ÍSÍ veðjar á þessi tíu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 16:00 Anton Sveinn McKee er öruggur um sæti á Ólympíuleikunum í París. instagram/@antonmckee Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt Ólympíuhóp sinn fyrir komandi Ólympíuleika en þeir verða haldnir seinna á þessu ári. Hópurinn samanstendur af afreksíþróttafólki sem hefur tryggt sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 eða er í dauðafæri að komast inn á þá á næstu misserum. Í þessum hópi er afreksíþróttafólk úr sjö íþróttagreinum en mismunandi leiðir eru í flestum íþróttagreinum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur nú þegar unnið sér inn þátttökurétt á leikana en samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ eru vonir eru bundnar við að Ísland muni eiga góðan hóp íþróttafólks á leikunum. Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttavettvangur heims og þar keppa fremstu íþróttamenn heims í íþróttagreinum 32 alþjóðasérsambanda. Hópurinn samanstendur af níu aðilum úr einstaklingsgreinum auk karlalandsliðsins í handknattleik, en í fréttinni hjá ÍSÍ kemur fram að hópurinn mun taka breytingum eftir því sem nær dregur leikum og fleiri eða færri aðilar hafa raunhæfa möguleika á þátttöku. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik Á næstunni er ætlun ÍSÍ og sérsambanda að vekja athygli á þessu íþróttafólki og þeim viðburðum sem þau eru að keppa á til að vinna sér þátttökurétt á leikana í París, en þeir verða settir föstudaginn 26. júlí næstkomandi. Kynningarmyndband hefur verið sett saman og frekara efni bíður birtingar sem ÍSÍ, sérsambönd og íþróttafólkið mun koma á framfæri á næstunni. Kynningarmyndbandið má sjá á samfélagsmiðlum ÍSÍ. Með því ætlar ÍSÍ að stuðla að því að hópurinn fái sem mesta athygli og stuðning svo árangur þeirra verði sem bestur. Afreksstjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, heldur utan um Ólympíuhópinn en hann hefur áratuga reynslu, bæði sem þjálfari og afreksíþróttamaður í kringlukasti, og hefur nú þegar tekið þátt í 10 Ólympíuleikum. Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sjá meira
Hópurinn samanstendur af afreksíþróttafólki sem hefur tryggt sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 eða er í dauðafæri að komast inn á þá á næstu misserum. Í þessum hópi er afreksíþróttafólk úr sjö íþróttagreinum en mismunandi leiðir eru í flestum íþróttagreinum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur nú þegar unnið sér inn þátttökurétt á leikana en samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ eru vonir eru bundnar við að Ísland muni eiga góðan hóp íþróttafólks á leikunum. Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttavettvangur heims og þar keppa fremstu íþróttamenn heims í íþróttagreinum 32 alþjóðasérsambanda. Hópurinn samanstendur af níu aðilum úr einstaklingsgreinum auk karlalandsliðsins í handknattleik, en í fréttinni hjá ÍSÍ kemur fram að hópurinn mun taka breytingum eftir því sem nær dregur leikum og fleiri eða færri aðilar hafa raunhæfa möguleika á þátttöku. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik Á næstunni er ætlun ÍSÍ og sérsambanda að vekja athygli á þessu íþróttafólki og þeim viðburðum sem þau eru að keppa á til að vinna sér þátttökurétt á leikana í París, en þeir verða settir föstudaginn 26. júlí næstkomandi. Kynningarmyndband hefur verið sett saman og frekara efni bíður birtingar sem ÍSÍ, sérsambönd og íþróttafólkið mun koma á framfæri á næstunni. Kynningarmyndbandið má sjá á samfélagsmiðlum ÍSÍ. Með því ætlar ÍSÍ að stuðla að því að hópurinn fái sem mesta athygli og stuðning svo árangur þeirra verði sem bestur. Afreksstjóri ÍSÍ, Vésteinn Hafsteinsson, heldur utan um Ólympíuhópinn en hann hefur áratuga reynslu, bæði sem þjálfari og afreksíþróttamaður í kringlukasti, og hefur nú þegar tekið þátt í 10 Ólympíuleikum.
Í Ólympíuhóp ÍSÍ eru eftirtalin: Anton Sveinn McKee, sund Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut Guðni Valur Guðnason, kringlukast Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar Karlalandsliðið í handknattleik
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn