Fyrsta konan til að vera metin á 100 milljarða dala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2023 07:38 Francoise ásamt eiginmanni sínum Jean Pierre Meyers. Getty/Bertrand Rndoff Petroff Françoise Bettencourt Meyers, erfingi L'Oréal veldisins, er fyrsta konan til að vera metin á yfir 100 milljarða Bandaríkjadala. Bettencourt Meyers, sem er 70 ára, er í 12. sæti á Bloomberg Billionaires Index. Hlutabréf í L'Oréal hækkuðu verulega í gær en sala á vörum fyrirtækisins hefur verið að ná sér á strik undanfarið eftir að hafa dregist saman í kórónuveirufaraldrinum. Bettencourt Meyers er varaformaður stjórnar L'Oréal en hún og fjölskylda hennar eru stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu og eiga 35 prósent hlut. Bettencourt Meyers tók við L'Oréal-veldinu þegar móðir hennar, Liliane Bettencourt, lést árið 2017. Liliane, sem var um tíma ríkasti Frakkinn, elskaði sviðsljósið og var náin vinur ýmissa leiðtoga Frakklands. Undir hið síðasta átti hún í opinberum illdeilum við dóttur sína, einkabarnið sitt, og sagði meðal annars í sjónvarpsviðtali óska þess að Francoise hefði getað beðið þolinmóð eftir því að hún félli frá í stað þess að fara fram gegn henni. Francoise voru dæmd yfirráð yfir fjármálum móður sinnar árið 2011, þegar Liliane var úrskurðuð með elliglöp. Annar fjölskyldumeðlimur fékk það hlutverk að fara með ákvarðanir um heilsu og velferð Liliane. Ólíkt móður sinni hefur Francoise haldið sig frá sviðsljósinu en hún er sögð spila á píanó margar klukkustundir á degi hverjum og hefur ritað tvær bækur; ítarlega rannsókn á Biblíunni og bók um fjölskyldutengsl innan grísku goðafræðinnar. Frakkland Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréf í L'Oréal hækkuðu verulega í gær en sala á vörum fyrirtækisins hefur verið að ná sér á strik undanfarið eftir að hafa dregist saman í kórónuveirufaraldrinum. Bettencourt Meyers er varaformaður stjórnar L'Oréal en hún og fjölskylda hennar eru stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu og eiga 35 prósent hlut. Bettencourt Meyers tók við L'Oréal-veldinu þegar móðir hennar, Liliane Bettencourt, lést árið 2017. Liliane, sem var um tíma ríkasti Frakkinn, elskaði sviðsljósið og var náin vinur ýmissa leiðtoga Frakklands. Undir hið síðasta átti hún í opinberum illdeilum við dóttur sína, einkabarnið sitt, og sagði meðal annars í sjónvarpsviðtali óska þess að Francoise hefði getað beðið þolinmóð eftir því að hún félli frá í stað þess að fara fram gegn henni. Francoise voru dæmd yfirráð yfir fjármálum móður sinnar árið 2011, þegar Liliane var úrskurðuð með elliglöp. Annar fjölskyldumeðlimur fékk það hlutverk að fara með ákvarðanir um heilsu og velferð Liliane. Ólíkt móður sinni hefur Francoise haldið sig frá sviðsljósinu en hún er sögð spila á píanó margar klukkustundir á degi hverjum og hefur ritað tvær bækur; ítarlega rannsókn á Biblíunni og bók um fjölskyldutengsl innan grísku goðafræðinnar.
Frakkland Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira