Jóhann Berg lagði upp í grátlegu tapi Burnley Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 17:06 Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley í dag og sést hér í baráttunni við Alex Moreno leikmann Aston Villa. Vísir/Getty Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði naumlega gegn Aston Villa í dag. Úlfarnir unnu sinn þriðja leik í röð í úrvalsdeildinni. Aston Villa gerði jafntefli við botnlið Sheffield United í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley. Burnley hefur verið í brasi allt tímabilið og var í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leon Bailey kom Aston Villa í 1-0 á 28. mínútu eftir sendingu framherjans Ollie Watkins en Zeke Amdouni jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Moussa Diaby sá til þess að Aston Villa var 2-1 en hann skoraði af markteig eftir sendingu frá Waktins. Í stöðunni 1-1 hafði Lyle Foster komið boltanum í mark Villa en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 8 - Ollie Watkins has provided more assists than any other player in the Premier League this season (8), setting up both of Aston Villa's goals so far today. Benevolent. #AVLBUR— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2023 Brekkan varð síðan enn brattari fyrir Burnley í upphafi síðari hálfleiks þegar Sander Berge var rekinn af velli eftir að hafa fengið sína aðra áminningu. Á 71. mínútu sofnuðu leikmenn Villa hins vegar á verðinum. James Trafford átti þá markspyrnu frá marki sínu sem Jóhann Berg Guðmundsson skallaði innfyrir vörn Villa. Þar mætti Lyle Foster og lék boltanum inn í teiginn. Hann kláraði færið síðan í nærhornið framhjá Emiliano Martinez í markinu og staðan orðin jöfn. Jóhann Berg var tekinn af velli skömmu eftir stoðsendinguna og tíu leikmenn Burnley náðu ekki að halda jöfnu. Aston Villa fékk ódýra vítaspyrnu á 89. mínútu sem Douglas Luiz skoraði úr af miklu öryggi. Aston Villa sigldi sigrinum í höfn og tryggði sér stigin þrjú. Lokatölur 3-2 og Aston Villa fer upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og jafnar Liverpool að stigum. Þrír sigrar í röð hjá Úlfunum en þrjú töp hjá Everton Wolves vann þægilegan heimasigur á Everton sem tapaði sínum þriðja leik í röð eftir fínt gengi þar á undan. Max Kilman kom Úlfunum í 1-0 í fyrri hálfleik áður en Matheus Cunha og Craig Dawson bættu við mörkum snemma í síðari hálfleiknum. Lokatölur 3-0. Með sigrinum fara Úlfarnir upp í 11. sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigurleikur þeirra í röð. Í Lundúnum vann Crystal Palace góðan 3-1 sigur á Brentford. Gestirnir komust í 1-0 strax á 2. mínútu en heimamenn sneru stöðunni við fyrir lok fyrri hálfleiks. Michael Olise og Eberechi Eze komu þeim í 2-1 og á 58. mínútu bætti Olise við sínu öðru marki og staðan orðin 3-1 fyrir Palace. Brentford náði ekki að ógna Crystal Palace að ráði og lærisveinar Roy Hodgson náðu í stigin þrjú. Palace er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig en Brentfored tveimur sætum neðar með 19 stig. Úrslit dagsins: Luton Town - Chelsea 2-3Wolves - Everton 3-0Manchester City - Sheffield United 2-0Crystal Palace - Brentford 3-1Aston Villa - Burnley 3-2 Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Aston Villa gerði jafntefli við botnlið Sheffield United í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley. Burnley hefur verið í brasi allt tímabilið og var í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leon Bailey kom Aston Villa í 1-0 á 28. mínútu eftir sendingu framherjans Ollie Watkins en Zeke Amdouni jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Moussa Diaby sá til þess að Aston Villa var 2-1 en hann skoraði af markteig eftir sendingu frá Waktins. Í stöðunni 1-1 hafði Lyle Foster komið boltanum í mark Villa en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 8 - Ollie Watkins has provided more assists than any other player in the Premier League this season (8), setting up both of Aston Villa's goals so far today. Benevolent. #AVLBUR— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2023 Brekkan varð síðan enn brattari fyrir Burnley í upphafi síðari hálfleiks þegar Sander Berge var rekinn af velli eftir að hafa fengið sína aðra áminningu. Á 71. mínútu sofnuðu leikmenn Villa hins vegar á verðinum. James Trafford átti þá markspyrnu frá marki sínu sem Jóhann Berg Guðmundsson skallaði innfyrir vörn Villa. Þar mætti Lyle Foster og lék boltanum inn í teiginn. Hann kláraði færið síðan í nærhornið framhjá Emiliano Martinez í markinu og staðan orðin jöfn. Jóhann Berg var tekinn af velli skömmu eftir stoðsendinguna og tíu leikmenn Burnley náðu ekki að halda jöfnu. Aston Villa fékk ódýra vítaspyrnu á 89. mínútu sem Douglas Luiz skoraði úr af miklu öryggi. Aston Villa sigldi sigrinum í höfn og tryggði sér stigin þrjú. Lokatölur 3-2 og Aston Villa fer upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og jafnar Liverpool að stigum. Þrír sigrar í röð hjá Úlfunum en þrjú töp hjá Everton Wolves vann þægilegan heimasigur á Everton sem tapaði sínum þriðja leik í röð eftir fínt gengi þar á undan. Max Kilman kom Úlfunum í 1-0 í fyrri hálfleik áður en Matheus Cunha og Craig Dawson bættu við mörkum snemma í síðari hálfleiknum. Lokatölur 3-0. Með sigrinum fara Úlfarnir upp í 11. sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigurleikur þeirra í röð. Í Lundúnum vann Crystal Palace góðan 3-1 sigur á Brentford. Gestirnir komust í 1-0 strax á 2. mínútu en heimamenn sneru stöðunni við fyrir lok fyrri hálfleiks. Michael Olise og Eberechi Eze komu þeim í 2-1 og á 58. mínútu bætti Olise við sínu öðru marki og staðan orðin 3-1 fyrir Palace. Brentford náði ekki að ógna Crystal Palace að ráði og lærisveinar Roy Hodgson náðu í stigin þrjú. Palace er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig en Brentfored tveimur sætum neðar með 19 stig. Úrslit dagsins: Luton Town - Chelsea 2-3Wolves - Everton 3-0Manchester City - Sheffield United 2-0Crystal Palace - Brentford 3-1Aston Villa - Burnley 3-2
Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira