Hafa enga trú á okkar konu á Wodapalooza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 11:01 Bergrós Björnsdóttir fær tækifæri til að keppa við margar af þeim bestu í heimi en fyrirfram er ekki búist við miklu af henni ef marka má styrkleikaröðun keppenda. @bergrosbjornsdottir Íslendingar eiga einn fulltrúa í einstaklingskeppninni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami í Bandaríkjunum. Bergrós Björnsdóttir þáði boð um að færa sig úr unglingakeppninni yfir í keppni kvenna. Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og krefjandi byrjun á árinu hjá þessari sextán ára gömlu Selfossmær. Mótið hefst 11. janúar næstkomandi og klárast þremur dögum síðar. Bergrós varð í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára á síðustu heimsleikum en þetta verður hennar fyrsta alþjóðlega mót í flokki fullorðinna. Það er aftur á móti óhætt að segja að væntingarnar séu ekki miklar til okkar konu á mótinu í ár. BFriendly Fitness vefurinn styrkleikaraðaði öllum keppendunum á mótinu. 39 karlar og 40 konur keppa þar um sigurinn og sigurvegararnir fá 75 þúsund dollara hvor eða 10,3 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé mótsins er 312 þúsund dollarar eða 43 milljónir króna. Í þessari styrkleikaröðun var Bergrós sett í fertugasta og síðasta sætið hjá konunum. BFriendly Fitness hefur því enga trú á okkar konu á Wodapalooza. Það þýðir auðvitað bara eitt eða að nú er leiðin bara upp á við hjá Bergrós, tími til að sanna sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hún sýni þeim á BFriendly að þeir eru á villigötum með styrkleikamati sínu á þessari sterku og stórefnilegu stelpu. Þetta líka mjög dýrmæt reynsla fyrir framhaldið hjá Bergrós sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Bergrós varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit í október og fyrir tæpu ári vann hún Reykjarvíkurleikana við hlið Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Sjá meira
Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og krefjandi byrjun á árinu hjá þessari sextán ára gömlu Selfossmær. Mótið hefst 11. janúar næstkomandi og klárast þremur dögum síðar. Bergrós varð í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára á síðustu heimsleikum en þetta verður hennar fyrsta alþjóðlega mót í flokki fullorðinna. Það er aftur á móti óhætt að segja að væntingarnar séu ekki miklar til okkar konu á mótinu í ár. BFriendly Fitness vefurinn styrkleikaraðaði öllum keppendunum á mótinu. 39 karlar og 40 konur keppa þar um sigurinn og sigurvegararnir fá 75 þúsund dollara hvor eða 10,3 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé mótsins er 312 þúsund dollarar eða 43 milljónir króna. Í þessari styrkleikaröðun var Bergrós sett í fertugasta og síðasta sætið hjá konunum. BFriendly Fitness hefur því enga trú á okkar konu á Wodapalooza. Það þýðir auðvitað bara eitt eða að nú er leiðin bara upp á við hjá Bergrós, tími til að sanna sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hún sýni þeim á BFriendly að þeir eru á villigötum með styrkleikamati sínu á þessari sterku og stórefnilegu stelpu. Þetta líka mjög dýrmæt reynsla fyrir framhaldið hjá Bergrós sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Bergrós varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit í október og fyrir tæpu ári vann hún Reykjarvíkurleikana við hlið Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness)
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Sjá meira