Leynigöngum gyðinga í Brooklyn lokað og níu handteknir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. janúar 2024 22:25 Stórt gat var gert á vegginn á sýnagógunni, sem var endastöð ganganna. AP Lögreglan í Brooklyn í New York-borg handtók níu meðlimi hasidíska gyðingasamfélagsins á mánudag vegna leyniganga sem þeir höfðu grafið frá höfuðstöðvum Chabad-Lubavitch-hreyfingarinnar að sögufrægri sýnagógu. Til átaka kom þegar borgaryfirvöld New York-borgar og leiðtogar hreyfingarinnar hugðust loka göngunum eftir að upp komst um göngin, sem eru ólöglega byggð. Að sögn Rabbi Motti Seligson, talsmanns Chabad-Lubavitch, sem heyrir undir hasidíska gyðingasamfélagið, bar hópur öfgafullra námsmanna ábyrgð á tilurð ganganna. Mennirnir níu eru ákærðir fyrir glæpsamlegt athæfi, að hafa stefnt sér og öðrum í ófyrirleitna hættu og fyrir að hafa hindrað aðgerðir yfirvalda. Níu voru handteknir í átökunum. AP Tilgangurinn ráðgáta Leynigöngin voru byggð undir fjölfarinni götu í Brooklyn þar sem höfuðstöðvar hreyfingarinnar eru staðsettar auk áðurnefndrar sýnagógu. Seligson segir mennina hafa grafið neðanjarðargöngin frá höfuðstöðvunum, undir röð skrifstofubygginga í götunni og inn í hlið sýnagógunnar, sem var endastöð ganganna. Tilgangur ganganna liggur þó ekki fyrir. Hér að neðan má sjá myndband þar sem einn notenda þeirra er gripinn glóðvolgur við að yfirgefa þau í gegnum eins konar ræsi meðan á rannsókn lögreglu stendur. Secret tunnel from inside the Jewish synagogue leads to secret get away pic.twitter.com/uj7AQ7AQeV— Insider Corner (@insiderscorner) January 9, 2024 Eyðileggingin við enda ganganna er talsverð.AP Frétt The Guardian um málið má nálgast hér og myndband af átökunum frá miðlinum má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0D4XIaat268">watch on YouTube</a> Trúmál Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Til átaka kom þegar borgaryfirvöld New York-borgar og leiðtogar hreyfingarinnar hugðust loka göngunum eftir að upp komst um göngin, sem eru ólöglega byggð. Að sögn Rabbi Motti Seligson, talsmanns Chabad-Lubavitch, sem heyrir undir hasidíska gyðingasamfélagið, bar hópur öfgafullra námsmanna ábyrgð á tilurð ganganna. Mennirnir níu eru ákærðir fyrir glæpsamlegt athæfi, að hafa stefnt sér og öðrum í ófyrirleitna hættu og fyrir að hafa hindrað aðgerðir yfirvalda. Níu voru handteknir í átökunum. AP Tilgangurinn ráðgáta Leynigöngin voru byggð undir fjölfarinni götu í Brooklyn þar sem höfuðstöðvar hreyfingarinnar eru staðsettar auk áðurnefndrar sýnagógu. Seligson segir mennina hafa grafið neðanjarðargöngin frá höfuðstöðvunum, undir röð skrifstofubygginga í götunni og inn í hlið sýnagógunnar, sem var endastöð ganganna. Tilgangur ganganna liggur þó ekki fyrir. Hér að neðan má sjá myndband þar sem einn notenda þeirra er gripinn glóðvolgur við að yfirgefa þau í gegnum eins konar ræsi meðan á rannsókn lögreglu stendur. Secret tunnel from inside the Jewish synagogue leads to secret get away pic.twitter.com/uj7AQ7AQeV— Insider Corner (@insiderscorner) January 9, 2024 Eyðileggingin við enda ganganna er talsverð.AP Frétt The Guardian um málið má nálgast hér og myndband af átökunum frá miðlinum má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0D4XIaat268">watch on YouTube</a>
Trúmál Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira