Arsenal setti ótrúlegt en neikvætt met Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 07:31 Leikmenn Arsenal fengu ítrekað að komast nálægt marki West Ham en náðu aldrei að koma boltanum í markið. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Arsenal-menn misstu af tækifæri til að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld þegar þeir töpuðu 2-0 á heimavelli gegn West Ham. Þeir sóttu þó vægast sagt mikið í leiknum. Tölfræðiveitan Opta bendir á þá staðreynd að leikmenn Arsenal hafi náð að snerta boltann 77 sinnum í vítateig andstæðinganna, án þess að skora, og að það hafi aldrei áður gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hún var stofnuð árið 1992. 77 - Arsenal had 77 touches in the opposition box against West Ham; the most on record (since 2008-09) in a single Premier League match for a team who failed to score. Blockage. pic.twitter.com/5bw9P8zGHo— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2023 „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnablik, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal eftir leik, svekktur yfir tapinu sem veldur því að Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ sagði Arteta en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. Arteta og hans menn voru einnig svekktir með að fyrra mark West Ham skyldi fá að standa, en erfitt var að greina af sjónvarpsmyndum hvort að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda þess að Tomas Soucek skoraði. „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn út af,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Tölfræðiveitan Opta bendir á þá staðreynd að leikmenn Arsenal hafi náð að snerta boltann 77 sinnum í vítateig andstæðinganna, án þess að skora, og að það hafi aldrei áður gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hún var stofnuð árið 1992. 77 - Arsenal had 77 touches in the opposition box against West Ham; the most on record (since 2008-09) in a single Premier League match for a team who failed to score. Blockage. pic.twitter.com/5bw9P8zGHo— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2023 „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnablik, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal eftir leik, svekktur yfir tapinu sem veldur því að Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ sagði Arteta en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. Arteta og hans menn voru einnig svekktir með að fyrra mark West Ham skyldi fá að standa, en erfitt var að greina af sjónvarpsmyndum hvort að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda þess að Tomas Soucek skoraði. „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn út af,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira