David Okeke fór ekki í hjartastopp á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 12:30 David Okeke í leik með Haukum í vetur á móti Val. Hann lenti í óhugnanlegu atviki á Sauðárkróki en er byrjaður aftur að spila á fullu. Vísir/Anton Brink David Okeke er byrjaður að spila aftur með Haukum í Subway deild karla í körfubolta en meint hjartastopp hans á Sauðárkróki hans í nóvember var hvorki það né hjartaáfall. Nú vitum við meira hvað gerðist hjá miðherjanum öfluga í þessum leik. David Okeke hneig niður í leik Hauka og Tindastóls þann 23. nóvember síðastliðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. David hafði áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og var með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í árið 2018. Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum, hefur verið að vinna með Okeke síðan atvikið varð og er að hjálpa honum að komast í betra form. Kristinn segir mikinn misskilning í gangi varðandi veikindi Okeke á Króknum. „Ég er búinn að vera að mæta með David og gera með honum æfingar svona líklega í einhver tíu til tólf skipti síðan að hann féll niður. Svo það sé á hreinu þá fékk hann ekki hjartaáfall og það er búið að fara með rangt mál í fjölmiðlum hvað það varðar,“ sagði Kristinn Jónsson í samtali við Vísi. „Hann fær of háan hjartslátt en hann var ekki búinn að vera að taka rétt lyf. Hjartað hans fer að slá of hratt og hann fellur í yfirlið þar sem að blóðþrýstingurinn hans lækkaði,“ sagði Kristinn. „Það var óregla í gangi á milli hjartsláttar og blóðþrýstings. Það veldur því að hann lendir í gáttaflökti og þá kemur bjargráðurinn inn. Hann setti þetta inn á Instagram reikning sinn sjálfur og það væri rangt mál að hann hefði farið í hjartastopp,“ sagði Kristinn. „Það hefði enginn sem hefði farið í hjartastopp eða fengið hjartaáfall, staðið aftur upp og beðið um skiptingu aftur inn í leikinn eins og sást á myndbandinu af leiknum. Ef þú færð hjartaáfall þá liggur þú eftir óvígur. mjög þreyttur og þú ert lengi að ná þér af slíku áfalli,“ sagði Kristinn. „David er búinn að vera harðduglegur og passar nú lyfin sín. Við erum gríðarlega ánægð með það hvernig hann hefur komið til baka sem leikmaður og persóna,“ sagði Kristinn. Okeke var með 10 stig og 12 fráköst á 21 mínútu í fyrsta leik eftir atvikið og var síðan mðe 26 stig á 36 mínútum í síðasta leik þar sem hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum utan af velli. Subway-deild karla Haukar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
David Okeke hneig niður í leik Hauka og Tindastóls þann 23. nóvember síðastliðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. David hafði áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og var með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í árið 2018. Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum, hefur verið að vinna með Okeke síðan atvikið varð og er að hjálpa honum að komast í betra form. Kristinn segir mikinn misskilning í gangi varðandi veikindi Okeke á Króknum. „Ég er búinn að vera að mæta með David og gera með honum æfingar svona líklega í einhver tíu til tólf skipti síðan að hann féll niður. Svo það sé á hreinu þá fékk hann ekki hjartaáfall og það er búið að fara með rangt mál í fjölmiðlum hvað það varðar,“ sagði Kristinn Jónsson í samtali við Vísi. „Hann fær of háan hjartslátt en hann var ekki búinn að vera að taka rétt lyf. Hjartað hans fer að slá of hratt og hann fellur í yfirlið þar sem að blóðþrýstingurinn hans lækkaði,“ sagði Kristinn. „Það var óregla í gangi á milli hjartsláttar og blóðþrýstings. Það veldur því að hann lendir í gáttaflökti og þá kemur bjargráðurinn inn. Hann setti þetta inn á Instagram reikning sinn sjálfur og það væri rangt mál að hann hefði farið í hjartastopp,“ sagði Kristinn. „Það hefði enginn sem hefði farið í hjartastopp eða fengið hjartaáfall, staðið aftur upp og beðið um skiptingu aftur inn í leikinn eins og sást á myndbandinu af leiknum. Ef þú færð hjartaáfall þá liggur þú eftir óvígur. mjög þreyttur og þú ert lengi að ná þér af slíku áfalli,“ sagði Kristinn. „David er búinn að vera harðduglegur og passar nú lyfin sín. Við erum gríðarlega ánægð með það hvernig hann hefur komið til baka sem leikmaður og persóna,“ sagði Kristinn. Okeke var með 10 stig og 12 fráköst á 21 mínútu í fyrsta leik eftir atvikið og var síðan mðe 26 stig á 36 mínútum í síðasta leik þar sem hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum utan af velli.
Subway-deild karla Haukar Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira