Sektuð fyrir að vera í Burberry skóm á HM í skák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 09:00 Hin hollenska Anna-Maja Kazarian var mjög hneyksluð á sektinni frá Alþjóða skáksambandinu. Samsett/@AMKazarian Tískuskór frá Burberry eru á bannlista Alþjóða skáksambandsins en mjög strangar reglur gilda um klæðaburð á heimsmeistaramótunum í skák. Því fékk skákkonan Anna-Maja Kazarian að kynnast. Anna-Maja Kazarian er 23 ára Hollendingur sem var með 2184 skákstig í september síðastliðnum en fór hæst í 2320 skákstig árið 2016. Kazarian sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið sekt vegna skónna sem hún gekk í á fyrstu dögum heimsmeistaramótsins í atskák sem stendur nú yfir í Samarkand í Úzbekistan „Þetta eru Burberry skór og ég fékk þá að gjöf,“ sagði Anna-Maja við norska ríkisútvarpið. Fréttin hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.NRK NRK sýndi skónum áhuga eftir að Kazarian hafði sjálf greint frá því á X-inu (áður Twitter) að dómari hefði stoppað hana og beðið hana um að skipta um skó. „Það er sárt að ganga í þeim og ég myndi alls ekki nota Burberry skó þegar ég væri í íþróttum,“ skrifaði Anna-Maja. Einum og hálfum tíma síðar skrifaði hún aftur færslu þar sem kom fram að hún hefði fengið opinbera viðvörun og sekt upp á hundrað evrur. „Þetta er algjörlega fáránlegt. FIDE, vinsamlegast taktu þessa viðvörun og sekt til baka. Skórnir mínir eru ekki íþróttaskór,“ skrifaði Anna-Maja. Blaðamaður NRK vildi vita hvort að þetta væru ekki dýrir skór. „Jú þeir eru dýrir. Þetta er flott gjöf frá systur minni. Samkvæmt FIDE þá eru þetta íþróttaskór,“ sagði Anna-Maja og þar er liggur vandamálið. Keppendur á heimsmeistaramótinu í skák mega ekki mæta til leiks í íþróttaskóm. Slíkir skór eru ekki á listanum yfir leyfilegan fatnað. Ef skákmaður eða kona brýtur reglurnar aftur eftir viðvörun þá fær viðkomandi ekki leyfi til að keppa í næstu umferð. Anna-Maja hefur náð í þrjá vinninga af níu mögulegum fyrir lokadaginn. Hún er því langt frá því að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Efstar eru Humpy Koneru frá Indlandi og Mo Zhai frá Kína með sex og hálfan vinning hvor. One of the arbiters stopped me and asked me if I could change my shoes because they were strange shoes and considered sports shoes It hurts to even walk in those and I definitely don t want to use my Burberry sneakers for sports pic.twitter.com/5OD1CwlbBt— Anna-Maja Kazarian (@AMKazarian) December 27, 2023 Skák Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Anna-Maja Kazarian er 23 ára Hollendingur sem var með 2184 skákstig í september síðastliðnum en fór hæst í 2320 skákstig árið 2016. Kazarian sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið sekt vegna skónna sem hún gekk í á fyrstu dögum heimsmeistaramótsins í atskák sem stendur nú yfir í Samarkand í Úzbekistan „Þetta eru Burberry skór og ég fékk þá að gjöf,“ sagði Anna-Maja við norska ríkisútvarpið. Fréttin hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.NRK NRK sýndi skónum áhuga eftir að Kazarian hafði sjálf greint frá því á X-inu (áður Twitter) að dómari hefði stoppað hana og beðið hana um að skipta um skó. „Það er sárt að ganga í þeim og ég myndi alls ekki nota Burberry skó þegar ég væri í íþróttum,“ skrifaði Anna-Maja. Einum og hálfum tíma síðar skrifaði hún aftur færslu þar sem kom fram að hún hefði fengið opinbera viðvörun og sekt upp á hundrað evrur. „Þetta er algjörlega fáránlegt. FIDE, vinsamlegast taktu þessa viðvörun og sekt til baka. Skórnir mínir eru ekki íþróttaskór,“ skrifaði Anna-Maja. Blaðamaður NRK vildi vita hvort að þetta væru ekki dýrir skór. „Jú þeir eru dýrir. Þetta er flott gjöf frá systur minni. Samkvæmt FIDE þá eru þetta íþróttaskór,“ sagði Anna-Maja og þar er liggur vandamálið. Keppendur á heimsmeistaramótinu í skák mega ekki mæta til leiks í íþróttaskóm. Slíkir skór eru ekki á listanum yfir leyfilegan fatnað. Ef skákmaður eða kona brýtur reglurnar aftur eftir viðvörun þá fær viðkomandi ekki leyfi til að keppa í næstu umferð. Anna-Maja hefur náð í þrjá vinninga af níu mögulegum fyrir lokadaginn. Hún er því langt frá því að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Efstar eru Humpy Koneru frá Indlandi og Mo Zhai frá Kína með sex og hálfan vinning hvor. One of the arbiters stopped me and asked me if I could change my shoes because they were strange shoes and considered sports shoes It hurts to even walk in those and I definitely don t want to use my Burberry sneakers for sports pic.twitter.com/5OD1CwlbBt— Anna-Maja Kazarian (@AMKazarian) December 27, 2023
Skák Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira