fyrir öll lýðræðisríki heims“ Eftir að ljóst var að Laí hlyti kjör flutti hann ræðu þar sem hann ítrekaði rétt Taívana til að kjósa sér sinn forseta. Flokkurinn hans missti þó meirihlutann sinn í taívanska þinginu. Hann segir niðurstöðurnar vera sigur fyrir öll lýðræðisríki heims og að þær sýndu að kjósendur hefðu sigrað í baráttunni við utanaðkomandi öfl. Þar á hann við tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og tryggja ósigur flokksins. Kosningaherferð Lýðræðislega framfaraflokksins gekk út á að hann væri flokkur varkárrar andspyrnu við Kína. Flokksmenn telji það mikilvægt að forðast það að styggja yfirvöld á meginlandinu en að tryggja öryggi þjóðarinnar og byggja upp samband sitt við Bandaríkin og bandamenn þeirra.
Taívan Kína Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira