Belichick hættir að þjálfa New England Patriots Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 13:16 Tom Brady og Bill Belichick voru nánast óstöðvandi saman hjá New England Patriots. Getty Næstum því aldarfjórðungs langri þjálfaratíð Bill Belichick hjá New England Patriots er á enda. Bandarískir fjölmiðlar segja að hann hafi stýrt liðinu í síðasta skiptið. Belichick hefur fundað margoft með Robert Kraft, eiganda New England Patriots, í vikunni þar sem farið var yfir næstu skref. Þeir sættust á það að enda samstarfið núna. Belichick var að klára 24. tímabilið sitt með liðið en það gekk ekki vel hjá Patriots í vetur. Belichick átti samt eitt ár eftir af samningi sínum en fær nú að yfirgefa félagið án þess að Patriots sækist eftir einhverjum bætum fyrir. Belichick er einn allra besti þjálfari allra tíma og gerði Patriots sex sinnum að NFL meisturum sem er met. Hann vantar enn 26 sigurleiki í það að hafa unnið þá flesta í sögu deildarinnar og mun væntanlega reyna að finna sér nýtt þjálfarastarf. Það eru mörg á lausu og því líklegt að eitthvað af þeim félögum veðji á þessa goðsögn. Patriots mun hins vegar hefja þjálfaraleit í fyrsta sinn í næstum því aldarfjórðung en líklegastur til að fá starfið er Jerod Mayo, sem var varnarlínuþjálfari liðsins undir stjórn Belichick. Belichick tók við starfinu hjá Patrios af Pete Carroll árið 2000. Carroll hætti einmitt með Seattle Seahawks liðið fyrir nokkrum dögum. Breaking: Bill Belichick and the New England Patriots are expected to part ways today after a remarkable 24 seasons together, ending an unmatched run in NFL history that included six Super Bowl titles, league sources tell @AdamSchefter and @MikeReiss pic.twitter.com/4gnK1sfNaa— ESPN (@espn) January 11, 2024 NFL Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Sjá meira
Belichick hefur fundað margoft með Robert Kraft, eiganda New England Patriots, í vikunni þar sem farið var yfir næstu skref. Þeir sættust á það að enda samstarfið núna. Belichick var að klára 24. tímabilið sitt með liðið en það gekk ekki vel hjá Patriots í vetur. Belichick átti samt eitt ár eftir af samningi sínum en fær nú að yfirgefa félagið án þess að Patriots sækist eftir einhverjum bætum fyrir. Belichick er einn allra besti þjálfari allra tíma og gerði Patriots sex sinnum að NFL meisturum sem er met. Hann vantar enn 26 sigurleiki í það að hafa unnið þá flesta í sögu deildarinnar og mun væntanlega reyna að finna sér nýtt þjálfarastarf. Það eru mörg á lausu og því líklegt að eitthvað af þeim félögum veðji á þessa goðsögn. Patriots mun hins vegar hefja þjálfaraleit í fyrsta sinn í næstum því aldarfjórðung en líklegastur til að fá starfið er Jerod Mayo, sem var varnarlínuþjálfari liðsins undir stjórn Belichick. Belichick tók við starfinu hjá Patrios af Pete Carroll árið 2000. Carroll hætti einmitt með Seattle Seahawks liðið fyrir nokkrum dögum. Breaking: Bill Belichick and the New England Patriots are expected to part ways today after a remarkable 24 seasons together, ending an unmatched run in NFL history that included six Super Bowl titles, league sources tell @AdamSchefter and @MikeReiss pic.twitter.com/4gnK1sfNaa— ESPN (@espn) January 11, 2024
NFL Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Sjá meira