Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 13:30 Freyr Alexandersson á verðugt verkefni fyrir höndum í Belgíu. Getty/Jan Christensen Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. Kortrijk ákvað að kaupa Frey frá danska félaginu Lyngby, sem Freyr kom upp úr næstefstu deild og hélt svo uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Hann skilur við Lyngby í góðum málum um miðja deild, til að taka við Kortrijk sem er langneðst í belgísku A-deildinni. Ef sama þróun heldur áfram hjá Kortrijk, eins og verið hefur síðustu tíu ár, þá ætti Freyr ekki að búast við því að endast lengur en hálft ár hjá félaginu. Freyr er hreinlega að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og belgískir fjölmiðlar hafa kallað Kortrijk vegna þeirra tíðu þjálfarabreytinga sem gerðar hafa verið síðustu ár. Félagið er í eigu Vincent Tan, auðkýfingsins sem meðal annars á fjölda hótela á Íslandi í gegnum fyrirtækið Berjaya. Hann þekkir líka landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson eftir að hafa fest kaup á Cardiff City árið 2010, en Aron lék með liðinu í átta ár við góðan orðstír. Tan hefur reyndar reynt að selja Kortrijk og búið var að tilkynna að bandaríska félagið Kaminski Group hefði fest kaup á því í sumar, en engin innistæða reyndist fyrir því. Tan er því enn eigandi, eftir að hafa keypt félagið sumarið 2015, en stöðugleikinn hefur verið nær enginn síðan þá. Á meðal verka hans var að sjá til þess að Kortrijk fengi malasíska leikmanninn Luqman Hakim Shamsudin, sem síðan endaði óvænt sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðustu leiktíð. Þriðji þjálfarinn á þessari leiktíð Á síðustu tíu leiktíðum, eða frá því að Hein Vanhaezebrouck var með Kortrijk árið 2014, hefur nú sautján sinnum verið skipt um þjálfara, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Freyr er til að mynda þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu, bara á þessari leiktíð, því Edward Still hóf tímabilið en var rekinn í lok september, og Glen De Boeck fékk svo aðeins níu leiki áður en hann var rekinn fyrir mánuði síðan. Freyr virðist þurfa að framkalla álíka kraftaverk og hjá Lyngby því Kortrijk er aðeins með tíu stig á botni belgísku deildarinnar, eftir tuttugu umferðir, hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki unnið sigur í deildinni síðan í október. Næsta lið er Eupen, lið Alfreðs Finnbogasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar, með 15 stig. Núna er vetrarfrí en fyrsti leikur Freys með Kortrijk verður gegn Standard Liege 20. janúar, félagi sem einnig skoðaði það að fá Frey til sín samkvæmt belgískum miðlum en mun nú hafa valið Króatann Ivan Leko í staðinn. Leikmenn frá átján löndum Freyr mun þó þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast leikmannahópi sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn, en hjá Lyngby í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson. Belgíski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Sjá meira
Kortrijk ákvað að kaupa Frey frá danska félaginu Lyngby, sem Freyr kom upp úr næstefstu deild og hélt svo uppi í úrvalsdeildinni með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð. Hann skilur við Lyngby í góðum málum um miðja deild, til að taka við Kortrijk sem er langneðst í belgísku A-deildinni. Ef sama þróun heldur áfram hjá Kortrijk, eins og verið hefur síðustu tíu ár, þá ætti Freyr ekki að búast við því að endast lengur en hálft ár hjá félaginu. Freyr er hreinlega að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og belgískir fjölmiðlar hafa kallað Kortrijk vegna þeirra tíðu þjálfarabreytinga sem gerðar hafa verið síðustu ár. Félagið er í eigu Vincent Tan, auðkýfingsins sem meðal annars á fjölda hótela á Íslandi í gegnum fyrirtækið Berjaya. Hann þekkir líka landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson eftir að hafa fest kaup á Cardiff City árið 2010, en Aron lék með liðinu í átta ár við góðan orðstír. Tan hefur reyndar reynt að selja Kortrijk og búið var að tilkynna að bandaríska félagið Kaminski Group hefði fest kaup á því í sumar, en engin innistæða reyndist fyrir því. Tan er því enn eigandi, eftir að hafa keypt félagið sumarið 2015, en stöðugleikinn hefur verið nær enginn síðan þá. Á meðal verka hans var að sjá til þess að Kortrijk fengi malasíska leikmanninn Luqman Hakim Shamsudin, sem síðan endaði óvænt sem lánsmaður hjá Njarðvík á síðustu leiktíð. Þriðji þjálfarinn á þessari leiktíð Á síðustu tíu leiktíðum, eða frá því að Hein Vanhaezebrouck var með Kortrijk árið 2014, hefur nú sautján sinnum verið skipt um þjálfara, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Freyr er til að mynda þriðji þjálfarinn sem stýrir liðinu, bara á þessari leiktíð, því Edward Still hóf tímabilið en var rekinn í lok september, og Glen De Boeck fékk svo aðeins níu leiki áður en hann var rekinn fyrir mánuði síðan. Freyr virðist þurfa að framkalla álíka kraftaverk og hjá Lyngby því Kortrijk er aðeins með tíu stig á botni belgísku deildarinnar, eftir tuttugu umferðir, hefur tapað fimm leikjum í röð og ekki unnið sigur í deildinni síðan í október. Næsta lið er Eupen, lið Alfreðs Finnbogasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar, með 15 stig. Núna er vetrarfrí en fyrsti leikur Freys með Kortrijk verður gegn Standard Liege 20. janúar, félagi sem einnig skoðaði það að fá Frey til sín samkvæmt belgískum miðlum en mun nú hafa valið Króatann Ivan Leko í staðinn. Leikmenn frá átján löndum Freyr mun þó þurfa að hafa hraðar hendur við að kynnast leikmannahópi sínum, sem er vægast sagt fjölþjóðlegur. Í hópnum eru menn frá alls 18 löndum, og nú bætist við íslenskur þjálfari. Það verður svo að koma í ljós hvort að Freyr sækir til sín íslenska leikmenn, en hjá Lyngby í dag eru fjórir íslenskir leikmenn, þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magússon og Kolbeinn Finnsson.
Belgíski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Sjá meira