Leynigöngum gyðinga í Brooklyn lokað og níu handteknir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. janúar 2024 22:25 Stórt gat var gert á vegginn á sýnagógunni, sem var endastöð ganganna. AP Lögreglan í Brooklyn í New York-borg handtók níu meðlimi hasidíska gyðingasamfélagsins á mánudag vegna leyniganga sem þeir höfðu grafið frá höfuðstöðvum Chabad-Lubavitch-hreyfingarinnar að sögufrægri sýnagógu. Til átaka kom þegar borgaryfirvöld New York-borgar og leiðtogar hreyfingarinnar hugðust loka göngunum eftir að upp komst um göngin, sem eru ólöglega byggð. Að sögn Rabbi Motti Seligson, talsmanns Chabad-Lubavitch, sem heyrir undir hasidíska gyðingasamfélagið, bar hópur öfgafullra námsmanna ábyrgð á tilurð ganganna. Mennirnir níu eru ákærðir fyrir glæpsamlegt athæfi, að hafa stefnt sér og öðrum í ófyrirleitna hættu og fyrir að hafa hindrað aðgerðir yfirvalda. Níu voru handteknir í átökunum. AP Tilgangurinn ráðgáta Leynigöngin voru byggð undir fjölfarinni götu í Brooklyn þar sem höfuðstöðvar hreyfingarinnar eru staðsettar auk áðurnefndrar sýnagógu. Seligson segir mennina hafa grafið neðanjarðargöngin frá höfuðstöðvunum, undir röð skrifstofubygginga í götunni og inn í hlið sýnagógunnar, sem var endastöð ganganna. Tilgangur ganganna liggur þó ekki fyrir. Hér að neðan má sjá myndband þar sem einn notenda þeirra er gripinn glóðvolgur við að yfirgefa þau í gegnum eins konar ræsi meðan á rannsókn lögreglu stendur. Secret tunnel from inside the Jewish synagogue leads to secret get away pic.twitter.com/uj7AQ7AQeV— Insider Corner (@insiderscorner) January 9, 2024 Eyðileggingin við enda ganganna er talsverð.AP Frétt The Guardian um málið má nálgast hér og myndband af átökunum frá miðlinum má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0D4XIaat268">watch on YouTube</a> Trúmál Bandaríkin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Til átaka kom þegar borgaryfirvöld New York-borgar og leiðtogar hreyfingarinnar hugðust loka göngunum eftir að upp komst um göngin, sem eru ólöglega byggð. Að sögn Rabbi Motti Seligson, talsmanns Chabad-Lubavitch, sem heyrir undir hasidíska gyðingasamfélagið, bar hópur öfgafullra námsmanna ábyrgð á tilurð ganganna. Mennirnir níu eru ákærðir fyrir glæpsamlegt athæfi, að hafa stefnt sér og öðrum í ófyrirleitna hættu og fyrir að hafa hindrað aðgerðir yfirvalda. Níu voru handteknir í átökunum. AP Tilgangurinn ráðgáta Leynigöngin voru byggð undir fjölfarinni götu í Brooklyn þar sem höfuðstöðvar hreyfingarinnar eru staðsettar auk áðurnefndrar sýnagógu. Seligson segir mennina hafa grafið neðanjarðargöngin frá höfuðstöðvunum, undir röð skrifstofubygginga í götunni og inn í hlið sýnagógunnar, sem var endastöð ganganna. Tilgangur ganganna liggur þó ekki fyrir. Hér að neðan má sjá myndband þar sem einn notenda þeirra er gripinn glóðvolgur við að yfirgefa þau í gegnum eins konar ræsi meðan á rannsókn lögreglu stendur. Secret tunnel from inside the Jewish synagogue leads to secret get away pic.twitter.com/uj7AQ7AQeV— Insider Corner (@insiderscorner) January 9, 2024 Eyðileggingin við enda ganganna er talsverð.AP Frétt The Guardian um málið má nálgast hér og myndband af átökunum frá miðlinum má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0D4XIaat268">watch on YouTube</a>
Trúmál Bandaríkin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira