„Sagði Pavel að ég yrði örugglega síðastur til að snúast gegn honum í klefanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2023 08:00 Pavel Ermolinskij ræðir við Pétur Rúnar Birgisson og Sigtrygg Arnar Björnsson. vísir/bára Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var ekki tilbúinn að fá Pavel Ermolinskij sem þjálfara liðsins sumarið 2022. Hann hafði hins vegar skipt um skoðun um mitt tímabilið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þætti sem verður frumsýndur í kvöld, um Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta karla 2023. Þátturinn er sá fjórði og síðasti sem sýndur er á Stöð 2 Sport yfir jólin og fjalla um Íslandsmeistaralið karla og kvenna í fótbolta og körfubolta 2023. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar er rætt um ráðninguna á Pavel til Tindastóls. Það reyndist góð ákvörðun því Pavel varð fyrstur til að gera Stólana að Íslandsmeisturum. „Pavel kom fyrst upp í umræðuna um sumarið. Þá man ég að Helgi Freyr [Margeirsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls] kom og ræddi við mig. Ég man að ég sagði við hann að ég væri eiginlega ekki tilbúinn í það. Pavel væri ekki búinn að þjálfa og ég væri ekki tilbúinn að vera tilraunadýrið hans,“ sagði Pétur í þættinum um Tindastól. „Pavel hringdi svo í janúar og sagði að þetta væri komið langt á leið en hann vili ekki gera þetta nema hann hafi stuðning frá öllum. Hann vilji ekki - ég vona að það sé í lagi að ég segi þetta - taka við nema allir séu tilbúnir að fá hann. Ég sagði honum að ég hefði ekki verið tilbúinn að fá hann í sumar en aðstæðurnar væru allt aðrar núna og ég væri heldur betur tilbúinn að taka slaginn. Ég sagði honum að ég væri örugglega síðasti maðurinn til að snúast gegn honum í klefanum. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Tindastóll í Subway deild karla Sigtryggur Arnar Björnsson segir að Pavel hafi einfaldað hlutina hjá Tindastóli. „Við vorum kannski með þrjátíu kerfi áður en hann kom og vorum með 3-4 fjóra myndbandsfundi í viku og þeir voru í tvo tíma. Þetta var galið. Hann sagði bara: Finnum veikleika þeirra og nýtum okkur þá. Hann er ekkert að flækja þetta og vill hafa þetta frekar einfalt,“ sagði Sigtryggur. Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í oddaleik á Hlíðarenda, 81-82, 18. maí 2023. Þátturinn um Íslandsmeistara Tindastóls verður frumsýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þætti sem verður frumsýndur í kvöld, um Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta karla 2023. Þátturinn er sá fjórði og síðasti sem sýndur er á Stöð 2 Sport yfir jólin og fjalla um Íslandsmeistaralið karla og kvenna í fótbolta og körfubolta 2023. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar er rætt um ráðninguna á Pavel til Tindastóls. Það reyndist góð ákvörðun því Pavel varð fyrstur til að gera Stólana að Íslandsmeisturum. „Pavel kom fyrst upp í umræðuna um sumarið. Þá man ég að Helgi Freyr [Margeirsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls] kom og ræddi við mig. Ég man að ég sagði við hann að ég væri eiginlega ekki tilbúinn í það. Pavel væri ekki búinn að þjálfa og ég væri ekki tilbúinn að vera tilraunadýrið hans,“ sagði Pétur í þættinum um Tindastól. „Pavel hringdi svo í janúar og sagði að þetta væri komið langt á leið en hann vili ekki gera þetta nema hann hafi stuðning frá öllum. Hann vilji ekki - ég vona að það sé í lagi að ég segi þetta - taka við nema allir séu tilbúnir að fá hann. Ég sagði honum að ég hefði ekki verið tilbúinn að fá hann í sumar en aðstæðurnar væru allt aðrar núna og ég væri heldur betur tilbúinn að taka slaginn. Ég sagði honum að ég væri örugglega síðasti maðurinn til að snúast gegn honum í klefanum. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af mér.“ Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Tindastóll í Subway deild karla Sigtryggur Arnar Björnsson segir að Pavel hafi einfaldað hlutina hjá Tindastóli. „Við vorum kannski með þrjátíu kerfi áður en hann kom og vorum með 3-4 fjóra myndbandsfundi í viku og þeir voru í tvo tíma. Þetta var galið. Hann sagði bara: Finnum veikleika þeirra og nýtum okkur þá. Hann er ekkert að flækja þetta og vill hafa þetta frekar einfalt,“ sagði Sigtryggur. Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í oddaleik á Hlíðarenda, 81-82, 18. maí 2023. Þátturinn um Íslandsmeistara Tindastóls verður frumsýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira