Notalegur staður til að slamma á Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. janúar 2024 16:30 Sunna Benjamínsdóttir Bohn sigraði Ljóðaslammið 2023. Aðsend Ljóðaslamm 2024 verður haldið í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt þann 2. febrúar næstkomandi. Slammið er opið öllum sem eru 16 ára og eldri. Í fréttatilkynningu segir að Ljóðaslamm hafi verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. „Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.“ Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðla á Borgarbókasafninu, stýrir verkefninu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Þau halda bæði mjög mikið upp á listformið og þess má geta að Jón Magnús sigraði í Ljóðaslamminu 2017. View this post on Instagram A post shared by Jón Magnús Arnarsson (@johnnymagnetz) Guðrún Elísa segir að ljóðaslamm eða Poetry Slam henti ótrúlega breiðum hópi, svo sem fólki sem hefur áhuga á ljóðlist, rappi, sviðslistum eða hvers konar munnlegri tjáningu. „Undirbúningsnámskeiðin eru kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja fá kynnast ljóðaslammi betur, fá hugmynd að atriði fyrir sjálfa keppnina eða fá aðstoð við að vinna með nýfætt ljóð eða prósa frá grunni. Bókasafnið er öruggt umhverfi og notalegur staður til að koma á og námskeiðin eru góð leið til kynnast fólki í sömu hugleiðingum og sækja styrk hvert í annað, svo ekki sé minnst á frábæra leiðbeinendur með mikla reynslu, hver á sínu sviði.“ Sunna Benjamínsdóttir Bohn stóð uppi sem Ljóðaslamms sigurvegarinn 2023. Aðsend Þátttakendur frumsemja ljóð eða texta fyrir keppnina en flutningurinn má vera á íslensku eða ensku og taka hámark þrjár mínútur. Jón Magnús Arnarsson leikari og ljóðaslammari er einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann mun miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar ljóðaslammara og kenna námskeiðin ásamt þeim Sölku Gullbrá, Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson), Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Kælunni miklu, sem sigruðu Ljóðaslammið 2013. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar miklu við lagið Hvítir sandar: Verðlaunagripurinn er hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig meðal annars í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum. Hér má finna nánari upplýsingar um Ljóðaslamm 2024. Menning Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Ljóðaslamm hafi verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. „Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.“ Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðla á Borgarbókasafninu, stýrir verkefninu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Þau halda bæði mjög mikið upp á listformið og þess má geta að Jón Magnús sigraði í Ljóðaslamminu 2017. View this post on Instagram A post shared by Jón Magnús Arnarsson (@johnnymagnetz) Guðrún Elísa segir að ljóðaslamm eða Poetry Slam henti ótrúlega breiðum hópi, svo sem fólki sem hefur áhuga á ljóðlist, rappi, sviðslistum eða hvers konar munnlegri tjáningu. „Undirbúningsnámskeiðin eru kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja fá kynnast ljóðaslammi betur, fá hugmynd að atriði fyrir sjálfa keppnina eða fá aðstoð við að vinna með nýfætt ljóð eða prósa frá grunni. Bókasafnið er öruggt umhverfi og notalegur staður til að koma á og námskeiðin eru góð leið til kynnast fólki í sömu hugleiðingum og sækja styrk hvert í annað, svo ekki sé minnst á frábæra leiðbeinendur með mikla reynslu, hver á sínu sviði.“ Sunna Benjamínsdóttir Bohn stóð uppi sem Ljóðaslamms sigurvegarinn 2023. Aðsend Þátttakendur frumsemja ljóð eða texta fyrir keppnina en flutningurinn má vera á íslensku eða ensku og taka hámark þrjár mínútur. Jón Magnús Arnarsson leikari og ljóðaslammari er einn af forsprökkum ljóðaslamms-senunar á Íslandi. Hann mun miðla þekkingu sinni til næstu kynslóðar ljóðaslammara og kenna námskeiðin ásamt þeim Sölku Gullbrá, Kött Grá Pjé (Atli Sigþórsson), Steinunni Jónsdóttur úr Reykjavíkurdætrum og Kælunni miklu, sem sigruðu Ljóðaslammið 2013. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar miklu við lagið Hvítir sandar: Verðlaunagripurinn er hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig meðal annars í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum. Hér má finna nánari upplýsingar um Ljóðaslamm 2024.
Menning Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira