Sancho gæti snúið aftur til Dortmund Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2024 06:39 Jadon Sancho gæti snúið aftur til Dortmund á láni. Vísir/Getty Jadon Sancho, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, geti snúið aftur til Borussia Dortmund á láni áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok janúar. Sancho, sem lék með Dortmund frá 2017-2021, gekk í raðir Manchester United sumarið 2021. Hann hefur leikið 58 deildarleiki fyrir félagið, en Englendingurinn hefur verið úti í kuldanum stærstan hluta yfirstandandi tímabils. Leikmaðurinn lenti í útistöðum við þjálfara liðsins, Erik ten Hag, þar sem Sancho sagðist hafa verið gerður að blóraböggli eftir að hollenski þjálfarinn sagði að Sancho hafi ekki verið í leikmannahópi Manchester United vegna frammistöðu hans á æfingum. Sancho hefur svo neitað að biðjast afsökunar á ummælum sínum og hefur, frá því að þau féllu í september á síðasta ári, ekki fengið að æfa eða spila með aðalliði félagsins. Nú berast fréttir af því að Sancho gæti snúið aftur til Dormund nú þegar félagsskiptaglugginn er opinn. Talið er að Dortmund sé tilbúið að bjóða Sancho lánssamning og félagið bindur vonir við að næla í vængmanninn út yfirstandandi tímabil í það minnsta. 🚨🟡⚫️ More on Jadon Sancho: he’s keen on Borussia Dortmund return as he considers this option as ideal to find his best form again.Borussia Dortmund and Man United are now in negotiations over loan fee and salary coverage.Deal on. Green light from Jadon, waiting for United. pic.twitter.com/dYqcPlEdNY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2024 Sancho, sem var keyptur frá Dortmund á 73 milljónir punda, gæti því snúið aftur til félagsins þar sem hann sprakk fyrst út. Þó er talið að Manchester United muni þurfa að greiða stóran hluta af launum leikmannsins ef af lánssamningnum á að verða, sökum þess hversu mikið laun hans hækkuðu eftir að hann færði sig frá Dortmund til Manchester United. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Sancho, sem lék með Dortmund frá 2017-2021, gekk í raðir Manchester United sumarið 2021. Hann hefur leikið 58 deildarleiki fyrir félagið, en Englendingurinn hefur verið úti í kuldanum stærstan hluta yfirstandandi tímabils. Leikmaðurinn lenti í útistöðum við þjálfara liðsins, Erik ten Hag, þar sem Sancho sagðist hafa verið gerður að blóraböggli eftir að hollenski þjálfarinn sagði að Sancho hafi ekki verið í leikmannahópi Manchester United vegna frammistöðu hans á æfingum. Sancho hefur svo neitað að biðjast afsökunar á ummælum sínum og hefur, frá því að þau féllu í september á síðasta ári, ekki fengið að æfa eða spila með aðalliði félagsins. Nú berast fréttir af því að Sancho gæti snúið aftur til Dormund nú þegar félagsskiptaglugginn er opinn. Talið er að Dortmund sé tilbúið að bjóða Sancho lánssamning og félagið bindur vonir við að næla í vængmanninn út yfirstandandi tímabil í það minnsta. 🚨🟡⚫️ More on Jadon Sancho: he’s keen on Borussia Dortmund return as he considers this option as ideal to find his best form again.Borussia Dortmund and Man United are now in negotiations over loan fee and salary coverage.Deal on. Green light from Jadon, waiting for United. pic.twitter.com/dYqcPlEdNY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2024 Sancho, sem var keyptur frá Dortmund á 73 milljónir punda, gæti því snúið aftur til félagsins þar sem hann sprakk fyrst út. Þó er talið að Manchester United muni þurfa að greiða stóran hluta af launum leikmannsins ef af lánssamningnum á að verða, sökum þess hversu mikið laun hans hækkuðu eftir að hann færði sig frá Dortmund til Manchester United.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira