Rory McIlroy viðurkennir að hafa verið of dómharður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 15:31 Rory McIlroy sést hér kæla sig niður áður en hann slær upphafshöggið á móti í Sameinuðum furstadæmunum. Getty/Andrew Redington Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy sér nú eftir því að hafa verið of fljótur að dæma þá kylfinga sem sömdu við sádiarabísku golfmótaröðina LIV. Fáir gagnrýndu LIV meira en einmitt McIlroy en í dag hefur hann sætt sig við sá staðreynd að sádiarabíska mótaröðin er komin til vera hluti af íþróttinni. LIV mótaröðin var gangsett árið 2022 og fór fljótlega að stela mörgum af bestu kylfingum heims sem fengu mjög vel borgað fyrir það að færa sig yfir. Bandaríska PGA-mótaröðin brást við þessu með því að banna umræddum kylfingum að spila á risamótunum. McIlroy talaði um það í nýjum hlaðvarpsþætti að það sé ekki lengur hluti af hans skyldum að berjast gegn LIV mótaröðinni. Á sínum tíma sagðist hann frekar vilja hætta að keppa í golfi en að ganga til liðs við sádiarabísku golfmótaröðina. ESPN segir frá. „Ég held það þegar ég lít til baka á þessari stundu að ég hafi verið aðeins of dómharður gagnvart strákunum sem fóru yfir til LIV og það voru mistök af minni hálfu. Nú átta ég mig betur á því að það eru ekki allir í sömu stöðu og ég og Tiger Woods,“ sagði Rory McIlroy í „Stick to Football“ hlaðvarpinu. „Við gerumst allir atvinnumenn til að sjá fyrir okkur með því að spila íþróttina sem við elskum. Það hef ég áttað mig betur á undanfarin tvö ár. Ég get ekki dæmt fólk fyrir að taka slíka ákvörðun,“ sagði McIlroy. #NEW: In a stunning reversal, Rory McIlroy says he was wrong about LIV GOLF and has accepted they are part of the sport: I was maybe a little judgmental of the guys who went to LIV Golf at the start, and I think it was a bit of a mistake on my part because I now realise pic.twitter.com/q5Aewt7xuE— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) January 3, 2024 Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Fáir gagnrýndu LIV meira en einmitt McIlroy en í dag hefur hann sætt sig við sá staðreynd að sádiarabíska mótaröðin er komin til vera hluti af íþróttinni. LIV mótaröðin var gangsett árið 2022 og fór fljótlega að stela mörgum af bestu kylfingum heims sem fengu mjög vel borgað fyrir það að færa sig yfir. Bandaríska PGA-mótaröðin brást við þessu með því að banna umræddum kylfingum að spila á risamótunum. McIlroy talaði um það í nýjum hlaðvarpsþætti að það sé ekki lengur hluti af hans skyldum að berjast gegn LIV mótaröðinni. Á sínum tíma sagðist hann frekar vilja hætta að keppa í golfi en að ganga til liðs við sádiarabísku golfmótaröðina. ESPN segir frá. „Ég held það þegar ég lít til baka á þessari stundu að ég hafi verið aðeins of dómharður gagnvart strákunum sem fóru yfir til LIV og það voru mistök af minni hálfu. Nú átta ég mig betur á því að það eru ekki allir í sömu stöðu og ég og Tiger Woods,“ sagði Rory McIlroy í „Stick to Football“ hlaðvarpinu. „Við gerumst allir atvinnumenn til að sjá fyrir okkur með því að spila íþróttina sem við elskum. Það hef ég áttað mig betur á undanfarin tvö ár. Ég get ekki dæmt fólk fyrir að taka slíka ákvörðun,“ sagði McIlroy. #NEW: In a stunning reversal, Rory McIlroy says he was wrong about LIV GOLF and has accepted they are part of the sport: I was maybe a little judgmental of the guys who went to LIV Golf at the start, and I think it was a bit of a mistake on my part because I now realise pic.twitter.com/q5Aewt7xuE— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) January 3, 2024
Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira