Háleit markmið Hauka verða ekki að veruleika: „Leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2024 11:31 Helgi Már Magnússon var ekki mjög bjartsýnn fyrir komandi misseri hjá Haukum og sagði neikvæða orku svífa yfir vötnum á Völlunum. skjáskot / subway körfuboltakvöld Haukar höfðu háleit markmið fyrir tímabilið í Subway deild karla en finna sig nú öllu nær botninum en toppinum. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds sammæltust um að útlitið væri ekki bjart. Máté Dalmay, þjálfara Hauka, lét hafa það eftir sér í viðtali við Körfuna að liðið ætlaði sér að “verða Íslandsmeistarar í meistaraflokk, ungmennaflokk, tólfta flokk og ellefta flokk”. Þær yfirlýsingar hafa ekki raungerst og Haukar herja nú baráttu á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, með 3 sigra og 9 töp. Breiðablik er í 11. sætinu með 2 sigra og 10 töp. „Þarf bara að sætta mig við að við séum í fallbaráttu. Það er eitthvað sem ég þekki persónulega ekki. Þarf maður ekki bara setja sig í stellingar fyrir það og bjarga því sem hægt er að bjarga í vetur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, við erum ekki að horfa upp töfluna heldur niður“ sagði Máté eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Klippa: Haukar í fallbaráttu „Hann er bara í bullandi vandræðum, bullandi fallbaráttu og þetta hljóta að vera hrikalega mikil vonbrigði“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöldsins. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið raunhæft markmið, þeir misstu nánast allt byrjunarliðið frá í fyrra. Fengu vissulega frambærilega leikmenn en það náði ekki að smella. Hvort Máté hafi verið í fallbaráttu áður skiptir engu máli, nú þarf bara að stilla sig inn á það, koma þessu liði í gang og reyna að vinna einhverja leiki. Ég horfði á þennan leik, það er leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ hafði Helgi Már Magnússon að segja um vandræði Hauka. „Mér finnst Máté þurfa að læra að hætta að einbeita sér að sjálfum sér. Þegar liðið spilar illa kennir hann leikmönnum um, þegar gengur vel er það honum að þakka. Ég væri til í að heyra hann tala meira um liðið sem heild. Þeir eru með fínt lið á pappírum, takið ykkur saman í andlitinu, farið í eitt gott partý, lífgið upp á hópinn og hafið smá gaman“ ráðlagði Sævar Sævarsson þeim að gera. Haukar heimsækja Njarðvík í næstu umferð, leikurinn fer fram þann 11. janúar klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Haukar Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Máté Dalmay, þjálfara Hauka, lét hafa það eftir sér í viðtali við Körfuna að liðið ætlaði sér að “verða Íslandsmeistarar í meistaraflokk, ungmennaflokk, tólfta flokk og ellefta flokk”. Þær yfirlýsingar hafa ekki raungerst og Haukar herja nú baráttu á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og situr í 10. sæti deildarinnar, með 3 sigra og 9 töp. Breiðablik er í 11. sætinu með 2 sigra og 10 töp. „Þarf bara að sætta mig við að við séum í fallbaráttu. Það er eitthvað sem ég þekki persónulega ekki. Þarf maður ekki bara setja sig í stellingar fyrir það og bjarga því sem hægt er að bjarga í vetur. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, við erum ekki að horfa upp töfluna heldur niður“ sagði Máté eftir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Klippa: Haukar í fallbaráttu „Hann er bara í bullandi vandræðum, bullandi fallbaráttu og þetta hljóta að vera hrikalega mikil vonbrigði“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvöldsins. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið raunhæft markmið, þeir misstu nánast allt byrjunarliðið frá í fyrra. Fengu vissulega frambærilega leikmenn en það náði ekki að smella. Hvort Máté hafi verið í fallbaráttu áður skiptir engu máli, nú þarf bara að stilla sig inn á það, koma þessu liði í gang og reyna að vinna einhverja leiki. Ég horfði á þennan leik, það er leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ hafði Helgi Már Magnússon að segja um vandræði Hauka. „Mér finnst Máté þurfa að læra að hætta að einbeita sér að sjálfum sér. Þegar liðið spilar illa kennir hann leikmönnum um, þegar gengur vel er það honum að þakka. Ég væri til í að heyra hann tala meira um liðið sem heild. Þeir eru með fínt lið á pappírum, takið ykkur saman í andlitinu, farið í eitt gott partý, lífgið upp á hópinn og hafið smá gaman“ ráðlagði Sævar Sævarsson þeim að gera. Haukar heimsækja Njarðvík í næstu umferð, leikurinn fer fram þann 11. janúar klukkan 19:15 í Ljónagryfjunni. Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Haukar Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira