Lífið

Þjóðin er mætt í ræktina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er alltaf fjör í ræktinni í byrjun árs.
Það er alltaf fjör í ræktinni í byrjun árs.

Það er heldur betur gömul saga og ný að þjóðin ætlar sér alltaf að taka sig á í byrjun árs, koma sér í ræktina og missa nokkur kíló eftir hátíðirnar.

Þá fyllast ávallt líkamsræktarstöðvarnar og kynnti sér Sindri Sindrason málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Hann skellti sér í Laugar og hitti mæðgurnar Hafdísi Jónsdóttur, eiganda World Class, og Birgittu Líf Björnsdóttur.

„Hér áður fyrr var fólk mikið að koma hingað í törnum en núna er þetta orðið miklu jafnara yfir árið,“ segir Dísa og heldur áfram.

„Trixið er kannski að t.d. þegar maður vaknar á morgnana og nennir kannski ekki að bursta í sér tennurnar, þá bara gerir maður það og það sama á við um ræktina. Þú bara mætir.“

„Fólk finnur að manni líður almennt bara miklu betur ef þú ert að æfa, koma hingað inn og hitta fólk, vera í hlýjunni og hitta mann og annan,“ segir Birgitta Líf.

Sindri hitti meðal annars Herbert Guðmundsson sjálfan sem er mættur í ræktina en hann segist ekki hafa verið í neinum vandræðum að byrja aftur eftir jól.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Þjóðin er mætt í ræktina





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.