„Þetta er nútímavítaspyrna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 18:02 Atvikið þegar Onana fær boltann í höndina í leik Everton og Manchester City í gær. Vísir/Getty Töluverð umræða hefur skapast eftir vítspyrnudóma í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton sagði vítadóminn í leik liðsins gegn Manchester City hafa verið furðulegan. Manchester City vann í gær 3-1 sigur á Everton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton komst í forystu í leiknum en mörk frá Phil Foden, Julian Alvarez og Bernando Silva í síðari hálfleik tryggðu Englands- og Evrópumeisturunum sigurinn. Mark Alvarez kom liði City í 2-1 en markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Nathan Ake skaut boltanum í höndina á Amadou Onana. Leikmenn Everton voru ósáttir við vítadóminn og ekki var knattspyrnustjórinn Sean Dyche sáttari. „Þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við“ Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher fer yfir atvikið í grein Skysports. Hann segir að Onana hafi ekki tekið boltann viljandi með hendi en vissi að myndbandsdómari myndi aldrei snúa dómnum við eftir að víti var dæmt á vellinum. „Þetta er nútímavíti. Þegar svona atvik gerist er spurningin hvort höndin sé staðsett ofar en öxl eða höfuðið. Þetta er það hátt. Á móti er hægt að spyrja hvort þetta sé of nálægt. Hefur hann einhvern tíma til að bregðast við? Um leið og ég sá endursýninguna sagði ég að það yrði dæmt víti, það var enginn vafi,“ segir Gallagher um atvikið í gær. „Dómarinn dæmdi víti á vellinum vegna fyrirmæla aðstoðardómarans. VAR kannar atvikið en þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við.“ Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára.Vísir/Getty Gallcher segir að Sean Dyche hafi haft mikið til síns máls eftir leik þegar hann segir að Onana hafi ekki leikið boltanum viljandi með hendi. „Þetta er vandamál sem er búið að búa til fyrir dómarana. Fyrir tímabilið var mest rætt um rangstöðu en núna er það hendi í teignum því það er verið að gera þetta svo nákvæmt. Er hendin í þessari stöðu? Er höndin fyrir ofan höfuð eða fyrir ofan öxl? Af hverju er þetta komið svona langt?“ spyr Gallagher. „Það er búið að gera þetta óþarflega flókið fyrir dómarana og þeir eru orðnir fórnarlömb þessara fyrirmæla. Þess vegna held ég, að á meðan þetta er svona, þá verði svona vítaspyrnur dæmdar. Þetta er næstum orðið eins og í Meistaradeildinni, þeir dæma alltaf víti. Ef þetta hefði verið Meistaradeildarleikur hefði Onana líka fengið gult spjald.“ Segir óhjákvæmilegt að málið verði rætt Þá segir Gallagher að það sé ekki séns að Onana hafi leikið boltanum viljandi með hendi. „Sean segir að þetta hafi ekki verið viljandi. Ég skil það, þetta var það ekki. Það er ekki séns að þetta hafi verið viljandi. En það stendur ekkert um viljandi hendi í reglunum og 90% af vítaspyrnum sem eru dæmdar eru ekki viljandi hvort sem er.“ Hann telur að vítadómar verði til umræðu þegar IFAB (Alþjóða knattspyrnuráðið) hittist í mars. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Í hverri viku erum við að ræða svona atvik. Við skoðum svipuð atvik og oftast eru dæmdar vítaspyrnur. Það hafa verið dæmdar miklu fleiri vítaspyrnur núna en áður.“ Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Manchester City vann í gær 3-1 sigur á Everton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton komst í forystu í leiknum en mörk frá Phil Foden, Julian Alvarez og Bernando Silva í síðari hálfleik tryggðu Englands- og Evrópumeisturunum sigurinn. Mark Alvarez kom liði City í 2-1 en markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Nathan Ake skaut boltanum í höndina á Amadou Onana. Leikmenn Everton voru ósáttir við vítadóminn og ekki var knattspyrnustjórinn Sean Dyche sáttari. „Þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við“ Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher fer yfir atvikið í grein Skysports. Hann segir að Onana hafi ekki tekið boltann viljandi með hendi en vissi að myndbandsdómari myndi aldrei snúa dómnum við eftir að víti var dæmt á vellinum. „Þetta er nútímavíti. Þegar svona atvik gerist er spurningin hvort höndin sé staðsett ofar en öxl eða höfuðið. Þetta er það hátt. Á móti er hægt að spyrja hvort þetta sé of nálægt. Hefur hann einhvern tíma til að bregðast við? Um leið og ég sá endursýninguna sagði ég að það yrði dæmt víti, það var enginn vafi,“ segir Gallagher um atvikið í gær. „Dómarinn dæmdi víti á vellinum vegna fyrirmæla aðstoðardómarans. VAR kannar atvikið en þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við.“ Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára.Vísir/Getty Gallcher segir að Sean Dyche hafi haft mikið til síns máls eftir leik þegar hann segir að Onana hafi ekki leikið boltanum viljandi með hendi. „Þetta er vandamál sem er búið að búa til fyrir dómarana. Fyrir tímabilið var mest rætt um rangstöðu en núna er það hendi í teignum því það er verið að gera þetta svo nákvæmt. Er hendin í þessari stöðu? Er höndin fyrir ofan höfuð eða fyrir ofan öxl? Af hverju er þetta komið svona langt?“ spyr Gallagher. „Það er búið að gera þetta óþarflega flókið fyrir dómarana og þeir eru orðnir fórnarlömb þessara fyrirmæla. Þess vegna held ég, að á meðan þetta er svona, þá verði svona vítaspyrnur dæmdar. Þetta er næstum orðið eins og í Meistaradeildinni, þeir dæma alltaf víti. Ef þetta hefði verið Meistaradeildarleikur hefði Onana líka fengið gult spjald.“ Segir óhjákvæmilegt að málið verði rætt Þá segir Gallagher að það sé ekki séns að Onana hafi leikið boltanum viljandi með hendi. „Sean segir að þetta hafi ekki verið viljandi. Ég skil það, þetta var það ekki. Það er ekki séns að þetta hafi verið viljandi. En það stendur ekkert um viljandi hendi í reglunum og 90% af vítaspyrnum sem eru dæmdar eru ekki viljandi hvort sem er.“ Hann telur að vítadómar verði til umræðu þegar IFAB (Alþjóða knattspyrnuráðið) hittist í mars. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Í hverri viku erum við að ræða svona atvik. Við skoðum svipuð atvik og oftast eru dæmdar vítaspyrnur. Það hafa verið dæmdar miklu fleiri vítaspyrnur núna en áður.“
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira