Hafa enga trú á okkar konu á Wodapalooza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 11:01 Bergrós Björnsdóttir fær tækifæri til að keppa við margar af þeim bestu í heimi en fyrirfram er ekki búist við miklu af henni ef marka má styrkleikaröðun keppenda. @bergrosbjornsdottir Íslendingar eiga einn fulltrúa í einstaklingskeppninni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami í Bandaríkjunum. Bergrós Björnsdóttir þáði boð um að færa sig úr unglingakeppninni yfir í keppni kvenna. Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og krefjandi byrjun á árinu hjá þessari sextán ára gömlu Selfossmær. Mótið hefst 11. janúar næstkomandi og klárast þremur dögum síðar. Bergrós varð í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára á síðustu heimsleikum en þetta verður hennar fyrsta alþjóðlega mót í flokki fullorðinna. Það er aftur á móti óhætt að segja að væntingarnar séu ekki miklar til okkar konu á mótinu í ár. BFriendly Fitness vefurinn styrkleikaraðaði öllum keppendunum á mótinu. 39 karlar og 40 konur keppa þar um sigurinn og sigurvegararnir fá 75 þúsund dollara hvor eða 10,3 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé mótsins er 312 þúsund dollarar eða 43 milljónir króna. Í þessari styrkleikaröðun var Bergrós sett í fertugasta og síðasta sætið hjá konunum. BFriendly Fitness hefur því enga trú á okkar konu á Wodapalooza. Það þýðir auðvitað bara eitt eða að nú er leiðin bara upp á við hjá Bergrós, tími til að sanna sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hún sýni þeim á BFriendly að þeir eru á villigötum með styrkleikamati sínu á þessari sterku og stórefnilegu stelpu. Þetta líka mjög dýrmæt reynsla fyrir framhaldið hjá Bergrós sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Bergrós varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit í október og fyrir tæpu ári vann hún Reykjarvíkurleikana við hlið Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og krefjandi byrjun á árinu hjá þessari sextán ára gömlu Selfossmær. Mótið hefst 11. janúar næstkomandi og klárast þremur dögum síðar. Bergrós varð í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára á síðustu heimsleikum en þetta verður hennar fyrsta alþjóðlega mót í flokki fullorðinna. Það er aftur á móti óhætt að segja að væntingarnar séu ekki miklar til okkar konu á mótinu í ár. BFriendly Fitness vefurinn styrkleikaraðaði öllum keppendunum á mótinu. 39 karlar og 40 konur keppa þar um sigurinn og sigurvegararnir fá 75 þúsund dollara hvor eða 10,3 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé mótsins er 312 þúsund dollarar eða 43 milljónir króna. Í þessari styrkleikaröðun var Bergrós sett í fertugasta og síðasta sætið hjá konunum. BFriendly Fitness hefur því enga trú á okkar konu á Wodapalooza. Það þýðir auðvitað bara eitt eða að nú er leiðin bara upp á við hjá Bergrós, tími til að sanna sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hún sýni þeim á BFriendly að þeir eru á villigötum með styrkleikamati sínu á þessari sterku og stórefnilegu stelpu. Þetta líka mjög dýrmæt reynsla fyrir framhaldið hjá Bergrós sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Bergrós varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit í október og fyrir tæpu ári vann hún Reykjarvíkurleikana við hlið Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness)
CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira