Átta ára undrabarn sem fékk ekki að horfa á YouTube Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 07:31 Roman Shogdzhiev er aðeins átta ára gamall en þegar farinn að vinna stórmeistara á HM. Instagram/@roman_uralan Átta ára Rússi hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í hraðskák og tekist að vinna tvo stórmeistara á mótinu. Stolt móðir hans segist hafa viljað halda honum frá tölvuleikjum og YouTube, og að markmiðið sé að vinna Magnus Carlsen einn daginn. „Þetta er svakalega tilkomumikil frammistaða,“ sagði Carlsen, fremsti skákmaður heims, spurður út í afrek hins átta ára gamla Roman Shogdzhiev. Shogdzhiev vann í gær landa Carlsens frá Noregi, Johan Sebastian Christiansen, eftir að hafa einnig unnið annan stórmeistara, Jakhongir Vakhidov. Talið er að strákurinn sé sá yngsti í sögunni til að vinna stórmeistara á heimsmeistaramóti. I did not know that. Those kids are good, says Carlsen, and he continues: Very impressive."@MagnusCarlsen reaction after 8-year-old Roman Shogdzhiev beat his fellow countryman Johan-Sebastian Christiansen #RapidBlitz pic.twitter.com/kZ8fXEjqIB— Chess.com (@chesscom) December 27, 2023 Móðir Shogdzhiev ræddi við norska ríkismiðilinn NRK eftir sigurinn á Christiansen og var í skýjunum með að heyra að Carlsen hefði heillast af frammistöðu hans. Markmiðið er enda að: „Verða heimsmeistari og vinna Magnus Carlsen.“ Hún segir foreldra skáksnillingsins unga ekki hafa gert sér grein fyrir hæfileikum hans þegar Shogdzhiev var að byrja að tefla: „Við áttuðum okkur ekki á hæfileikunum. Við æfðum okkur og Roman sóttist eftir því að tefla sem barn. Við vildum að Roman myndi gera eitthvað fyrir framtíð sína og hausinn á sér, en ekki bara vera í tölvunni eða horfa á YouTube. Það er mjög gott fyrir hann að tefla,“ sagði mamman. Hinn norski Christiansen sagðist kenna sjálfum sér um að hafa tapað fyrir stráknum en viðurkenndi um leið að frammistaða Shogdzhiev væri líkt og hjá fullorðnum skákmanni: „Ég hafði aldrei heyrt talað um hann áður en kannski hefði ég átt að gera það. Það er frekar rosalegt að vera orðinn svona góður þegar maður er bara átta ára. Þegar ég var á þessum aldri var ég varla búinn að læra reglurnar,“ sagði Christiansen. Skák Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
„Þetta er svakalega tilkomumikil frammistaða,“ sagði Carlsen, fremsti skákmaður heims, spurður út í afrek hins átta ára gamla Roman Shogdzhiev. Shogdzhiev vann í gær landa Carlsens frá Noregi, Johan Sebastian Christiansen, eftir að hafa einnig unnið annan stórmeistara, Jakhongir Vakhidov. Talið er að strákurinn sé sá yngsti í sögunni til að vinna stórmeistara á heimsmeistaramóti. I did not know that. Those kids are good, says Carlsen, and he continues: Very impressive."@MagnusCarlsen reaction after 8-year-old Roman Shogdzhiev beat his fellow countryman Johan-Sebastian Christiansen #RapidBlitz pic.twitter.com/kZ8fXEjqIB— Chess.com (@chesscom) December 27, 2023 Móðir Shogdzhiev ræddi við norska ríkismiðilinn NRK eftir sigurinn á Christiansen og var í skýjunum með að heyra að Carlsen hefði heillast af frammistöðu hans. Markmiðið er enda að: „Verða heimsmeistari og vinna Magnus Carlsen.“ Hún segir foreldra skáksnillingsins unga ekki hafa gert sér grein fyrir hæfileikum hans þegar Shogdzhiev var að byrja að tefla: „Við áttuðum okkur ekki á hæfileikunum. Við æfðum okkur og Roman sóttist eftir því að tefla sem barn. Við vildum að Roman myndi gera eitthvað fyrir framtíð sína og hausinn á sér, en ekki bara vera í tölvunni eða horfa á YouTube. Það er mjög gott fyrir hann að tefla,“ sagði mamman. Hinn norski Christiansen sagðist kenna sjálfum sér um að hafa tapað fyrir stráknum en viðurkenndi um leið að frammistaða Shogdzhiev væri líkt og hjá fullorðnum skákmanni: „Ég hafði aldrei heyrt talað um hann áður en kannski hefði ég átt að gera það. Það er frekar rosalegt að vera orðinn svona góður þegar maður er bara átta ára. Þegar ég var á þessum aldri var ég varla búinn að læra reglurnar,“ sagði Christiansen.
Skák Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira