Allt jafnt á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 18:45 Man United átti í miklum vandræðum með hornspyrnu gestanna. Naomi Baker/Getty Images Manchester United og Tottenham Hotspur gerðu 2-2 jafntefli á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir ef til vill svekktari með úrslitin þar sem þeir fengu töluvert betri færi en heimaliðið. Heimamenn í Manchester United byrjuðu þó af miklum krafti. Kom danski framherjinn Rasmus Höjlund þeim yfir með frábæru skoti af stuttu færi eftir að hafa labbað framhjá Cristian Romero, miðverði gestanna, í kjölfar þess að boltinn hrökk fyrir hann inn í vítateig eftir góðan sprett Marcus Rashford. Another Premier League goal for Rasmus Højlund pic.twitter.com/mr1AF6mVR4— B/R Football (@brfootball) January 14, 2024 Gestirnir létu það ekki á sig fá og jafnaði metin þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar. Richarlison stýrði boltanum þá í netið með höfðinu eftir frábæra hornspyrnu Pedro Porro og allt orðið jafnt. 33 - Tottenham have now scored in each of their last 33 Premier League games since a 0-1 defeat at Wolves in March last season, now the outright longest scoring run in the club's league history. Unstoppable. pic.twitter.com/M5ycBrYnE5— OptaJoe (@OptaJoe) January 14, 2024 Bæði lið átt skot í marksúlurnar áður en fyrri hálfleikur var flautaður af en aðeins annað þeirra kom boltanum í netið. Það gerði Rashford fyrir heimamenn og staðan 2-1 í hálfleik. Markið kom eftir frábæran samleik hjá Rashford og Höjlund. Enski framherjinn kláraði færi sitt af mikilli yfirvegun en hann renndi boltanum lúmst niðri í hornið fjær, algjörlega óverjandi fyrir Guglielmo Vicario í marki gestanna. 1 - Marcus Rashford has scored his first goal at Old Trafford for Manchester United in all competitions this season, in his 14th appearance and from his 32nd shot at home in 2023-24. Finally. pic.twitter.com/CODZsHowiB— OptaJoe (@OptaJoe) January 14, 2024 Gestirnir komu töluvert betur stemmdir út í síðari hálfleikinn þar sem þeir jöfnuðu metin eftir örfáar sekúndur. Vicario gaf á Romero sem sprengdi miðju Man United með einni sendingu og allt í einu var Timo Werner búinn að senda Rodrigo Bentancur inn á teig og miðjumaðurinn lappalangi jafnaði metin með frábæru skoti. Þrátt fyrir ágætis færi þá tókst Tottenham ekki að bæta við marki og lokatölur á Old Trafford 2-2 að þessu sinni. Tottenham er í 5. sæti með 40 stig að loknum 21 leik á meðan Man United er í 7. sæti með 32 stig. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United og Tottenham Hotspur gerðu 2-2 jafntefli á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir ef til vill svekktari með úrslitin þar sem þeir fengu töluvert betri færi en heimaliðið. Heimamenn í Manchester United byrjuðu þó af miklum krafti. Kom danski framherjinn Rasmus Höjlund þeim yfir með frábæru skoti af stuttu færi eftir að hafa labbað framhjá Cristian Romero, miðverði gestanna, í kjölfar þess að boltinn hrökk fyrir hann inn í vítateig eftir góðan sprett Marcus Rashford. Another Premier League goal for Rasmus Højlund pic.twitter.com/mr1AF6mVR4— B/R Football (@brfootball) January 14, 2024 Gestirnir létu það ekki á sig fá og jafnaði metin þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar. Richarlison stýrði boltanum þá í netið með höfðinu eftir frábæra hornspyrnu Pedro Porro og allt orðið jafnt. 33 - Tottenham have now scored in each of their last 33 Premier League games since a 0-1 defeat at Wolves in March last season, now the outright longest scoring run in the club's league history. Unstoppable. pic.twitter.com/M5ycBrYnE5— OptaJoe (@OptaJoe) January 14, 2024 Bæði lið átt skot í marksúlurnar áður en fyrri hálfleikur var flautaður af en aðeins annað þeirra kom boltanum í netið. Það gerði Rashford fyrir heimamenn og staðan 2-1 í hálfleik. Markið kom eftir frábæran samleik hjá Rashford og Höjlund. Enski framherjinn kláraði færi sitt af mikilli yfirvegun en hann renndi boltanum lúmst niðri í hornið fjær, algjörlega óverjandi fyrir Guglielmo Vicario í marki gestanna. 1 - Marcus Rashford has scored his first goal at Old Trafford for Manchester United in all competitions this season, in his 14th appearance and from his 32nd shot at home in 2023-24. Finally. pic.twitter.com/CODZsHowiB— OptaJoe (@OptaJoe) January 14, 2024 Gestirnir komu töluvert betur stemmdir út í síðari hálfleikinn þar sem þeir jöfnuðu metin eftir örfáar sekúndur. Vicario gaf á Romero sem sprengdi miðju Man United með einni sendingu og allt í einu var Timo Werner búinn að senda Rodrigo Bentancur inn á teig og miðjumaðurinn lappalangi jafnaði metin með frábæru skoti. Þrátt fyrir ágætis færi þá tókst Tottenham ekki að bæta við marki og lokatölur á Old Trafford 2-2 að þessu sinni. Tottenham er í 5. sæti með 40 stig að loknum 21 leik á meðan Man United er í 7. sæti með 32 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti