Á vef Veðurstofunnar kemur fram að frost á landinu verði yfirleitt á bilinu núll til fimm stig.
„Fremur vestlæg átt á morgun, föstudag og dálítil él í flestum landshlutum, en styttir upp víðast hvar um kvöldið.
Frá og með sunnudegi og fram eftir næstu viku er útlit fyrir hlýjar suðlægar áttir en frekar vætusömum um landið sunnan- og vestanvert, en lengst af þurrt fyrr norðan og austan.
Ætti þá að stórsjá á svellbúnkum sem skríða undan snjónum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Vestan og suðvestan 5-13 m/s, en hægari austantil. Dálítil úrkoma í flestum landshlutum, en víða þurrt um kvöldið. Frostlaust við suður- og vesturströndina, en annars yfirleitt 0 til 7 stiga frost.
Á laugardag: Yfirleitt hæg suðlæg átt og bjartviðri, en suðaustankaldi, skýjað og þurrt að mestu vestantil. Frost víða 0 til 10 stig, en frostlaust vestast.
Á sunnudag: Sunnan og suðaustan 8-15 m/s, hvassast vestantil. Skýjað og rigning sunnan- og vestantil, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 8 stig, svlast norðaustan- og austanlands.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Sunnan- og suðaustanáttir, rigning eða súld með köflum og fremur hlýtt, en lengst af þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands.